Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Page 54

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2008, Page 54
Nafn? „Vera Sölvadóttir.“ Starf? „Kvikmyndagerðarkona, tónlistarkona og kennari.“ Stíllinn þinn? „Frekar einfaldur en stundum er gaman að dressa sig upp. Oftast finnst mér best að klæða mig eftir skapi. Ef ég er til dæmis að fara á fund fer ég í „business“-jakkann, þegar ég er að kenna set ég upp gleraugun, á tónleikum fer ég í tónleikadressið og þar fram eftir götunum.“ Allir ættu að...? „...spara núna og stoppa í sokka.“ Hvað er ómissandi að eiga? „Góða angórasokka og sundföt.“ Hvað keyptir þú þér síðast? „Gullskó í Rauða krossinum og sokka.“ Hvert fórst þú síðast í ferðalag og í hvaða tilgangi? „Ég fór til Malmö á Nordisk Panorama-kvik- myndahátíðina þar sem myndin mín keppti.“ Uppáhaldsflíkin í fataskápnum? „Stóra, hlýja úlpan mín.“ Hvenær hefur þú það best? „Þegar ég hef nóg að gera og er með vinum og fjölskyldu.“ Ert þú með einhver áform fyrir næstu daga? „Við erum að leggja lokahönd á BB&Blake- plötuna. Það er brjálað að gera hjá okkur að undirbúa plötu og tónleika. Frumburðurinn kemur út fyrir jól. Við spilum næst á Tunglinu á Airwaves-hátíðinni á föstudagskvöldið klukkan 8 og opnum ballið í miklu stuði. Svo erum við á leið í tónleikaferðalag í kjölfarið.“ Lumar þú á góðu tískuheilræði? „Vertu þú sjálf/ur. Eins og þér líður best.“ föstudagur 10. október 200854 Vera Sölvadóttir Persónan Connery fyrir Louis Vuitton Sir Sean Connery hefur nú tekið við sem nýtt andlit Core Value- herferðar tískuhússins Louis Vuitt- on. Með því fetar gráhærði sjarmör- inn í fótspor Mikhails Gorbachev, Catherine Den- euve, Keiths Richards og Francis Ford Coppola. Leikarinn var myndað- ur af einum frægasta ljósmyndara heims, Annie Leibovitz, á bryggju við ströndina nálægt heimili hans á Bahamaeyjum. Myndirnar birt- ast seinna í mánuðinum og er tals- maður Louis Vuitton einstaklega ánægður með útkomuna. „Þessar dásamlegu myndir af þessari goð- sögn í lifanda lífi eiga eflaust eftir að snerta við mörgum,“ segir tals- maðurinn Antoine Arnault. BLeik sLaufa í Barminn Þú ert hreinlega ekki nógu smart ef þú ert ekki búin að kaupa bleiku slaufuna og smella henni í vetrarkápuna. Bleika slaufan er einstaklega dömuleg og flott í ár og hönnuð af Hendrikku Waage. Ágóðinn af sölu slaufunnar renn- ur til kostunar á tækjavæðingu Leitarstöðvar Krabbameinsfé- lagsins. Slaufan kostar þúsund krónur og er til sölu í Kaffitári, Te & kaffi, Eymundsson, Frumherja, Samkaupum, Lyfju, Lyfjum og heilsu, Lyfjavali og Hreyfli. Bjór í hárið Dökkir litir eiga það til að verða einstaklega áberandi í hártísk- unni yfir vetrartímann. Dökkt hár nýtur sín þó alltaf best með sem mestum gljáa og glans. Bú- ast má við því að glansinn á hár- inu dofni eftir nokkrar vikur frá heimsókn á hárgreiðslustofuna. Nú á tímum kreppunnar hefur maður kannski ekki alveg jafnoft efni á því að fara í klippingu og litun en það er til sniðugt húsráð til að halda gljáanum á hár- inu. Fjárfestu í einum gæðabjór, nuddaðu honum vel í hárið áður en þú þværð það upp úr sjampói og næringu. Vittu til, bjórinn gef- ur dökku hárinu fallegan gljáa. FLUtt á LAUgAvEgiNN Verslunin Moods of Norway, sem áður var til húsa á Hverfisgötunni, hefur nú flutt sig um sett og er nú á Laugavegi 51. Moods of Norway heldur áfram að bjóða upp á litríka og vandaða hönnun fyrir konur og karla með tilvísun í kokkteila, traktora og skemmti- lega sveitamenningu sem lífgar upp á tilveruna. tíska Umsjón: Krista Hall Netfang: krista@dv.is Tíska MyNd HEiðA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.