Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 42
Ættfræði DVFöstudagur 22. ágúst 200842 Halldór fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1959, hóf nám í lögfræði við HÍ, lauk upphafsprófum en hætti síðan námi. Halldór vann við hvalskurð í hval- veiðistöðinni í Hvalfirði á fimmtán vertíðum 1954-74, var kennari við Réttarholtsskólann, Gagnfræðaskól- ann á Akureyri, MA, Lindargötuskóla og Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1959-71, var blaðamaður við Morg- unblaðið 1961-63, 1967-68, 1971- 72, og 1978-79, erindreki Sjálfstæð- isflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra 1963-67 og vann á endurskoð- unarskrifstofu Björns Steffensen og Ara Ó. Thorlacius á Akureyri 1976-78. Halldór var vþm. Sjálfstæðis- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra 1971-79, alþm. kjördæmis- ins frá 1979-2003 og Norðausturkjör- dæmis frá 2003, var landbúnaðar- og samgönguráðherra 1991-95, sam- gönguráðherra 1995-99, forseti Al- þingis 1999-2005 og formaður utan- ríkismálanefndar frá 2005. Halldór var formaður Varðar, FUS á Akureyri, Sjálfstæðisfélags Akureyr- ar, SUS á Norðurlandi og kjördæm- isráðs sjálfstæðisfélaganna í Norður- landskjördæmi eystra, sat í stjórn SUS 1965-71, í miðstjórn Sjálfstæðisflokks- ins 1973-79 og frá 1991 og var formað- ur Félags framhaldsskólakennara í Norðurlandskjördæmi eystra. Halldór var yfirskoðunarmaður ríkisreikninga 1976-87, sat í úthlut- unarnefnd listamannalauna 1978-87, í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkis- ins, síðar Byggðastofnunar, 1983-91, í stjórn Slippstöðvarinnar hf 1984-89, í bankaráði Búnaðarbanka Íslands 1985-91, sat allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna og þing Alþjóðaþing- mannasambandsins 1983 og þing Evrópuráðsins 1984-86, var formað- ur nefndar um háskólakennslu á Ak- ureyri og hefur setið í fjölda annarra nefnda. Fjölskylda Halldór kvæntist 16.4. 1960 Renötu Brynju Kristjánsdóttur, f. 31.10. 1938, d. 3.6. 1982. Þau skildu 1967. Hún var dóttir Kristjáns P. Guðmundssonar, f. 8.3. 1913, d. 6.12. 1991, forstjóra og út- gerðarmanns á Akureyri, og k.h., Úr- súlu Beate Guðmundsson, f. Pierney 4.12. 1915, húsmóður. Dætur Halldórs Renötu eru Ragn- hildur, f. 21.9. 1960, bókasafnsfræð- ingur á Breiðuvík en maður hennar er Víðir Herbertsson útgerðarmaður; Kristjana Stella, f. 28.12. 1964, upp- eldisfræðingur en sambýlismaður hennar er Úlfar Hauksson aðjunkt. Halldór kvæntist 27.12. 1969, Kristrúnu Eymundsdóttur, f. 4.1. 1936, kennara. Hún er dóttir Eym- undar Magnússonar, f. 21.4. 1893, d. 13.1. 1977, skipstjóra í Reykjavík, og k.h., Þóru Árnadóttur, f. 28.2. 1903, húsmóður. Sonur Halldórs og Kristrúnar er Pétur, f. 6.12. 1971, blaðamaður en kona hans er Anna Sigríður Arnar- dóttir lögfræðingur. Synir Kristrúnar og fóstursynir Halldórs eru Eymundur Matthíasson Kjeld, f. 1.2. 1961, eðlis- og stærðfræð- ingur; Þórir Bjarki Matthíasson Kjeld, f. 20.11. 1965. Systkini Halldórs: Benedikt, f. 11.1. 1935, d. 22.4. 1991, hæstaréttar- dómari; Kristín, f. 5.10. 1944, d. 11.12. 1992, kennari; Haraldur, f. 6.7. 1946, d. 2004; hrl.; Ragnhildur, f. 10.2. 1949, bókasafnsfræðingur. Foreldrar Halldórs voru Lárus Þórarinn Haraldsson Blöndal, f. 4.11. 1905, alþingisbókavörður í Reykja- vík, og k.h., Kristjana Benediktsdótt- ir, f. 10.2. 1910, d. 17.3. 1955, húsmóð- ir. Fósturmóðir Halldórs var Margrét Ólafsdóttir, f. 4.11. 1910, d. 7.6. 1982, húsmóðir. Ætt Lárus var sonur Haralds Blöndal ljósmyndara, bróður Jósefínu, móð- ur Lárusar Jóhannessonar alþm. og ættfræðings, og móðir Önnu, móð- ur Matthíasar Johannesen, skálds og fyrrv. ritstjóra. Annar bróðir Haralds var Jósep, afi Péturs Blönda alþm. Haraldur var sonur Lárusar Blön- dal, amtmanns og alþm. á Kornsá, bróður Sigríðar, móður Magnúsar Th Blöndal alþm. og Björns Sigfússonar alþm. Lárus var sonur Björns, sýslu- manns í Hvammi, alþm. og ættföður Blöndalsættar Auðunssonar. Móð- ir Haralds var Kristín Ásgeirsdóttir, b. á Lambastöðum, bróður Jakobs, langafa Vigdísar Finnbogadóttur. Ás- geir var sonur Finnboga, verslunar- manns í Reykjavík Björnssonar, og Arndísar Teitsdóttur, vefara Sveins- sonar. Móðir Kristínar var Sigríður, systir Þuríðar, langömmu Vigdísar Finnbogadóttur. Hálfsystir Sigríðar var Rannveig, langamma Þórunnar, móður Gylfa Þ. Gíslasonar ráðherra, föður Vilmundar ráðherra, Þorsteins heimspekings og Þorvalds prófess- ors. Sigríður var dóttir Þorvalds, pr. Í Holti Böðvarssonar, pr. Í Holtaþing- um, bróður Ögmundar, afa Tómasar Sæmundssonar Fjölnismanns, lang- afa Þórhildar, móður Páls og Sigurð- ar Líndal. Böðvar var sonur Presta- Högna, prófasts á Breiðabólstað Sigurðssonar. Móðir Lárusar var Margrét, syst- ir Sigríðar, ömmu Styrmis Gunnars- sonar, fyrrv. rirstjóra. Bróðir Margrét- ar var Halldór, afi Kára Stefánssonar hjá Íslenskri erfðagreiningu. Margrét var dóttir Auðuns, b. á Svarthamri Hermannssonar, b. á Vífilsmýrum Jónssonar. Kristjana var systir Péturs, alþm. og bankastjóra, föður Guðrúnar for- stöðumanns og Ólafar heitinnar dómstjóra; systir Bjarna forsætisráð- herra, föður Björns dómsmálaráð- herra og Valgerðar vþm.; systir Sveins framkvæmdastjóra, föður Benedikts hrl, föður Bjarna alþm.; og systir Ólafar menntaskólakennara, móður Guðrúnar heitinnar Guðjónsdóttur kennara. Kristjana var dóttir Bene- dikts, alþm. Sveinssonar, gestgjafa á Húsavík, bróður Björns, afa Guð- mundar Benediktssonar ráðuneyt- isstjóra. Sveinn var sonur Magnúsar, snikkara á Víkingavatni Gottskálks- sonar, bróður Guðmundar, afa Jóns Trausta. Móðir Sveins var Ólöf, syst- ir Þórarins, afa Þóarins Björnssonar skólameistara. Móðir Kristjönu var Guðrún, hálf- systir Kristínar, móður Ragnhildar Helgadóttur, fyrrv. ráðherra. Guð- rún var dóttir Péturs, b. í Engey Krist- inssonar. Móðir Péturs var Guðrún, systir Guðfinnu, ömmu Bjarna Jóns- sonar vígslubiskup. 70 ára á sunnudag: Halldór Blöndal Fyrrv. ráðherra og Forseti alþingis Ættfræði umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson kgk@dv.is Kjartan gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. lesendur geta sent inn tilkynningar um stóraf- mæli á netfangið kgk@dv.is Jenna Jensdóttir rithöfundur (hress og kát) Nemendur mínir Á sólríku sumri er ljúft að láta hugann reika til ykkar sem stráðuð birtu og yl í myrkri og kulda langa vetrardaga. Breyttuð frostrósum Í fögur blóm æsku og góðvildar funduð vegi glaðværðar og fögnuð í óræði daganna. Gáfuð kennara ykkar meira af visku og fegurð en hann megnaði að veita ykkur. Helsingör 24. júní 1984, Jenna Jensdóttir sigurlaug Vilhjálmsdóttir dagmóðir og tannsmiður Sigurlaug fæddist á Akranesi en ólst upp á Álftanesi og í Garðabæ. Hún var í Álftanesskóla en var auk þess búsett í Hollandi í þrjú ár og var þar í enskum skóla. Hún var síðan í Garðaskóla, lauk stúdentsprófi frá Fjölbraut í Garðabæ, stundaði nám við Tann- smíðaskóla Íslands og lauk þaðan prófum 2004. Þá lauk hún nám- skeiði sem dagmóðir 2007. Sigurlaug vann í fjögur sum- ur hjá Myllunni á námsárunum, starfaði auk þess á pitsustað, var starfsmaður Securitas, var tann- smiður á árunum 2004-2005 en hefur verið dagmóðir frá í fyrra. Fjölskylda Eiginmaður Sigur- laugar er Ólafur Hauk- ur Ólafsson, f. 9.4. 1975, blikksmiður. Dóttir Sigurlaug- ar og Ólafs Hauks er Guðrún Fjóla, f. 16.10. 2005. Bróðir Sigurlaugar er Snorri Vilhjálmsson, f. 16.7. 1980, golfvallar- arkitekt í Austurríki. Foreldrar Sigurlaug- ar eru Vilhjálmur Þór Guðmundsson, f. 23.5. 1954, kvikmyndagerðarmaður, og Guðrún Jónsdóttir, f. 18.8. 1955, læknaritari. Sigurlaug verður með afmæl- ispartí á föstudagskvöldið. Áslaug sólbJört Jensdóttir fyrrv. húsfreyja á Núpi í Dýrafirði Áslaug fæddist á Læk í Dýrafirði en ólst upp að Minni-Garði. Hún varð ung húsfreyja að Núpi í Dýrafirði sem var alla tíð umsvifamikið menningarheimili. Áslaug gegndi ýms- um trúnaðarstörfum, var einn af stofnendum og lengi formaður Kven- félags Mýrarhrepps, var varaformaður Sam- bands vestfirskra kvenna, fræðslufulltrúi Kaupfélags Dýrfirð- inga og var fyrsta konan á fram- boðslista Framsóknarflokksins í Vestfjarðarkjördæmi. Þess má geta að símstöð Núpsskóla var alla tíð á heimili þeirra hjóna. Árið 2000 kom út eftir Ás- laugu, bókin Hvíslandi situr í blænum, ljóð, sögur og greinar. Áslaug á enn lögheimili að Núpi og dvelur þar oft á sumrin. Fjölskylda Eiginmaður Áslaugar var Valdimar Kristinsson, f. 4.1. 1904, d. 1.9. 2003, skipstjóri, oddviti og bóndi á Núpi í Dýra- firði. Foreldrar hans voru Krist- inn Guðlaugsson á Núpi, og Rakel Jónasdóttir húsfreyja. Börn Áslaugar og Valdimars eru Ásta, f. 20.3. 1942, ekkja eftir Hannes N. Magnússon; Gunn- hildur, f. 9.12. 1943; Rakel, f. 24.5. 1946, en maður hennar er Sigurður Björnsson; Hólm- fríður, f. 22.11. 1947, gift Birgi Sigurjónssyni; Kristinn, f. 28.9. 1949, kvæntur Guðrúnu Ínu Ívarsdóttur; Jensína, f. 16.11. 1952, gift Georg Janussyni; Ólöf Guðný, f. 21.9. 1954; Sigríður Jónína, f. 19.4. 1956; Viktoría, f. 9.11. 1957, gift Diðriki Eiríkssyni. Áslaug á tuttugu og fimm ömmubörn og tuttugu og sex lang- ömmubörn. Systkini Áslaugar: Jón Óskar, f. 3.10. 1916, d. 16.11. 1980, bóndi; Jenna, f. 24.8. 1918, rit- höfundur og kennari; Sigríður, f. 8.11. 1922, húsmóð- ir; Gabríel Kristmann Hilmar, f. 17.4. 1924, d. 16.2. 1991; Kristján Svavar, f. 3.2. 1931, d. 26.9. 2002, bílstjóri; Soffía, f. 29.6. 1935, hjúkrunarfræðingur. Foreldrar Áslaugar voru Jens Guðmundur Jónsson, f. 6.9. 1890, d. 15.12. 1976, bóndi og kennari á Minni-Garði í Dýra- firði, og k.h., Ásta Sóllilja Kristj- ánsdóttir, f. 6.1. 1892, d. 26.2. 1936, húsfreyja. Ætt Jens Guðmundur var son- ur Jóns Jakobs Gabríelsson- ar, bónda á Gerðhömrum og Fjallaskaga í Mýrarhreppi, síð- ast á Flateyri, og k.h. Jensínu Jensdóttur frá Veðrará innri í Mosvallahreppi. Ásta Sóllilja var dóttir Kristj- áns Jónssonar, bónda í Neðri- Breiðdal, og k.h. Sólbjartar Jónsdóttur frá Neðri-Breiðdal í Flateyrarhreppi. Áslaug ver deginum í faðmi fjölskyldunnar. 90 ára á sunnudag 90 ára á laugardag 30 ára á föstudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.