Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 18
föstudagur 22. ágúst 200818 Umræða DV Æfingar að hefjast „Ég er að leikstýra verkinu Fólkið í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarson og það var fyrsti samlestur á verkinu núna í vikunni. Það var svakalega mikið hlegið og ég get eiginlega lofað áhorfendum flottri sýningu í Borgarleikhúsinu í haust. Annars hef ég ekki náð að fylgjast mikið með fréttum í vikunni því um leið og ég byrja að vinna í leikhúsinu þá fer allur fókusinn þangað. Hins vegar komst ég ekki hjá því að frétta að forseti Íslands hafi tjáð sig um handboltalandsliðið í útvarpinu. Þó ég sé engin íþróttamann- eskja þá er aldrei að vita nema ég fylgist með leiknum á föstudaginn. Það dapur- legasta við vikuna er samt borgarmálin. Það er ótrúlega leiðinlegt þegar pólitík- usar og heilu flokkarnir missa trúverðug- leika í svona hasar eins og hefur verið að undanförnu. Það eru ansi margir orðnir sekir í þessu máli sem er allt hið dapur- legasta.“ Unnur Ösp Stefánsdóttir Leikkona og leikstýra Borgarstjórn og handbolti „Frétt vikunnar er þessi vitleysa í borgar- stjórninni, þar sem sá farsi heldur áfram að þetta ruglaða lið í Sjálfstæðisflokknum held- ur sér við völd án þess að vita nákvæmlega til hvers. Þeir hafa nú fleygt einum samstarfs- manni frá borði og tekið upp annan. Síðan eru það gleðilegri viðburðir. Frammistaða handboltalandsliðsins í Peking. Þátttaka handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum lagðist vel í mig. Þeir höfðu ekkert verið að brillera áður og einhvern veginn fannst mér að þeir myndu standa sig vel núna og það hafa þeir þegar gert. Þó finnst mér líklegt að þeir tapi báðum leikjum, sem eftir eru. En þetta er frábært og ég tala nú ekki um ef við næðum bronsinu, þá yrði þetta ein af stærstu stundum íþróttasögunnar. Í þriðja lagi þá heldur þessi vitleysa í Ge- orgíu áfram. Ég var í þar í ársbyrjun í kosn- ingaeftirliti og kynntist landinu og pólitík- inni. Rússarnir eru þrjótar, en hins vegar finnst mér Saakashvili ekki mjög traustleg- ur pólitíkus og að hann hafi gert mikla vit- leysu.“ Mörður Árnason, varaþingmaður Conkordia og strandblak kvenna „Þetta er ekki búin að vera þessi týpíska gleðivika en ekkert sorgleg heldur. Við í Sprengjuhöllinni höfum bara verið að æfa mjög mikið og æfingarnar hafa runnið soldið saman í eitt. Það sem var skemmti- legt var það að lögin sem við erum að semja fyrir plötuna eru núna loksins öll að koma til. Og skemmtilegast fannst mér kannski þegar við náðum loksins að full- klára lagið Conkordia sem ég samdi 2004, en það hefur lengi verið mikil kreppa hjá mér við að klára það. Við fengum líka stað- festingu á því að Sprengjuhöllin verður kynnt á heimasíðunni e-music.com sem hljómsveit vikunnar í lok ágúst, en það er næst stærsta tónlistarveita mp3 á eftir iTu- nes. Gærdagurinn var annars æðislegur af því að allir voru í góðu skapi út af úrslit- um okkar á Ólympíuleikunum. Svo sá ég strandblak kvenna aðfaranótt fimmtudags og það var svona frekar gaman.“ Bergur Ebbi Benediktsson, söngvari Sprengjuhallarinnar Áfram strákar, áfram borgarbúar „Ef þetta er tekið frá síðasta sunnudegi þá er það þessi margvíslegi vandræðagang- ur um myndun nýs meirihluta í borginni. En það sem mér finnst hafa staðið upp úr er náttúrulega handboltalandsliðið okkar. Árangur þess er náttúrulega stærsta frétt vik- unnar. Maður getur ekki annað en öskrað sig hásan og sagt: Áfram Ísland og áfram strákar. Ég vaki og sofi yfir handboltanum. Mér finnst svo ótrúlega gaman að keppnum og ég er mikil skapkona. Íslenska landsliðið í handbolta, strákarnir okkar, er náttúrulega frétt vikunnar og númer tvö er hverjir misstu ekki stjórn á sjálfum sér og borginni. En það voru ekki bara gleðifréttir í vikunni. Það var hörmulegt slys upp á Hellisheiði og enn hörmulegra í Madrid þar sem flugslysið átti sér stað. Svo var fótboltalandsliðið að spila en náði því miður bara jafntefli. Það var ekki alveg nógu gott. En það er bara áfram Ísland og áfram borgarbúar. Það er bara það sem blífur.“ Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi HVAÐ BAR HÆST í Vikunni? Óskar Mikaelsson próf í fasteigna-,fyrirt.- og skipasölu, ráðgjafi atvinnuhúsnæðis. Björgvin Ó. Óskarsson Löggiltur leigumiðlari og eignaskiptalýsandi Valgeir Kristinsson Hrl., Lögg. fasteignasali Löggilt Leigumiðlun Atvinnuhúsnæðis | Fasteignir & Fyrirtæki, Fyrirtækjasala Íslands ehf | Sala - Leiga - Umsýsla - Verðmat | Áratuga reynsla! Síðumúla 35 l 108 Reykjavík l Sími 517 3500 l www.atv.is l atv@atv.is Ú R F Y R I R TÆ K J A S K R Á FAIR TRADE SÉRVERSLUN – INNFLUTNINGUR Til sölu eina FAIR TRADE verslunin á landinu, með handunnar vistvænar vörur frá þróunarríkjunum. Fair Trade er alþjóðlegt hugtak fyrir þessi viðskipti. Gott vöruúrval. Einstakt tækifæri. GLÆSILEG TÍSKUVERSLUN Í MIÐBORGINNI Til sölu glæsileg kvenfataverslun í miðborginni, með heimsþekkt vörumerki, og í flottu húsnæði. Frábært tækifæri. GLÆSILEGUR VEITINGASTAÐUR. Til sölu mjög glæsilegur veitingastaður í nágr. borgarinnar. Sala á 40- 80% hlut kemur til greina. Sérstakur og flottur staður, velstaðsettur. Leitið upplýsinga. HEILDVERSLUN Í SPORT. Til sölu heildverslun með þekkt merki í sportvörum. Er vel staðsett í góðu húsnæði. Auðveld kaup. Leitið upplýsinga. FYRIRTÆKI Í AUGLÝSINGAVÖRUM Allt eigin innflutningur. Sterk viðskiptasambaönd á innlendum markaði. Yfir 300 artc. Auðveld kaup með yfirtöku og frábært verð. TÍSKUVERSLUN Í VERSLUNARM Til sölu falleg tískuverslun með kvenfatnað, skart og fylgihluti, í þekktri verslunarmiðstöð. Frábært tækifæri á mjög góðu verði. BAKARÍ OG KONDITORI. Til sölu gott bakarí í 300 fm húsnæði, vel tækjum búið auk þess Kondtori í mjög góðu húsnæði á fjölförnum stað. Nánast allt nýr búnaður. Getur selst í sitt hvoru lagi, eða sem ein heild. ÚTGÁFA – PRENTVERK - UMBROT - AUGLÝSINGAR Til sölu þekkt fyrirtæki í góðum rekstri, með góðan tækjakost og í tryggu húsnæði. Frábært tækifæri og gott verð. SÉRVERSLUN MEÐ NÁTTÚRULEGAR SNYRTIVÖRUR. Verslunin LUSH Kringlunni er til sölu. Verslunin sérhæfir sig í sölu hár- og húðsnyrtivara. Er hluti af alþjóðlegri keðju sem nær til 500 verslana í 35 löndum. Góð kjör í boði. Frábært tækifæri. Ýmis skipti möguleg. HÁRSNYRTISTOFA Í KÓPAVOGI – Góð Kjör. Af sérstökum ástæðum er til sölu þekkt hársnyrtistofa, í nýlegu góðu húsnæði í Kópavoginum. Er með eigin innflutning. Mjög góð aðstaða og búnaður. Góð kjör í boði. Leitið nánari upplýsinga. PÚSTVERKSTÆÐI MIÐSVÆÐIS. Til sölu þekkt pústverkstæði í 300 fm leiguhúsnæði, mjög miðsvæðis. 4 lyftur og 3 innkeyrsluhurðir og góð bílastæði og aðkoma. Mjög góð staðsetning. BÍLAPARTASALA. Til sölu rekstur þekktrar partasölu. Er í 300 fm velstaðsettu leiguhúsnæði. Hefur starfað í 27 ár. Staðsetning einstaklega góð. Gott verð. Fjöldi annara góðra fyrirtækja á skrá. Endilega leitið nánari upplýsinfa. Sími 517-3500 Dvergshöfði, Rvk, 150 fm. Til leigu þjónusturými á 2. hæð sem skiptist í 8 góð herbergi. Einstök staðsetning með ótví- ræðu auglýsingagildi. LAUST! Rauðarárstígur, Rvk, 493 fm. Til sölu / leigu vel staðsett skrifstofuhúsn. Á 1. hæð með rými í kj. Allt að 18 skrifstofur, fundarherb., kaffist. o.fl., Auðvelt að skipta í 2 hluta. SKILAST Í TOPP STANDI! Lónsbraut, Hfj, 200 fm. Til leigu 200 fm nýlegt húsnæði með lofthæð 5,5 mtr. Tvennar mjög góðar inn- keyrsluhurðir. Allt makbikað í kring. Gott leiguverð. Keflavík, 860 fm eign. Glæsilegt nýlegt atvinnuhús- næði á frábærlega sýnilegum stað. Vandað húsnæði í alla staði. Glæsilegur salur og lítil innkeyrslubil. Rekstur getur fylgt. Trönuhraun, Hfj, 216 fm. Til sölu glæsilegt nýl. miðjubil, vandaður frágangur, með 96 fm milligólf (samþ. að hluta). Steypt hús m/ stálkl. Skrifst.salur, eldh. krókur. Frá 6 mtr lofthæð. Lóðin afgirt og malbikuð. Stapahraun, Hfj. 168 fm. Til leigu innkeyrslubil á 1 hæð með 3 mtr. hurð og um 5 mtr. mænishæð, afstúkað kaffihorn og wc. Malbikuð lóð. 3ja fasa rafm. LAUST! Flugumýri, Mos, 968 fm Til sölu / leigu nýl. hörkugott iðnaðarhúsnæði með braut f. brúarkrana (krani getur fylgt). Húsið samloku-stálgrind, skrif- stofa, wc. Um 9 mtr. mænishæð. 4x innkeyrsluhurðir. Lóðin malbikuð. Samþ. 200 fm viðbyg- gingarréttur. LAUST! Grandatröð, Hfj, 274 fm. Til sölu nýlegt og glæsilegt stál- grindarhús að grunnfl. 201 fm auk innréttaðs 70 fm samþ. mil- ligólfs, salur, skrifst., eldhúskr., wc. Vegghæð um 5,5 mtr. Laust fljótlega. Fiskislóð, Rvk, 690 fm. Til sölu mjög vel staðsett stálgrindarhús, samþykkt 111,4 fm innréttað milligólf, 2x innk.hurðir, lofth. um 7 + mtr. í mæni. Skrifstofur, matsalur, opinn vinnurými, búningaaðst. Lóð malbikuð. Fákafen, Rvk, 140 fm. Til leigu einstaklega staðsett skrifstofuhúsnæði á 2. hæð við mjög fjölfarna umferðaræð með mikið auglýsingagildi. Opið rými, 3x skrifstofur, wc og eldhúskrókur. LAUST! Smiðjuvegur, Kóp, 143 fm. Til sölu atv.húsnæði og rekstur. Húsnæðið með 40 fm milligólf (ósamþ). Reksturinn selst með eða sér og er vel þekktur og húsnæðið á eftirsóttu svæði. Tunguháls, Rvk, 530 fm. Til leigu í nýl. steyptu iðnaðarh. Lofthæð 4,9 mtr., 2x háar innk. hurðir. Endabil. Möguleiki er að skipta húsnæðinu niður. Lóð Malbikuð. Frábær staðsetning. Mögul. að fjölga innk.hurðum. LAUST!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.