Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1899, Page 78
72
9. Blóðkreppusótt (Dysenteria). í síðustu skyrslu var þess getið, að uiikið hefði
borið á þessari veiki í umdæmi Þorgríms Þórðarsouar og að húu við árslok 1897 hefði ekki
verið á burtu. A þessu ári hefur hann haft 6S sjúklinga með blóðkreppusótt og að eins 2
dáið úr henni. Þorgrímur segir svo: »Margir gjörðu sjer far um að fylgja varúðarreglum mín-
um, en aptur voru ýrnsir, er skeyttu þeim ekki, heldur gistu á hinum syktu heimilum og báru
svo veikina með sjer; var þannig ávallt hrogt að rekja sjúkdóminn að þeim bæ, er hann kom
fyrst upp á. Aptur á móti kom veikin alls ekki á þá bæi, semforðuðust
a 11 a r s a m g ö n g u r v i ð h i n s ý k t u h e i m i 1 i. Veikin var áköfust í janúar, en
gjörði vart við sig hjer og hvar þar til í maimánuði. Úr veiki þessari dóu 2 börn.
Kristján Kristjánsson hafði 12 sjúkliuga. Þórður Thoroddsen 5 böru á einum bæ;ekki
breiddist veikin ueitt út.
10. Kíghósti (Tussis convulsiva). Árið 1897 var kíghóstinn hjer um bil búinn að
koma við í öllum hjeruðum laudsins, en þó voru einstök hjeruð, sem sloppið höfðu við hann
að mestu eða öllu leyti; þannig miunist Þorgrímur Þórðarson alls ekki á hann, svo hann hef-
ur ekki borist í hans hjerað í þetta skipti; sömuleiðis minnist Júlíus Halldórsson ekki á hanu,
svo ætla má að sjúkdómsins hafi lítið eða ekkert gætt í umdæmi hans, og sama á sjer stað
um Helga Guðmundsson; hanu minnist ekki á hann. I skyrslum lækna eru tilfærðir 33 sjúkl-
ingar á þessu ári.
11. Hettusótt (Angina parotidea). Þessi veiki barst hingað til bæjarins þegar
eptir nýárið og fór smáþverrandi til-júnímánaðarloka, getur læknirinn um 144 veika; í 19.
læknisbjeraði bar og talsvert á henni (87 veikir), eins á Akranesi (50) og á Seyðisfirði (32).
Mjög margir læknar minnast alls ekki á hana. Yfirleitt var veikin mjög væg.
12. Gulusótt (Icterus). Tvö undanfarin ár hefur á stöku stað verið faraldur að
gulu; hefur borið töluvert minna á því þetta árið; stöku læknir minnist þó áveikina. Þannig
segir Sigurður Hjörleifsson: »Dáh'tið hefur borið á Icterus epidemicus eins og í fyrra og hef-
ur mín að eins verið leitað fyrir 9 sjúklinga, en fleiri lnifa sýkst«. Kr. Kristjánsson segir:
»Icterus catarrlialis gekk hér í bænum og í firðinum; sýnist hafa komið með fólki norðan úr
Axarfirði; jeg vissi af 10 sjúklingum«. Olafur Thorlacius: »Nokkur tilfelli voru hér áDjúpa-
vogi og bæjum í kring af Icterus epidemicus«.
13. Sullaveiki (Echinococcus). I fyrri árs skýrslu eru tilfærðir 235 sullaveikir,
nú 194 og 11 dánir. Það eru að eins þrír læknar, sem alls ekki minnast á veikina; Björn
Blöndal og Kristján Kristjánsson og Helgi Guðmundsson, (en harla óltklegt er, að þeir skuli ekki
hafa rekið sig á hana). Með því að svo má segja, að h u n d a 1 æ k n i n g a r u a r fara fiam
með beztu reglu svo að kalla um allt land, og allur almenningur er farinu að trúa því, að
sullaveikin stafi frá hundunum, og menn því almennt eru farnir að gæta varúðar í umgeugni
við hunda, má smásaman fara að vona, að þessari sannkölluðu landplágu fari að ljetta af oss
íslendingum.
14. Berklasótt (Tuberculosis). Því er ver og miður að þessi hættulega veiki
virðist smásaman ætla að hertaka landið; hún fer hægt að, en eptir skýrslum lækua, er farið
að brydda á henni hvervetna, þar sem nú eru að eins 4 læknar (Davíð, Þorgrímur, Sigurður
Pálsson og Magnús Ásgeirsson) sem ekki minuast á haua, uokkrir hafa verið útlendingar;
þannig voru 3 hjá T. Helgasyni, Norðmenn, sem sendir voru heim til sín til Noregs. Flesta
berklaveika hefur Guðm. Björnsson sjeð, af þeim voru í lteykjavíkurumdæmi 26 með berkla í
lungum, og af þeim dáið 4, og 6 á öðrum stöðum líkamans, og af þeim dáið 2. Guðmundur
Hanncsson 15 í lungum, í dáinn, 19 á öðrum stöðum og 2 dánir.
Þ. Thoroddsen segir svo: Veiki þessi virðist vera að útbreiðast hjer á siðari árum, og
það einkum í tveim sjóþorpum, Vatnsleysuströnd og Garði. Fyrstu 9 árin, sem jeg hefi ver-