Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 30
„Ég var að leika mér í fótbolta í lok maí árið 2006 þegar ég fékk hálfgert aðsvif,“ segir Þór- ir Sigmundur Þórisson, þrjátíu og fimm ára Mývetningur um fyrstu einkenni heilakrabba- meinsins sem breyttu lífi hans á svipstundu. „Það byrjaði allt að hringsnúast í höfðinu á mér. Það var þrjátíu og tveggja stiga hiti úti þennan dag og ég var viss um að ég væri að fá sólsting. Ég lagðist niður í grasið í dágóða stund, drakk vatn og andaði djúpt. Svo stóð ég bara upp aftur og hélt að þetta væri búið. Þegar ég kom heim skömmu síðar ætlaði ég að fara að kalla á yngri börnin mín, en mér til mikillar furðu gat ég eng- an veginn munað hvað þau hétu.“ Átti frábæra æsku Þórir Sigmundur Þórisson er fæddur árið 1973 og er alinn upp í Mývatnssveit. Þórir seg- ir lífið þar hafa verið einstaklega gott. „Ég átti frábæra æsku í Mývatnssveit. Ég var í fótbolta í marga klukkutíma á dag, lærði á blokkflautu og hljómborð og gekk í gúmmískóm eins og sann- ir Mývetningar gera. Reyndar ráðlagði tónlistar- kennarinn minn mér að hætta að læra á hljóm- borð. Ekki það að ég hafi verið lélegur, heldur gleymdi ég oft og iðulega að mæta í tímana, því að ég var svo rosalega upptekinn við að leika mér í fótbolta. Lífið var einfalt á þessum tíma.“ Þórir segist hafa verið fyrirmyndarungling- ur sem stundaði íþróttir af kappi og sinnti námi sínu vel. „Ég var alltaf á kafi í fótbolta en æfði líka sund og frjálsar, einnig var ég býsna liðtækur í spjótkasti. Svo keppti ég líka í glímu með ágætis- árangri eins og sönnum Mývetningi sæmir. Eft- ir að ég byrjaði í Framhaldsskólanum á Laug- um komst ég hins vegar að því að það voru til fleiri boltaíþróttir en fótbolti. Þá fór ég líka að stunda blak, körfubolta og handbolta. Ég held að ég hafi bara æft allar íþróttir sem ég komst í, til að fá að vera sem mest í íþróttahúsinu. Ég var nokkuð liðtækur í öllum þeim íþróttum sem ég lagði stund á. Það lá einhvern veginn allt fyrir mér,“ segir Þórir sem þrátt fyrir áhugamálin gaf sér tíma fyrir lærdóminn. „Ég hef alltaf hafa átt mjög auðvelt með að læra. Mér fannst mjög gaman í skóla og þótti gaman að læra. Ég fékk yfirleitt mjög háar ein- kunnir í grunnskóla. Þegar ég kom í framhalds- skóla fóru einkunnirnar hins vegar lækkandi, ekki vegna þess að mér fyndist námið erfiðara, heldur vegna þess hve margar íþróttir ég stund- aði. Svo var ég farinn að hlaupa á eftir stelpum, og þá nennti ég ekki að stunda námið jafn vel.“ Móðurmissir Framan af var Þórir sem sagt ósköp venju- legur, orkumikill drengur sem naut lífsins. Árið 1993, rétt fyrir tvítugsafmælisdaginn hans, urðu kaflaskipti í lífi þessa unga Mývetnings þeg- ar móðir hans lést úr krabbameini. „Hún hafði fengið brjóstakrabbamein nokkrum árum áður. Þá var annað brjóst hennar fjarlægt. Hún var orðin býsna frísk eftir það en svo tók krabba- meinið sig upp aftur og með slíkum ofsa að ekki var við það ráðið.“ Faðir hans lést áður en Þórir kom í heiminn, aðeins tuttugu og þriggja ára að aldri. „Pabba minn fékk ég því miður aldrei að sjá en mamma giftist fljótt aftur þannig að fósturpabba minn kallaði ég aldrei neitt annað en „pabba“. Ég á tvo bræður sem eru samkvæmt bókinni hálfbræður mínir, en ég hef alltaf litið á þá sem albræður og ég held að það sé gagnkvæmt.“ Hálfu ári eftir að móðir bræðranna lést ákváðu feðgarnir að flytja til Selfoss og hefja þar nýtt líf. Ekki leið þó á löngu þar til annað áfall reið yfir fjölskylduna. „Pabbi fékk hjartaáfall einn góðan veðurdag með þeim afleiðingum að hann lést. Hann hafði alltaf verið mjög heilsu- hraustur þannig að þetta var gríðarlegt áfall. Ég var því tuttugu og eins árs og bræður mínir átján og fjórtán ára þegar við vorum búnir að missa báða foreldra okkar.“ Mikið hlegið þrátt fyrir allt Þórir segist hafa dregið sig inn í skel eft- ir fráfall föður síns. „Ég held ég hafi byrjað að virka mjög lokaður og sjálfsagt hálfleiðinlegur á þá sem ekki þekktu mig. Mér fannst allt í einu óþægilegt að umgangast ókunnugt fólk.“ Hann stundaði nám við Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni á þessum tíma og var nýbyrjaður að búa með núverandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Erlu Gísladóttur bútasaumshönnuði. „Hún átti strák frá fyrra sambandi, Atla, sem var þá aðeins tveggja ára gamall. Ég held að það hafi hjálpað mér heilmikið að hafa þau hjá mér til að halla höfði mínu upp að. Að vera með barn á heim- ilinu var frábært, það leiddi hugann í átt frá áhyggjum. Þannig að það var þrátt fyrir allt mik- ið hlegið á heimilinu,“ segir Þórir sem virðist eiga auðvelt með að sjá jákvæðu hliðarnar á lífinu. „Það var svolítið skrýtið að vera rétt rúmlega tvítugur og eiga allt í einu að sjá um tvo yngri bræður sína. Við Guðrún vissum í raun og veru ekkert hvernig við áttum að takast á við það, en við gerðum okkar besta. Við hefðum sjálfsagt getað gert betur, en miðað við aðstæður held ég að þetta hafi gengið ágætlega. Ég held að það sé mjög erfitt að vinna sig út úr foreldramissi, sérstaklega þegar foreldrar deyja fyrir aldur fram. Ég er ekki viss um að maður geti nokkurn tímann unnið úr því að fullu. Þetta er bara eitt af því sem maður verður að takast á við í lífinu. Maður lærir bara smátt og smátt að lifa með staðreyndunum og gera sér grein fyrir því að lífið er breytt. Síðan er ekki um annað að ræða en að halda áfram að lifa lífinu.“ Fjölgun í fjölskyldunni Árið 2000 varð fjölgun í fjölskyldunni þegar Þórir og Guðrún eignuðust soninn Gísla Fan- nar og aðeins átján mánuðum síðar fæddist svo dóttir þeirra, Svana Björk. Það var því nóg að gera hjá hjónunum ungu en ásamt því að ala upp þrjú börn ráku þau líkamsræktarstöðina Styrk á Selfossi. „Einhverra hluta vegna hafði ég ákveðið frá upphafi að ég ætlaði að reka líkamsræktarstöð- ina í sjö ár. Árið 2003, þegar þau tímamót voru í nánd, vorum við því farin að opna augun og eyr- un fyrir hugsanlegum breytingum í lífinu. Mig langaði að fara í meira nám sem væri viðskipta- tengt og Guðrún vildi bæta möguleika sína sem hönnuður í bútasaumsheiminum. Við ákváðum því að freista gæfunnar og flytjast til Bandaríkj- anna.“ Um haustið sama ár flutti fjölskyldan til Minnesotafylkis og kom sér vel fyrir í úthverfi Minneapolis sem heitir Chanhassen. Þórir hóf nám í viðskiptafræði við Minne- sota School of Business og gekk það nám eins og í sögu. Því til staðfestingar kláraði Þórir BS- nám í viðskiptafræði á tuttugu og einum mán- uði en það nám tekur venjulega fjögur ár. „Það gerði ég með því að taka eins mikið af áföngum í einu og ég mögulega gat ásamt því að stunda skólann yfir sumartímann. Svo fór líka gamla keppnisskapið á fullt og ég fékk hæstu mögu- lega einkunn í öllum áföngum sem ég tók, nema einum. Að þessu loknu vildi ég halda áfram og tak- ast á við MBA-nám, sem er meistaranám í við- skiptafræði. Ég sótti um í skóla sem heitir Uni- versity of St. Thomas, fékk þar inngöngu og átti að hefja nám í september árið 2006.“ Heilaæxli á stærð við egg Eftir að hafa rætt fortíðina, lífið og tilveruna, beini ég á ný samtalinu að veikindum Þóris sem er einmitt ástæðan fyrir þessu spjalli okkar. Ég bið Þóri að halda áfram að lýsa deginum sem krabbameinið lét fyrst á sér kræla. „Eftir að ég kom heim þennan heita dag í maí og gat ekki sagt nöfn barnanna minna settist ég fyrir framan tölvu og komst að því að ég gat ekki lesið. Guðrún hafði miklar áhyggjur af þessu og vildi fara með mig á bráðamóttökuna hið snarasta. Ég var bara eins og sannur karlmaður og harðneitaði því, og sagði að þetta hlyti að fara að lagast. Á endanum náði hún þó að draga mig á sjúkrahúsið.“ Þór- ir var strax sendur í ýmiss konar rannsóknir og heilamyndatökur. „Að þeim loknum var okkur tilkynnt að ég væri með heilaæxli á stærð við egg í vinstra heilahvelinu.“ Þar var stax fyrirséð að það þyrfti að reyna að fjarlægja æxlið sem allra fyrst. „Ég fór í tvær heilaaðgerðir með tveggja vikna millibili. Upp- haflega átti þetta að sjálfsögðu bara að vera ein aðgerð, en í fyrri aðgerðinni náðist eingöngu að fjarlægja um sjötíu prósent æxlisins. Eftir þá að- gerð komust læknarnir líka að því að æxlið var illkynja sem þýddi að um krabbameinsfrumur var að ræða.“ Eftir fyrri aðgerðina fékk Þórir hvert floga- kastið á fætur öðru sem benti til þess að ekki væri allt með felldu. „Flogaköstin lýstu sér þannig að það lokaðist fyrir málstöðvarnar hjá mér og ég gat ekki talað. Þetta voru því ekki krampaflog.“ Flogin stóðu yfir í um það bil hálftíma í senn og gat Þórir lítið annað gert en að bíða þolinmóður á meðan þau liðu hjá. Í seinni aðgerðinni var allt sýnilegt krabbamein fjarlægt. Afneitunin vék fyrir keppnisandanum En hvað fór í gegnum huga unga og hrausta Mývetningsins eftir að hafa hlotið þennan þunga dóm? „Á meðan á öllu þessu stóð var í gangi heimsmeistarakeppnin í fótbolta. Ég skemmti mér því hið besta á sjúkrahúsinu, gat horft á alla leikina í sjónvarpinu. Það gerði nú lífið töluvert auðveldara og hjálpaði mér að ýta frá mér áhyggjunum upp að vissu marki,“ segir Þórir sem lætur þetta hljóma eins og hann hafi skroppið til tannlæknis. „Eftir á að hyggja vil ég nú kalla þetta algjöra afneitun sem ég held að allir í mínum sporum gangi í gegnum að ein- hverju leyti. Það var ekki fyrr en ég var kominn heim og byrjaður að jafna mig eftir aðgerðirnar sem þetta fór að síast inn hjá mér. Það tók okkur dágóðan tíma að vinna okkur í gegnum þetta,“ segir Þórir þungur á brún. Þórir segir góðan grunn úr íþróttunum hafa hjálpað sér mikið eftir aðgerðina, bæði líkam- lega og andlega. „Ég held að ég búi vel að því að hafa verið svona mikið í íþróttum. Ég hef slitið hásin, ökklaliðbönd og átt í alls konar meiðsl- um í gegnum árin í fótboltanum. Þar af leiðandi þekki ég það ferli sem maður gengur í gegn- um þegar maður þarf að byggja sig upp eftir meiðsli. Ég held að ég hafi ómeðvitað litið á þetta heilakrabbamein sem eitthvað svipað. Það kom bara upp gamli góði keppnisandinn og metnað- ur um að standa sig. Ég veit að það er líka mjög mikilægt að vera í góðu líkamlegu formi til að halda andlegri heilsu og smátt og smátt þegar ég fór að geta æft eftir aðgerðirnar fann ég mikinn mun á sjálfum mér og hugarfarinu. Það er miklu betra að láta læknana hafa áhyggjur af krabba- meininu og nota sinn eigin tíma til að njóta lífs- ins. Lífið er allt of stutt til þess að eyða því í von- leysi eða áhyggjur.“ Krabbameinið kemur aftur Aðspurður um batahorfurnar bendir Þórir á þá staðreynd að heilakrabbamein er ólæknandi sjúkdómur. „Þó svo að æxlið hafi verið fjarlægt eins og hægt var verða alltaf einhverjar frumur eft- ir því ekki er hægt að gera róttækar aðgerðir í heilanum eins og hægt er þegar um önnur líf- færi er að ræða. Æxli eins og mitt er upprunn- ið í heilafrumunum og er marggreinótt þannig að það vefur sig um heilbrigðan heilavef. Því er eiginlega vonlaust fyrir lækna að segja til um einhverjar áætlaðar batahorfur. Oft tala læknar um það sem þeir telja líklegast varðandi bata- horfur. En það er bara svipað og þegar veður- fræðingarnir eru að spá fyrir um veðrið á morg- un. Stundum stenst það og stundum stenst það engan veginn.“ Þórir og Guðrún ákváðu strax að horfa ekki á hvað líkurnar segja til um hve mörg ár krabba- meinssjúklingur eigi að geta lifað. „Líkur gefa mjög óraunhæfa mynd þar sem fólk á öllum aldri og í allavega líkamlegu ástandi er tekið fyrir og þannig er fengið meðaltal. Ég er enginn venjulegur krabbameinssjúklingur,“ segir Þórir ákveðinn og ég get ekki annað en trúað honum, svo sannfærandi er hann. „Ég er ungur, frískur og með mikinn baráttu- anda og því tökum við það ekki í mál að hlusta á einhver meðaltöl. Ég var mjög ánægður með að mínir læknar voru aldrei tilbúnir að segja mér hvað ég ætti mörg ár eftir, sem ég hef því miður heyrt af læknum annarra krabbameins- sjúklinga. Þeir voru raunhæfir og sögðu mér að krabbameinið kæmi aftur, en hvort það verður eftir tvö, fimm, eða tíu ár verður bara að koma í ljós. Og hver veit, kannski verður loksins búið að finna lækningu við þessum sjúkdómi þegar að því kemur.“ Álag á fjölskyduna Þrátt fyrir baráttuanda Þóris og jákvætt hug- arfar hlýtur að hafa verið erfitt fyrir fjölskyld- una að horfa upp á hann í þessu ástandi. „Yngri börnin urðu smeyk þegar þau sáu mig á sjúkra- húsinu, en þar sem þau voru svo ung var okkur ráðlagt að útskýra þetta ekki fyrir þeim í smáat- riðum. Fyrir þeim var ég bara „með yucky stuff í höfðinu“. Þetta var svolítið erfiðara fyrir Atla þar sem hann var á þeim erfiða aldri þrettán ára og skildi hvað var að gerast, en við ákváðum strax að leyna hann engu og hafa hann með í öllum ráðum. Þetta hafði samt langmestu áhrifin á Guð- rúnu. Allt hennar líf umturnaðist og allur henn- ar tími fór í að hugsa um mig. Hún var hjá mér allan daginn, alla daga á sjúkrahúsinu þegar ég var þar og þurfti svo í raun að sjá um mig eins og ungbarn þegar ég var kominn heim. Fyrir utan það þurfti hún að halda heimilinu gangandi, sjá um krakkana og tala við þá, reyna að halda vinnunni gangandi, auk þess sem hún sá um að koma fréttum og upplýsingum til allra ættingja og vina á Íslandi. Þannig að þetta var gríðarlegt álag á hana.“ Lærði að lesa aftur Eftir seinni aðgerðina hætti Þórir að fá floga- köst en þurfti samt sem áður að glíma við ýmsa aðra fylgikvilla. „Seinni aðgerðin var mjög rót- tæk og vegna hennar gat ég ekkert lesið og margföldunartaflan og öll stærðfræði var farin. Ég var mjög lengi að finna réttu orðin og þegar ég var að tala við Guðrúnu var eins og við vær- um í Actionary, því að hún var alltaf að reyna að giska á hvað ég væri að reyna að segja. Það var rosalega fyndið. Ég gat ekki sagt hvað klukkan var þegar ég leit á skífuklukku, mundi ekki nöfn- in á sortunum þegar ég var að spila, svo fátt eitt sé nefnt.“ Þórir léttist um tæp tuttugu kíló á stuttum tíma, svaf mestallan daginn og var algjörlega út- haldslaus. Hann rifjar upp göngutúr sem hann fór í aðeins þremur dögum eftir aðgerðina. „Ég gekk frá húsinu mínu um það bil þrjátíu metra vegalengd, þá var ég orðinn þreyttur og gekk til baka. Eftir þetta var ég svo þrekaður að ég fór inn og steinsvaf í þrjá klukkutíma.“ Sex vikum eftir seinni aðgerðina fór Þórir í sína fyrstu eftirskoðun og var þá gerð segulóm- un. Skoðunin kom vel út og var honum ráðlagt að hefja iðjuþjálfun og talþjálfun. Þórir sem er ekki þekktur fyrir að sitja auðum höndum tók ráð læknanna alvarlega og fór daglega í þjálfun. „Í byrjun var ég settur í stöðupróf og svo var stað- an endurmetin eftir hvert fjögurra vikna tímabil. Til dæmis var ég látinn telja aftur á bak frá tut- tugu og niður í núll. Í byrjun tók það mig tuttugu og átta sekúndur og ég gleymdi tveimur tölum. Mánuði síðar tók þetta mig aðeins sex sekúndur, og það villulaust,“ segir Þórir stoltur. Mestur tími fór í að æfa lesturinn. „Það gekk nú lítið sem ekkert í byrjun og tók það mig heilar fimmtán mínútur að komast í gegnum tuttugu og fimm línur. Þetta fór því allt saman batnandi og það var í raun ótrúlega merkileg lífsreynsla að fá að læra að lesa aftur.“ Hraður bati „Í iðjuþjálfuninni var meira farið í að endur- vekja stærðfræðina og tengja saman alls konar hluti, svona eins og gert er í fyrsta bekk í grunn- skóla. Það fannst mér rosalega gaman. Stærð- fræðin og margföldunartaflan fóru smátt og smátt að rifjast upp fyrir mér aftur. Fyrstu dæmin sem ég fékk voru að leggja saman tvær tölur. Það er mesta furða hvað svona einföld dæmi eru erf- föstudagur 22. ágúst 200830 Helgarblað DV „Það var svolítið skrýtið að vera rétt rúmlega tvítugur og eiga allt í einu að sjá um tvo yngri bræð- ur sína. Við Guðrún vissum í raun og veru ekkert hvernig við áttum að takast á við það, en við gerðum okkar besta.“ Gengur vel guðrún Erla gísladóttir, eiginkona Þóris, hefur átt góðu gengi að fagna sem bútasaumshönnuður í Bandaríkjunum. Ríkidæmið Börn þeirra Þóris og guðrúnar. svana Björk, gísli fannar og atli. Þreytt feðgin Þórir með dóttur sína svönu í fanginu. Sannur Íslendingur Þórir nýkominn úr aðgerð með malt og sportlakkrís í hendi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.