Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 26
Helgarblað DVföstudagur 22. ágúst 200826 HIN HLIÐIN „Ég yrði afburðasmali“ Nafn og aldur? „Ég heiti Eggert og ég er 56 ára.“ Atvinna? „Ég er leikari.“ Hjúskaparstaða? „Ég er kvæntur.“ Fjöldi barna? „Ég á tvö börn.“ Áttu gæludýr? „Já, hana Halldóru.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Ég fór á Bob Dylan.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Nei, ekki nýlega.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „Það er hvíta skyrtan svo ég verði fínn á jólunum.“ Hefur þú farið í megrun? „Nei, ég elska sérhvert gramm.“ Hefur þú tekið þátt í skipu- lögðum mótmælum? „Já, og er stöðugt í óskipu- lögðum prívatmótmælum.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Ég trúi þegar ég tek á því.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Ég iðrast einskis.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Núna hlakka ég mest til jólanna.“ Afrek vikunnar? „Ég bjargaði að minnsta kosti fimm mannslífum með markvissri stefnuljósanotkun.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Ég er með Veðurstofu Íslands á launum.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Já, eins og hjarðsveinn.“ Styður þú ríkisstjórnina? „Það fer eftir því hvað hún aðhefst, hún á ekki stuðning minn vísan.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Að flugvöllurinn fari úr Vatns- mýrinni.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Ég myndi vilja hitta sjálfan mig til að sættast við mig.“ Ertu með tattú? „Ég svara þessu aðeins í gegn- um lögfræðing.“ Hefur þú ort ljóð? „Já, en bara góð.“ Hverjum líkist þú mest? „Ég líkist pabba gamla mest.“ Ertu með einhverja leynda hæfileika? „Ég yrði afburðasmali.“ Af hverju stafar mannkyninu mest hætta? „Því stafar mest hætta af dauðasyndunum sjö.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Garðyrkja er góð í hófi, en vaxtarrækt þarf að banna.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Það eru allir staðir þar sem ég er með sjálfum mér.“ Í kvöld verður sýndur á stöð 2 fyrsti þátturinn Í gamanþáttaröðinni rÍkinu. meðal þeirra sem leika Í þáttunum er hinn góðkunni leikari eggert þorleifsson. dv mynd ásgeir Viltu slást í hópinn? Karlakór Reykjavíkur getur alltaf bætt við sig söngmönnum og nú í haust verða haldin raddpróf fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt. Prófið er ekki flókið þar sem prófað er raddsvið og tónheyrn. Kunnátta í tónlist og nótna- lestri er kostur en alls ekki skilyrði. Ef þú hefur áhuga á að koma í raddpróf skaltu hafa samband með því að senda okkur línu í netfangið kor@karlakorreykjavikur.is fyrir 31. ágúst næstkomandi. Vetrarstarfið Stærsti viðburður á fyrri hluta starfsársins eru árlegir aðventutónleikar í Hallgrímskirkju í desember n.k. Einnig eru ráðgerðar styttri tónleikaferðir innanlands. Eftir áramót snýr kórinn sér að fullum krafti að því að æfa fyrir 83. vortónleika sína sem haldnir verða í Langholtskirkju í apríl 2009. Til viðbótar við þetta kemur kórinn fram við ýmis tækifæri s.s. á árshátíðum fyrirtækja, afmælum og þess háttar. Karlakór Reykjavíkur var stofnaður 1926 og hefur starfað samfleytt síðan. Kórinn býður upp á krefjandi og skemmti- leg viðfangsefni í tónlist og skemmtilegt félagsstarf í góðum félagskap. Kórinn fer til útlanda í söngferðir að jafnaði annað til þriðja hvert ár auk þess að halda tónleika innan- lands. Fastir punktar í starfseminni eru jólatónleikar í Hallgrímskirkju í desember og tónleikar í Langholtskirkju á vorin. Kórinn æfir tvisvar í viku, tvo tíma í senn, og fara æfingar fram í Gerðhömrum, félagsheimili kórsins að Grensásvegi 13 Karlakór Reykjavíkur Gerðhömrum Grensásvegi 13, 108 Reykjavík Pósthólf 8006, 128 Reykjavík www.KarlakorReykjavikur.is STEYPUSÖGUN KJARNABORUN MÚRBROT l l l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.