Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 24
föstudagur 22. ágúst 200824 Menning DV Undir Parísarhimni Alliance francaise býður upp á fjölbreytta dagskrá í Iðnó á Menningarnótt undir yfir- skriftinni Undir Parísarhimni: frönsk sönglög, ljóðalestur og dansiball. Klukkan 18 hefst at- riði leik- og söngkonu frá París, Adeline Moreau, en hún flytur ástleitna og kankvísa dagskrá. Tónlist hennar og textar minna á litlar sögur eða leikþætti, sem ýmist eru fyndin eða hugljúf. Klukkan 19 geta þeir sem vilja fengið sér vínglas og hlustað á ljóðrænan spuna leikkonunnar Sólveigar Simha og hörpuleik- arans Marion Herrera í kring- um viðfangsefnið ölvun. Klukk- an 20 upphefst hefðbundið franskt hamónikkudansiball eins og þau gerðust best á fyrri hluta síðustu aldar. Flautað í Viðey Á morgun, laugardag, mun flautuleikarinn Hafdís Vigfús- dóttir flautuleikari fylla Við- eyjarkirkju ljúfum og léttum tónum. Hafdís hefur í sum- ar ferðast um landið í og haldið tónleika í hinum ýmsu kirkjum og er Viðeyj- arkirkja sú síðasta í röð- inni. Siglt er frá Skarfabakka og er áhuga- sömum bent á að taka ferjuna í síðasta lagi klukkan 14.15. Að- gangur á tónleikana er ókeypis og öllum heimill. Gleðjast fyrir opnum tjöldum Útskriftarárgangur Leiklistar- skóla Íslands árið 1978, H-bekk- urinn sem þá hét ætlar að fagna þrjátíu ára útskriftarafmæli sínu fyrir opnum tjöldum á morgun, laugardag. Þau sem útskrifuð- ust þetta vor úr H-bekkn- um í Leik- listarskóla Íslands og standa fyrir þessu 30 ára útskriftaraf- mæli eru Elfa Gísladóttir, Guðbjörg Edda Björgvinsdótt- ir, Guðrún Þórðardóttir, Helga Thorberg, Ingólfur Björn Sig- urðsson, Kolbrún Halldórsdóttir og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir. Útskriftarafmælið mun snúast um minningar bekkjarins frá þessum tíma. Bekkjarfélagarn- ir bjóða gestum að samgleðj- ast þeim á loftinu yfir verslun- inni Kraumi í Aðalstræti 10 kl. 13 – 15. Magnús Geir Þórðarson tók við starfi Borgarleikhússtjóra undir lok síðasta vetrar eftir fjögurra ára farsælt starf sem leikhússtjóri hjá Leikfélagi Ak- ureyrar. Magnús segist frá barnsaldri hafa haft mikinn áhuga á leikhúsi og að lokinni menntaskólagöngu við Menntaskólann í Reykjavík lá leiðin beint út til Bretlands þar sem hann lagði fyrst stund á nám í leikstjórn, síðan á meistaranám í leikhúsfræð- um og síðar lauk hann MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík. Síðan hann tók við starfi Borgar- leikhússtjóra hefur Magnús verið að undirbúa nýtt leikár sem nú er að hefjast. Hann hefur fengið nýtt fólk til liðs við leikhúsið og gert ýmiskonar áherslubreytingar á starfseminni. „Þetta leggst afskaplega vel í mig og er svakalega skemmtilegt. Þetta er að sjálfsögðu mikil áskorun og ég er mjög stoltur af því að vera orðinn hluti af þessari merku sögu Leikfé- lags Reykjavíkur og ég geri mér fulla grein fyrir þeirri ábyrgð sem því fylg- ir. En það er hins vegar bara ótrúlega gaman og algjör forréttindi að fá að stýra þessu einstaka leikhúsi og starfa með því frábæra starfsfólki sem hér starfar,“ segir Magnús og bætir því við að Borgarleikhúsið sé einstaklega vel búið leikhús á alþjóðlegan mæli- kvarða. Aukin áhersla á unga fólkið Hvað áherslubreytingar í starf- semi Borgarleikhússins varðar segir Magnús að þær kristallist helst í verk- efnavali og mönnun þeirra en einn- ig eru nokkrar sem snúa að starfsemi leikhússins almennt. Þar ber fyrst að nefna að tekið verður upp á þeirri nýjung að sýna hvert verk í styttri tíma en áður. „Hvert verk verður sýnt í skemmri tíma og þéttar sem þýðir að starf- semin verður snarpari og dýnamísk- ari. Það verða færri verk í gangi í einu og í skemmri tíma en fyrir vikið verða sýningarnar heitari og fleiri verk komast að yfir leikárið, en það þýðir að áhorfendur verða að vera á tán- um og snöggir til. Annars eiga þeir á hættu að missa af vinsælum sýning- um,“ segir Magnús en alls verða um átján verk sett upp á sviðum Borgar- leikhússins í vetur. „Við ætlum líka að leggja mikla áherslu á að sinna ungu fólki og erum að taka upp nýtt áskriftarkorta- kerfi. Með því getur fólk tryggt sér miða fyrirfram svo það missi ekki af vinsælustu sýningunum og gild- ir kortið á fjórar sýningar að eigin vali. En okkur hefur tekist að fá öfl- ugan samstarfsaðila í lið með okkur en Spron ætlar að niðurgreiða kort- in um helming fyrir alla yngri en 25 ára og námsmenn. Þannig getur ungt fólk skellt sér í leikhús en á bíóverði. Þetta er liður í því að fjarlægja þrösk- ulda svo allir séu velkomnir í leikhús- ið. Ég tel að þetta sé gríðarlega mikil- vægt atriði og við vonumst til að þetta opni dyrnar fyrir nýjan hóp leikhús- gesta.“ Mikil reynsla í hópnum Töluverð endurnýjun hefur orð- ið á starfshóp Borgarleikhússins og segir Magnús skemmtilegt að fylgj- ast með því hvernig reynslan og nýj- ungagirnin innan hópsins kallist á og örvi hvort annað. „Starfsmannahópurinn sem var fyrir í Borgarleikhúsinu var sterkur en við höfum fengið nokkra nýja, mjög öfluga liðsmenn í hópinn. Við erum að fá inn fullt af frábæru nýju fólki sem kemur með djarfar hugmynd- ir og ferskleika en það er líka mikil reynsla í hópnum. Við erum búin að vera með svokallaða vinnudaga í vik- unni þar sem allt starfsfólkið vinnur saman og það er búið að vera frábært að sjá hvernig reynsluboltarnir miðla og veita yngra fólkinu meiri vigt og að sama skapi hvernig unga fólkið er vít- amínsprauta fyrir þá sem eru eldri. Við erum auðvitað alltaf á höttun- um eftir nýjum hæfileikaríkum ein- staklingum og hugmyndum, dirfsku og ferskleika en að sama skapi viljum við hlúa að og nýta reynsluna og alla þá öflugu listamenn sem bæði voru hér fyrir og þá sem við erum að ná aftur inn í húsið.“ Íslenskt leikhús sterkt en oft einsleitt Að Magnúsar mati er íslenskt leik- hús mjög sterkt þó hann viðurkenni fúslega að alltaf megi gera betur. „Ís- lenskt leikhús er mjög sterkt en við stefnum auðvitað alltaf að því að gera betur og gera hér framúrskarandi leikhús á heimsmælikvarða. Það eru mjög sterkir leikarar hérna, leik- stjórar og listrænir stjórnendur. Það er líka mjög mikil fagmennska í ís- lensku leikhúsi og fágaðar sýningar. Hins vegar má kannski segja að vegna smæðar og einangrunar er ís- lenskt leikhús stundum svolítið eins- leitt og við erum svolítið föst í þessum sögulegu verkum þar sem frásagnar- formið er í forgrunni en við erum jú sagnaþjóð sem endurspeglast svo- lítið í verkunum sem sett hafa verið á svið.“ Að þora að vera afgerandi og ólík Það má aftur á móti svo sannar- lega segja að leikveturinn sem fram undan er hjá Borgarleikhúsinu sé Menning Magnús Geir Þórðarson siglir nú inn í sinn fyrsta vetur sem leikhússtjóri Borg- arleikhússins. Hér ræðir hann við Kristu Hall um áherslubreytingar í starfsemi leikhússins, mikilvægi þess að leikhús hreyfi við áhorfandanum og síðast en ekki síst um sýningar vetrarins en alls verða átján verk sett á svið hjá Leikfélagi Reykjavíkur á komandi leikári. Endalausdraumaverk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.