Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 56
Íþróttaleikurinn Madden er tuttugu ára um þessar mundir en Madden er stærsta tölvuleikja- vörumerki Bandaríkjanna og selj- ast leikirnir í milljónum eintaka ár hvert um allan heim. Madden, sem er íþróttaleikur þar sem keppt er í amerískum fótbolta, hefur ekki fært þeim íþróttamönnum, sem hafa prýtt hulstur leiksins, heppni í seinni tíð og orðrómur um Madd- en-bölvunin fór á kreik. Fyrsti Madden-leikurinn, sem er skírður í höfðuðið á fyrrverandi leikmanninum og sjónvarpskynn- inum John Madden, kom fyrst út á Apple II, DOS og Commodore 64 árið 1989. Ári seinna var hann síðan komin á Sega Genesis, og enn öðru ári síðar á SNES. Leik- urinn þróaðist ár frá ári og 2001 varð bylting í spilun Madden þeg- ar hann kom fyrst út á PlayStation 2. Þá fór leikurinn að taka á sig þá mynd sem leikjaunnendur í dag ættu flestir að kannast við. Sú útgáfa var einnig sú fyrsta sem skartaði leikmanni á hulstri leiksins en það var Eddie George leikmaður Titans. Hann slapp ómeiddur frá hinni svokölluðu Madden-bölvun sem tók sig upp árið eftir þegar mynd af Dante Culpepper prýddi hulstrið. Fer- ill Dantes fór algjörlega í vaskinn í kjölfarið og er hann sennilega sá sem varð hvað verst úti vegna bölvunarinnar. Árið 2003 var það svo Mich- ael Vick sem prýddi hulstrið en hann fótbrotnaði nánast á sömu stundu og leikurinn kom í versl- anir. Árið 2004 slapp Ray Lewis, en Donovan McNabb kviðslitn- aði árið 2005. Árið 2006 var Shaun Alexander á sjöundu út- gáfu leiksins og hann fótbrotn- aði þegar þrjár vikur voru liðnar af tímabilinu. Vince Young slapp í áttundu útgáfu leiksins og nú er bara spurning hvað gerist í ní- undu útgáfunni sem kemur út í byrjun september. Það er gamla brýnið og lifandi goðsögnin Brett Favre sem prýðir hulstrið. asgeir@dv.is Stjörnur í red Alert EA tilkynnti á ráðstefnunni í Leipzig að stjörnurnar Tim Curry, Jenny McCarthy og J.K. Simmons myndu öll leika hlutverk í leiknum Red Alert 3 sem er væntanlegur. Fjöldi annarra leikara verða með hlutverk í leiknum en EA hefur lengi vel notast við þekkta leikara í Command & Conquer-leikjaröð- inni. Leikurinn kemur út í haust á Xbox 360 og PC en honum var frestað um óákveðinn tíma á PS3. Undirbúningur fyrir gangsetningu stærsta öreindahraðals í heimi við CERN-rannsóknarstöðina í Sviss gengur samkvæmt áætlun en ráðgert er að vélin verði gangsett þann tíunda september. Tilgangur hraðalsins er að framkalla árekstur milli öreinda og rannsaka hegðun þeirra við slíkar aðstæður. Öreindunum verður skotið um 27 kílómetra langt rör sem lagt hefur verið neðanjarð- ar við landamæri Sviss og Frakklands. Fyrirætlanir rannsóknarstöðvarinnar hafa þó fallið í misjafnan jarðveg og ber þar hæst að höfðað hefur verið einkamál fyrir bandarískum alríkisdómstólum sem tekið verður fyrir 2. sepember. Sækjendur eru Walter Wagner, fyrrum ráðgjafi í kjarnorkuöryggis- málum í Bandaríkjunum og Luis Sancho, spænskur vísindaskáldsagnahöfundur. Tvímenningarnir halda því fram að vísindamennirnir við CERN hafi ekki að fullu gert ráð fyrir þeim möguleika að öreinda- árekstrar geti til dæmis myndað svokölluð svarthol sem hreinlega gleypi jarðarkringluna eða valdið öðrum álíka hamförum. Þegar hefur verið lögð fram frávísunarkrafa á mál tvímenninganna þar sem segir að ekki sé hægt að flytja mál fyrir bandarísk- um dómstólum um evrópska rannsóknarstofnun á evrópsku landsvæði. Jafnvel þótt um svarthol sé að ræða sem gleypi jörðina. palli@dv.is Svarthol gleypir jörðina í September FÖSTUdagUR 22. ágúST 200856 Helgarblað DV Tækni UmSJóN: PáLL SVaNSSON palli@dv.is PSP-3000 STAðFEST Sony hefur staðfest þrálátan orðróm um nýju PSP-vélina á Leipzig-leikjaráðstefnunni sem nú stendur yfir. Sögur um vélina hafa verið í gangi síðustu sjö til átta mánuðina en Sony hefur aldrei viljað staðfesta neitt. meðal nýjunga í vélinni er nýr skjár, myndavél og innbyggður míkrófónn. Vélin kemur í verslanir 15. október í Evrópu og munu þrír nýir leikir koma út samtím- is. FIFa 09, Harry Potter og Buzz! master Quiz. MozillA viðbót fyrir explorer Mozilla, sem meðal annars framleiðir Firefox-vafrann, ætlar að gera viðbót fyrir Internet Explorer sem samhæfir vafrann við Canvas sem er hluti af HTML5- staðlinum. Canvas er notað í ýmsum grafískum vefforritum eins og Google Maps til að birta bitmap-myndir á skjótan hátt en sú lausn sem notuð er í Explorer í dag er mun hægvirkari en í öðrum vöfrum svo sem Firefox eða Safari. börn á SAM- SkiptASíðuM Samkvæmt nýrri breskri könnun er allt að fjórðungur barna á aldrinum átta til tólf ára sem fer í kringum aldurstakmarkanir samskiptasíðnanna Facebook, Bebo og Myspace. Facebook og Bebo takmarka sinn aðgang við 13 ára aldur og Myspace við 14 ár. Ef miðað er við niðurstöður könnunarinnar má gera ráð fyrir að um 750 þúsund bresk börn séu skráð þar inn ólöglega. Könnunin leiddi einnig í ljós að börnin eyða að jafnaði einum klukkutíma á dag inni á sam- skiptasíðum, fjórðungur játaði að hafa samþykkt ókunnuga sem vini og tveir þriðju höfðu sett inn viðkvæmar persónuupplýsingar eins og nafn skóla og farsíma- númer. Svarthol Hvað gerist 10. september? Einn stærsti leikur heims malar gull en á honum hvílir bölvun: Madden 20 ára Annar Madden-leikurinn Kom út á Sega genesis. John Madden maðurinn sem leikirnir eru nefndir í höfuðið á. Madden 09 Kemur út í upphafi september. Væntanlegur öreindaárekstur veldur víða fjaðrafoki:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.