Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 72
n Það var lítið til að brosa yfir eftir leik Íslands og Aserbaídsjan í knattspyrnu. Íþróttafréttamenn landsins voru venju samkvæmt saman komnir til að greina frá leiknum og var þungt yfir mönn- um eftir leik þegar kom að við- tölum við landsliðsmenn. Þegar Guðjón Guðmundsson, íþrótta- fréttamaður Stöðvar 2 Sport, kom á svæðið lifnaði þó heldur betur yfir mannskapnum og leikmönn- um líka. Gaupi fór hreinlega á kostum, hélt uppistand eins og honum einum er lag- ið og greindi leik íslenska landsliðs- ins í handbolta fyrir viðstadda enda fáir sem hafa jafnmikla þekkingu á handbolta og Gaupi. Vitjið hringsins áður en Gollum nær honum! Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar. „Það hlýtur að vera sárt að týna svona hlut,“ segir Randver Ármanns- son, sem nýverið fann fallegan trúlof- unarhring sem hann veit ekki hvaðan kemur. Randver vonar að hringurinn geti ratað aftur til eiganda síns. Randver fann hringinn þegar hann dvaldi í sumarbústað á Einarsstöðum austur á Fljótsdalsshéraði fyrir skömmu. Und- ir dýnu í rúminu í einu svefnherberg- inu rakst hann fyrir algjöra tilviljun á trúlofunarhringinn. Var hann nokkuð undrandi þegar hann sá hringinn. Innan í hringnum er áletrun sem segir: „Þín Stína. 16.07.04.“ Randver vill endilega koma hringnum til réttra eigenda. Hann hefur reynt hvað hann getur til þess að hafa uppi á eigandan- um, en ákvað nú að setja sig í samband við DV. „Ég fór aðeins að skoða málið og hafði samband við Þjóðskrá, en það var engin með þessu nafni sem gifti sig þann 16. júlí árið 2004,“ segir hann. Líklegra er því að áletrunin hafi verið grafin í hringinn í tilefni trúlofunar. Hann biður þá sem voru í sum- arbústað á Einarsstöðum nýlega og kannast við áletrunina í hringnum að hafa samband í síma 694 1601, svo eig- andinn geti vitjað hans. valgeir@dv.is n Altmulig-maðurinn Ásgeir Kol- beins hefur löngum verið einn helsti framvörður hnakkamenning- arinnar á Íslandi. Fyrir vikið hefur hann verið tíður gestur á síðum skemmtiritsins Séð og heyrt. Bleik hlýtur því nú að vera brugðið þar sem Eiríkur Jónsson, ritstjóri blaðsins, virðist njóta meiri vin- sælda á samskiptavefnum Face- book en hið sígilda umfjöllunar- efni. Aðdáendur Eiríks hafa stofnað aðdáendaklúbb til heiðurs honum á Facebook í tilefni afmælis þessa meistara fyrirsagnanna í gær. Þeg- ar DV fór í prentun voru 13 vinir í aðdáendaklúbbi Eiríks og fjölgaði þeim óðum en Ásgeir hafði töluvert færri. Klúbburinn er þegar farinn að skila sínu en rit- stjórinn hefur fengið nokkrar gjafir sendar til sín á vinnustaðinn; sokka, djarfar mynd- ir auk ýmiskonar glingurs. n Karlkynsaðdáendur fyrirsætunn- ar Ásdísar Ránar bíta nú í súr epli eftir að hún tilkynnti að hún ætlaði að hafna boði bandaríska karlatíma- ritsins Playboy um að koma fram á Evuklæðum. Lesendur bloggsíðu Ásdísar höfðu flestir hvatt hana til að láta verða af þessu í athugasemda- kerfi síðunnar. Á milli línanna mátti lesa að þeir sem tóku hugmyndinni einna best höfðu minnstan áhuga á velferð og bankareikningi stúlkunn- ar heldur birtist undirliggjandi þrá eftir því að fá að sjá hana allsbera. Ásdís hefur sýnt þessum rembu- lesendum ótrúlegt langlundargeð og svarar þeim af kappi á léttu nót- unum. Þannig bauðst einn þeirra til dæmis til þess að mynda hana sjálfur og væntan- lega hafa blautir draum- ar hans fengið þotu- eldsneyti þegar Ásdís svaraði að bragði með broskalli: „... ég nýti mér það eflaust við tækifæri þegar ég er á ísl[andi].“ Gaupi fór á kostum Randver Ármannsson fann trúlofunarhring í sumarbústað: „Þín stína. 16.07.04.“ Randver Ármannsson fann trúlofun- arhring sem hann vill endilega koma til eiganda síns. Vinsælli en yfirhnakkinn fækkaðu fötum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.