Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 21
föstudagur 22. ágúst 2008 21Umræða Hérna í eina tíð sá maður stund- um myndir úr Tívolíinu í Köben; þetta voru furðulegar myndir og barnsauganu fannst þær hlytu að vera úr ævintýri. Þetta var á þeim tíma þegar aðalskemmtun krakka var að fara í þrjúbíó á sunnudögum og sjá sömu myndirnar aftur og aft- ur því skiptingar voru sko ekki hrað- ar í þá daga. En myndirnar úr Tívol- íinu voru engar þrjúbíómyndir; þetta voru teiknaðar myndir af hafmeyjum, prinsum, köllum með pípuhatta og brjóstaþungum kellingum en haus- inn sjálfur tilheyrði gjarnan einhverj- um sem maður þekkti eða kannaðist við og var svo heppinn að hafa látið mynda sig í garðinum góða. Þarna voru kannski hausarnir af unglings- frænku manns með hafmeyjusporð og pela og mömmu hennar akfeitri maddömu með hvítan blúndukrans og brjóst á við meðalbelju. Þetta var ótrúlegt og auðvitað hlaut maður að spyrja viðkomandi hvernig hefði eiginlega verið í þessu Tívolíi og þá komu sögur af voðaleg- um draugahúsum þar sem maður varð svo hræddur að betra hefði verið að hafa klósettið fast við afturendann, rómantískum smábátasiglinum á yndislegum vötnum þar sem blómin flutu og froskarnir stukku milli risal- aufa, paradísarhjólum svo háum að efst uppi sást næstum í guð þar sem hann sat og gúmmaði í sig skýjamat, snarspíttandi hringekjum sem ringl- uðu hausa og rifu í hár, speglasölum sem breyttu manni í dverg eða risa á svipstundu - og síðast en ekki síst rússibananum sem var alveg voða- lega lífshættulegur ef maður fór ekki eftir reglunum einsog strákurinn sem stóð upp og hvarf og enginn vissi hvar lenti fyrr en löngu, löngu seinna og það var ekki góður staður. Tívolíið var sem sagt eitthvað miklu meira en maður náði að ímynda sér og miklu skemmtilegra og merki- legra en Ali Baba, Ævintýraprinsinn og Töfrateppið sem voru myndirnar sem rúlluðu hverjar um aðra þvera innanum Roy og Trigger í bíóunum sunnudag eftir sunnudag. Ég fór að hugsa um þetta þegar ég skrapp inn í Funlandið á bílastæð- inu við hliðina á Hagkaupum í Holta- görðum; það var ekta ágústnepja og krakkarnir hlupu um í haustvind- inum ofsaglöð að fá þarna tækifæri til að sveifla sér og eyða peningum foreldranna sem húktu við smáhlið og bölvuðu miðaverðinu; þúsund- kallarnir fuku því fokdýrt er drottins orðið - en hvað gerir maður ekki fyr- ir krakka sem hafa bara aldrei séð og upplifað annað eins? Ég nenni ekki að fara að hamast í þessu hráslagalega framtaki en það er vægast sagt meira en lítið dular- fullt. En er ekki annars löngu tíma- bært að við eignumst okkar eigið Tívolí? Hvernig væri að Hanna Birna Kristjánsdóttir hugleiddi það þegar hún tekur við taumunum í borgar- stjórninni og fær tækifæri til að sýna fram á að hægt sé að virkja eitthvað raunverulega jákvætt? Ég er nokkuð viss um að úthugsaður Tívolígarð- ur gleddi alla og fengi jafnvel hina grautfúlu svartnættisdekrara til að brosa út í annað. Ekki veitir af í Bitrunni. Að lokum legg ég til að samið verði sem fyrst við ljósmæður. Hver er konan? „særós Mist Hrannarsdóttir.“ Hvað drífur þig áfram? „Lífi og hamingjan.“ Hver er þinn helsti hæfileiki? „Ég er mjög skapandi og góða að skipuleggja.“ Hvernig verð þú frítímanum? „Ég sauma mikið, hanna föt, teikna, dansa magadans og ég syng líka. svo er ég með vinum mínum þetta klassíska sem unglingar gera.“ Hvenær byrjaðir þú að hanna föt? „fyrir tveimur árum.“ Hvernig kom það til? „Ég var í starfsþjálfun í danmörku sem hönnuður. Þar var mér kennt á saumavélar, hvernig ég ætti að teikna og hanna, þar kveiknaði áhuginn.“ Er mikill undirbúningur að baki tískusýningarinnar? „Ég byrjaði að hanna þessa fatalínu fyrir hálfu ári síðan og ég byrjaði að skipuleggja tískusýninguna fyrir fjórum mánuðum síðan.“ Hvar sérðu þig eftir tíu ár? „Ég veit það ekki. Það getur vel verið að ég verið farin að gera eitthvað allt annað en að hanna þá. Það getur vel verið að ég fari í háskóla í Berlín því ég heillast mikið af Berlín.“ Hvar er hægt að nálgast hönnun þína? „Í fígúru á skólavörðustíg eða á heimasíðunni minni www. myspace.com/saeros_design.“ Hvað ætlarðu að gera annað á Menningarnótt? „Vera með vinum mínum og fara á tónleika til að halda upp á tískusýninguna.“ Hvað er fram undan hjá þér? „Ég er að fara Iðnskólann og ætla að læra fatahönnuð þar. Ég ætla að taka stúdentspróf og sveinsprófið saman.“ Tívolí, tívolí, tívolí! SuSSað á Svavar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson forseti borgarstjórnar þurfti að biðja svavar Halldórsson fréttamann sjónvarps að hafa lægra eftir að svavar hafði komið inn í beina útsendingu og talaði svo hátt að Vilhjálmi fannst það trufla fundarhöld. MYND Dv / SIGTrYGGur Hvað finnst þér um nýjan borgarmeiriHluta? „Ég held að þeir ættu bara að víkja og hleypa nýju fólki að. Leyfa varamönn- unum bara að koma að.“ GuðMuNDur Haukur ÞórSSoN 36 ára rafVIrkI „Þetta er ömurlegt. Maður hefur vissulega skoðanir á borgarlífinu, það þýðir ekkert annað en að láta þetta sig varða.“ óSkar MarkúSSoN 83 ára eLLILÍfeyrIsÞegI „Mér finnst hann ábyrgðarlaus, vegna þess að þeir eru búnir að vera púsla meirihluta eftir meirihluta saman á meðan þeir ættu bara að sleppa þessu.“ SuNNa INGólfSDóTTIr 23 ára neMI „Ég fíla Ólaf f. Magnússon geðveikt vel og það er eftirsjá að honum. annars er almennt geggjuð stemming í borgarstjórninni.“ HIlDur GuNNlauGSDóTTIr 28 ára arkItekt Dómstóll götunnar SæróS MIST HraNNarSDóTTIr sextán ára hönnuður, verður með tískusýningu niður skólavörðustíginn á Menningarnótt. Hún hélt sína fyrstu tískusýningu fyrir ári og byrjaði að hanna fyrir þessa sýningu fyrir hálfu ári. Sextán ára fatahönnuður „Ég hef ekki fylgst með þessu, ég er frá selfossi þannig ég slepp nokkuð ódýrt frá brjálæðinu í borgarstjórnmálunum.“ SIGrTrYGGur BjarTur krISTINS- SoN 33 ára gaMaLL ÞjÓnn kjallari mynDin maður Dagsins vIGDíS GríMSDóTTIr rithöfundur skrifar „Eyða peningum for- eldranna sem húktu við smáhlið og bölvuðu miðaverðinu; þúsund- kallarnir fuku því fok- dýrt er drottins orðið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.