Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 17
DV Helgarblað föstudagur 22. ágúst 2008 17 Ættjarðarást á vogarskálarnar að síður verið ósveigjanlegur í and- stöðu sinni við stríðið í Írak. Bernska fjarri fósturlandsins ströndum Jafnvel þó Barack Obama sé Bandaríkjamaður hefur sú staðreynd að hann óx úr grasi fjarri fósturjörð- inni verið vatn á myllu andstæðinga hans. Obama ólst upp í Indónesíu og síðar á Havaí, eyju fjarri meginlandi Bandaríkjanna. Af þeim sökum gæti hann orðið varnarlaus gagnvart full- yrðingum um að bakgrunnur hans og gildi séu á skjön við þau bandarísku. Á minnisblaði sem kom upp á yf- irborðið fyrir skömmu síðan frá Mark Penn, skipulagsstjóra kosningabar- áttu Hillary Clinton, segir að Hillary gæti haft sigur gegn Obama með því að skírskota af einurð til ættjarðarást- ar. Hillary Clinton, sem þá keppti við Obama um tilnefningu demókrata- flokksins, kaus að fara ekki að ráðum Penns, sem lagði til að Obama yrði útmálaður sem maður sem væri ekki „bandarískur í grunninn“. Þar sem Barack Obama státar ekki af verkum sem geislum ættjarðarástar stafar af, verður hann að grípa til ann- arra ráða. Demókrataflokkurinn legg- ur nú allt kapp á að vinna bug á þeirri tortryggni sem bakgrunnur Obama kann að orsaka og efasemdum um gildismat hans. Efast um ættjarðarást þeldökkra Í ljósi ummæla sem Richard Kohn, sagnfræðiprófessor, lét sér um munn fara gæti orðið við ramman reip að draga hjá Barack Obama. „Blökku- menn hafa frá fornu fari verið grunað- ir um minni þjóðrækni,“ segir Kohn. Blökkumenn hafa barist í öllum styrjöldum Bandaríkjanna, en engu að síður hafa verið bornar brigður á hollustu þeirra því fjöldi þeldökkra leiðtoga hefur gagnrýnt stefnu Bandaríkjanna í kynþáttamálum. Hvítir Bandaríkjamenn hafa sumir hverjir leitt að því líkur að sögulegt misrétti í garð blökkumanna, sem tekur til þrælahalds, hafi grafið und- an skuldbindingu þeirra gagnvart bandarísku gildismati. „Hvítir íhaldsmenn telja þá [blökkumenn] skorta ættjarðarást, en ef þú lítur til stjórnarskrárinnar og sögunnar þá sérðu að samfélag þel- dökkra hefur verið að reyna að láta stjórnarskrána virka fyrir alla,“ seg- ir Ronald Walters prófessor í stjórn- málafræði. Á brattan að sækja hjá Obama Eftir að hafa mánuðum saman baðað sig í ljósi fjölmiðla, prýtt for- síðu fjölda tímarita og talað á fjöl- mennum kosningafundum stend- ur Barack Obama frammi fyrir því að hafa tapað niður því forskoti sem hann hafði á John McCain á lands- vísu. Aukinheldur þá hefur Obama dregist örlítið aftur úr í nokkrum lykilfylkjum. Undanfarinn mánuð hefur John McCain skotið föstum skotum að sínum unga keppinaut. Hann hef- ur sakað Obama um kæruleysi og sagt að Obama sé upptekinn af eigin frægðarsól og hafi ekki reynslu til að vera leiðtogi. Einnig hefur verið sagt að vinsældir Obama séu af svipuð- um toga og hjá Paris Hilton og Britn- ey Spears. Í auglýsingum McCains hef- ur ranglega verið fullyrt að Obama muni hækka skatta hins vinnandi manns og hefur sú fullyrðing án efa haft áhrif á kjósendur, sem fyrir hafa áhyggjur af gildismati og bakgrunni Baracks. John McCain fékk einn- ig kærkomið tækifæri, þegar Barack Obama skrapp í frí til Havaí, til að ít- reka að einungis hann af þeim tveim- ur væri fær um að verða yfirmaður herafla Bandaríkjamanna. Á meðan Obama slakaði á streymdu rússnesk- ir skriðdrekar inn í Georgíu, ríki sem nýtur stuðnings Bandaríkjanna. Obama verður illkvittinn Auglýsingaherferð Baracks Obama það sem af er kosningabar- áttunni hefur einkennst af jákvæð- um skilaboðum um sýn hans á land og þjóð og ást hans til ættjarðarinnar. En undanfarið hefur kveðið við ann- an tón. Í einni auglýsingu sem sjónvarp- að hefur verið í átta stórborgum í nokkrum fylkjum er vísað til ummæla Johns McCain þegar hann sagði „við erum búin að eiga nokkuð gott, hag- sælt skeið með litlu atvinnuleysi“. Síðan er vitnað í almenna borgara, og kona ein segir: „Ástandið hefur aldrei verið eins slæmt“, og kjósandi í Ohio segir: „Ég er áhyggjufullur, mjög áhyggjufullur“. Þegar skjárinn dökknar birtast skilaboðin: „Hvern- ig getur John McCain lagað efna- haginn, þegar hann heldur að hann sé ekki í molum?“ Í auglýsingunni er hvergi getið þeirrar staðreyndar að ummæli McCains eru síðan í janúar, áður en verulegt bakslag var viður- kennd staðreynd í Bandaríkjunum. Enn sem komið einkennist aug- lýsingaherferð Baracks Obama á landsvísu af jákvæðni, en í ljósi þess að forskot hans heyrir sögunni til er ekki ólíklegt að hann leggi silki- hanskana til hliðar. Samkvæmt könnun Los Angel- es Times-Bloomberg í vikunni hafði Obama 45 prósenta fylgi gegn 43 prósentum McCains. Í könnun Zog- by International hafði John McCain fylgi 46 prósenta aðspurðra, en Obama 41 prósent. Þessar niðurstöð- ur eru misvísandi, en ljóst að mjótt er á mununum í baráttunni um emb- ætti valdamesta manns í heimi. Hillary Clinton, sem þá keppti við Obama um tilnefningu demókrataflokksins, kaus að fara ekki að ráðum Penns, sem lagði til að Obama yrði útmál- aður sem maður sem væri ekki „bandarískur í grunninn“. Barack Obama til greina kom að fullyrða að Obama væri ekki „bandarískur í grunninn“. Aukin orka, vellíðan og aukakílóin hverfa Jafnar sýrustig líkamans og blóðsykur.Glúten- og laktósafrítt. Einstaklega mettandi.Stuðningur fyrir alla og matarprógramm sniðið að þér. Elva 8225443 lr.betralif@gmail.com LR - kúrinn -þín leið til betra lífs ÓTRÚLEGA AUÐVELT - 10 KG Á 5 VIKUM Viltu læra táknmál? Táknmálsnámskeið hefjast 25. ágúst nk. Skráning og nánari upplýsingar í síma 562-7702 eða anney@shh.is Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra www.shh.is H ild ur H lín Jó ns dó tt ir / h ild ur @ dv .is STÓR HUMAR, LÚÐA, LAX, TÚNFISKUR Úrval fiskrétta á grillið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.