Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 46
föstudagur 22. ágúst 200846 Ferðir DV Á ferðinni Myndavélin Með í ferðalagið Myndavélin er eitt af því sem ætti ekki að gleymast þegar farið er í ferðalag, hvort sem ferðast er innanlands eða utan. allir vilja eiga góðar minningar eftir ferðalagið og því er ekki gaman ef myndavélin gleymist heima. festu ferðalagið á filmu og upplifðu ferðina aftur með myndunum mörgum árum seinna.uMsjón: Berglind Bjarnadóttir berglindb@dv.is Mikil upplifun að sjá kastró Hanna lára Baldvinsdóttir fór út til Gvatemala til að vinna sjálfboðastarf í skóla. Harpa lind systir hennar fór með henni út og vann á heimili fyrir HIV-smituð börn. Systurnar ferðuðust mikið ásamt tveimur íslenskum stelpum sem þær kynntust. Hanna Lára telur að þegar fólk fer til annarra landa að upplifa eitthvað nýtt læri það að meta mun betur það sem það á heima á Íslandi. „Ég fór í guðfræði í HÍ í eitt ár og kynntist þar stelpu sem hafði farið til Gvatemala að vinna sjálf- boðastarf. Alltaf þegar hún tal- aði um þennan tíma úti varð hún dreymin á svip og sögurnar henn- ar þaðan voru allar svo spennandi og skemmtilegar og þannig fékk ég strax áhuga á að fara þangað út,“ segir Hanna Lára Baldvinsdóttir en hún fór út á vegum Stúdenta- ferða til Gvatemala í janúar 2005. Systir Hönnu Láru, Heiða Lind, ætlaði á sama tíma út til Kosta Ríka en ákvað að fara með henni til Gvatemala. „Ég sannfærði hana um að koma frekar með mér til Gvatemala og sér hún ekki eftir því í dag. Í Gvatemala bjuggum við hjá yndislegri fjölskyldu, ömmu, mömmu og tveimur börnum og svo gátu verið allt að sex stúdentar sem bjuggu þar á sama tíma,“ segir Hanna Lára. læra spænsku og kynnast fólki „Við byrjuðum á því að læra spænsku í nokkrar vikur, kynnt- umst fullt af fólki frá hinum ýmsu löndum og ferðuðumst um og skemmtum okkur með þeim,“ seg- ir Hanna Lára. Systurnar Hanna Lára og Heiða Lind kynntust tveimur íslenskum stelpum, Unni Lilju og Mörtu, og ferðuðust þær saman um Gvate- mala og til fleiri landa. „Við fór- um til dæmis til Tíkal og klifruðum upp pýramídana þar sem Survivor - Gvatemala var svo haldið haust- ið sem við komum heim,“ segir Hanna Lára. Stúlkurnar fóru til Hondúr- as og hittu þar ungan mann sem hafði verið skiptinemi á Íslandi fyrir þrettán árum. „Hann hafði ekki talað íslensku í öll þessi ár en þegar hann vissi að við værum frá Íslandi stökk hann hæð sína í loft upp af gleði og fór að romsa út úr sér öllum íslensku orðun- um sem hann kunni og fyrst kom „haltu kjafti aumingi“ og hann hló og hló. Hann kunni einnig að telja upp á tíu og sagðist enn eiga ka- settu með Sálinni hans Jóns míns og hefði hitt Bubba Morthens einu sinni,“ segir Hanna Lára. Vinkonurnar nutu góðs af því að hitta hann og vildi hann helst ekki sleppa þeim á meðan þær voru í Hondúras. „Hann bauð okk- ur í mat og bíltúr til að sýna okkur staðinn. Við fórum síðan í heim- sókn til hans og þar fengum við að skoða þrettán ára gamlar mynd- ir frá því hann var á Íslandi,“ seg- ir Hanna Lára ánægð að rifjar upp sögurnar. Mikil upplifun að sjá Kastró Hanna segir að besta og eft- iminnilegasta ferðin hafi án efa verið þegar þær fóru til Kúbu. „Við fórum fjórar vinkonurnar í nokkra daga. Við gistum hjá fjölskyldu í Havana því við vildum upplifa kúbverska stemningu alveg beint í æð. Við bjuggum hjá yndislegu fólki sem fræddi okkur um bylt- inguna, hvernig hafði verið áður og hvað hefði breyst. Við vorum í Havana á byltingardaginn 1. maí og fórum eldsnemma út með fjöl- skyldunni til að hlusta á ræður í von um að sjá og heyra í Kastró og auðvitað sáum við kallinn,“ segir Hanna Lára. Hanna Lára sagði að sú upp- lifun að vera á byltingartorginu í Havana hafi verið alveg stórkost- legt. Það hafi verið einstök til- finning að sjá Kastró tala, fá að sjá hann og sjá hvað fólkið dýrkar hann mikið. „Við fórum svo á rúnt í Havana á bleikum Dod- ge frá árinu 1949. Það var alveg magnað að sjá alla þessa gömlu bíla enn í umferð um allt. Við fór- um líka í vindlaverksmiðju, Hav- ana Club-verksmiðjuna, bylting- arsafnið, Hemmingway-barinn og allt það sem venjulegir túristar gera á Kúbu,“ segir Hanna Lára. vann sjálfboðastarf Hanna Lára fór út til Gvatemala til að vinna sjálfboðastarf í skóla rétt fyrir utan Antígva, þar sem hún bjó. „Þessi skóli var fyrir börn sem áttu heima á ruslahaugunum í Gvatemala. Börnin sem ég var að kenna voru mjög illa stödd þegar þau voru tekin af ruslahaugunum frá foreldrum sínum, vannærð og illa talandi,“ segir Hanna Lára. Það var kona frá Gvatemala sem átti bandarískan mann sem stofnaði þennan skóla, en með honum vildi hún reyna að bjarga börnunum gegnum menntun, því eina sem myndi bíða þeirra á ruslahaugunum væri að flokka rusl alla daga með foreldrum sínum, sem kunna lítið annað en að finna eitthvað nothæft, og selja til endurvinnslu það sem væri hægt. „Það var mjög erfitt að hugsa um hvar þessi börn hefðu verið en svo var aftur á móti svo ánægjulegt hvað þeim leið vel þarna og tóku miklum framförum í skól- anum. Systir mín fór að vinna á heimili fyrir HIV- smituð börn og var það einnig mikil reynsla fyrir hana,“ segir Hanna Lára. fleiri sjálfboðastörf Hanna Lára hefur einnig farið til Afríku, bæði Keníu og Eþíópíu með Kristniboðssambandi ungs fólks og sagði hún að það væri allt öðruvísi upplifun en í Mið-Amer- íku. „Þegar maður hefur séð eitt- hvað smá af heiminum þá lang- ar mann endalaust mikið að sjá meira og verður næsta ferð mín vonandi til Taílands,“ segir Hanna Lára. Hanna Lára segir að þegar mað- ur fer út til annarra landa þá læri maður að meta mun meira það sem maður á, vinina, fjölskylduna og að búa frjáls á Íslandi. „Ég mæli svo eindregið með því að fólk drífi sig út í heim og finni sér eitthvað ævintýri til að lenda í og safna í reynslu- og minninga- bankann. Við lifum bara einu sinni og því er um að gera að nota það í eitthvað skemmtilegt,“ segir Hanna Lára að lokum. berglindb@dv.is vinKonur í TíKal Þær Marta, Heiða lind, Hanna lára og unnur lilja ferðustu mikið saman og urðu góðar vinkonur. Leikir á ferðinni Oft virðist sem bílferðirnar séu lengi að líða og þá aðallega fyrir börnin. gott er fá alla í bílnum með í að taka þátt í leikjum og þannig virðist bílferðin ekki jafn lengi að líða. allir í bílnum getað tekið þátt í leikjunum. Hver er persónan? Það er einn sem byrjar að velja sér þekkta persónu til að hugsa um. gott er að miða við aldurshópinn í bílnum svo allir geti tekið þátt í leiknum. síðan skiptast hinir þátttakendurnir á að spyrja spurninga sem hægt er að svara með já eða nei. Hugmynd að spurningu getur verið „er persónan kona?“ eða „er persónan fræg?“ ef svarið er já, fær sá sem spurði að reyna aftur. ef svarið við spurningunni er nei á sá næsti að gera. sá sem giskar á rétta persónu fær að velja næstu persónu. frúin í Hamborg frúin í Hamborg er ábyggilega orðin elsti leikur sem hefur verið notaður í löngum bílferðum. sá sem byrjar spyr: „Hvað keyptir þú fyrir peninga sem frúin í Hamborg gaf þér?“ svo segir þú hvað þú hafir keypt en reglurnar eru þær að það má ekki segja svart eða hvítt, já eða nei. sá sem svarar, getur meðal annars sagt: „Ég keypti mér hús“. sá sem spyr heldur áfram að forvitnast um húsið og reynir að fá hinn til að segja bannorðin. Þegar það tekst er lotan búin og þátttakendur skipta um hlutverk. gulur bíll Í leiknum gulur bíll þarf athyglin að vera í lagi, því það þarf að fylgjast með þeim bílum sem mætt er eða keyra framhjá og sá sem sér fyrstur gulan bíl potar létt í öxlina á öðrum þátttakanda og hrópar: „gulur bíll“. Þar sem gulir bílar eru ekki margir á götunum er þessi leikur oft spilaður meðfram öðrum leikjum. sumir gleyma sér en aðrir eru vakandi og skapast mikil fagnaðarlæti hjá þeim sem er fyrstur til að sjá gulan bíl. BleiKur dodge stelpurnar keyrðu um á bleikum dodge í Havana þar sem þær sáu meðal annars Kastró á byltingartorginu. MenningarMunur Mikill munur var á menningu Íslands og gvatemala, en hér má sjá Maya- indjánakonur á röltinu í antígvu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.