Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Síða 2
Danska fyrirtækið Strandmöllen sér um sölu á súr-
efni til íslensku spítalanna næstu árin. Samningurinn átti að
spara tugi milljóna króna en síðan hefur gengi íslensku krónunn-
ar hrunið. „Þarna er verið að nota gjaldeyri þegar við sem þjóð
þurfum að spara hann,“ segir Sigurbjörg Sverrisdóttir hjá Ísaga.
FÖSTUdagUr 24. OKTÓBEr 20082 Fréttir
Þetta helst
- þessar fréttir bar hæst í vikunni
„Þeirra er algjörlega hin
viðskiptalega og siðferði-
lega ábyrgð. Ég skora á þá
að standa reikningsskil
gjörða sinna, losa allt til-
tækt fé erlendis, koma með
heim, greiða sínar skuldbind-
ingar og taka þátt í uppbyggingu
samfélagsins,“ sagði Björgvin G.
Sigurðsson viðskiptaráðherra í
DV á fimmtudag. Þar hvatti hann
þá sem hafa komið Íslandi í þá
stöðu sem landið er í núna til að
axla ábyrgð. „Það er morgunljóst
að siðferðileg ábyrgð aðaleig-
enda Landsbankans er gríðarlega
mikil. Að mínu mati ber þeim
afdráttarlaust að gera allt sem í
þeirra valdi stendur til þess að standa skil á því sem kann að vanta
upp á.“ Þegar blaðamaður náði í Björgólf Guðmundsson vildi hann
ekkert segja. „Nei, nei, nei ..., ég bara ..., ég sit bara í öðrum málum,
þakka þér bara fyrir að hringja í mig,“ sagði hann aðspurður hvort
hann vildi segja eitthvað við þjóðina.
auðmenn axli ábyrgð
Fyrrverandi stjórnar-
formaður Kaupþings,
Sigurður Einarsson,
lætur ekki sitt eftir
liggja þegar það kemur
að byggingu lúxushúsa í sveit-
inni. Sigurður byggir nú tæplega
níu hundruð fermetra sveita-
setur við Norðurá í Borgarfirði
og slær ekkert af í lúxusnum.
Sveitasetrið hefur allt það sem
milljarðamæringur þarf á að
halda eins og tvær mismunandi
sánur, vínkjallara og yfirdekkaða
og upphitaða útiborðstofu með
glæsilegu útsýni. Kostnaður við
sveitasetrið hleypur á hundruð-
um milljóna en Sigurður boraði
meðal annars eftir heitu vatni á landi sínu og sér þannig sveitasetr-
inu fyrir hita. Sigurður tryggði sér lóðina fyrir nokkrum árum en hún
er á besta stað í Norðurárdalnum og því stutt í laxveiðar.
bankamaður byggir
2
Tekjur fimm
tekjuhæstu
bankastjór-
anna námu
tæpum 2
milljörðum
króna á síðasta ári.
Hreiðar Már Sigurðs-
son hjá Kaupþingi
var tekjuhæstur með
800 milljónir. Tekjur
forstjóranna í Kaup-
höllinni voru mjög
mismunandi á síð-
asta ári. Þannig var Hreiðar Már með um 800 milljónir. Sá tekjulægsti
hafði hins vegar 15 milljónir króna upp úr krafsinu. Bankastjórarnir
vísuðu gjarnan til mikillar ábyrgðar sinnar og árangurs hér áður fyrr
þegar rætt var um laun þeirra. Nú eru svörin önnur. „Ég vil ekki tala
um þessa hluti,“ svaraði Sigurjón Þ. Árnason blaðamanni DV nýlega.
Ofurlaun bankastjóranna
3
Ríkisstjórn
Samfylk-
ingar og
Sjálfstæðis-
flokks rær nú
lífróður vegna efna-
hagsins. Gjá er á milli
stjórnarflokkanna og
uppgjör nauðsynlegt.
Samfylkingin vill út
úr samstarfinu en er
í pattstöðu. Stjórnar-
andstaðan vill kosn-
ingar í vetur eða vor. Hrun blasir við Sjálfstæðisflokknum og búist
er við mikilli vinstrisveiflu. Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðis-
flokks heldur enn saman en kolsvartar blikur eru úti við sjóndeild-
arhring. Fyrir liggur að þessi ríkisstjórn sem er með svo gríðarlegan
þingmeirihluta að líkja má við þjóðstjórn á nánast ekkert sameigin-
legt annað en að reyna í ofboði að ausa þjóðarskútuna og gera hana
sjóklára að nýju.
stjórnarkreppa
4
hitt málið
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 20088
Fréttir
STJÓRNARKREPPA EFTIR HRUN
Innan Samfylkingar gætir mikils
óþols varðandi stjórnarsamstarfið.
Flokkurinn hefur staðið einhuga að
því að reka eigi bankastjórn Seðla-
banka Íslands vegna stórfelldra af-
glapa sem leitt hafi að miklu leyti til
þeirrar stöðu sem Ísland er nú kom-
ið í. Geir Haarde, formaður Sjálfstæð-
isflokksins, hefur þvertekið fyrir að
láta bankastjórnina fara og veitt Dav-
íð Oddssyni aðalbankastjóra skjól.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formað-
ur Samfylkingar, hefur sagt að banka-
stjórn Seðlabankans eigi sjálf að hafa
frumkvæði að því að hætta. Þá hef-
ur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
varaformaður Sjálfstæðisflokksins, í
tvígang snuprað Davíð opinberlega.
Enginn viðmælenda DV kann
skýringu á tryggð forsætisráðherrans
við sinn gamla leiðtoga. Einhverjir
skýra hana sem gamalkunna ákvarð-
anafælni eða ótta við að flokkurinn
klofni opinberlega ef til þess komi að
Davíð verði niðurlægður með þeim
hætti að hann verði rekinn úr starfi.
Aðrir gera lítið með klofning þar sem
sá hluti flokksins sem styðji Davíð
að málum sé svo lítill og valdalaus í
flokknum.
Vandi Geirs Haarde er hins vegar sá
að vörnin um Davíð er um það bil að
sprengja stjórnarsamstarfið. Samfylk-
ing kemst illa frá kröfunni um að víkja
honum til hliðar og verður á endanum
að stíga skrefið til stjórnarslita fremur
en að sætta sig við óbreytt ástand.
Annað mál, og í raun miklu
stærra, sem skilur að flokkana er af-
staða þeirra til Evrópusambandsins.
Samfylking er með eindregna stefnu
um að óska eftir aðild og eini flokk-
urinn sem ekki er klofinn í málinu.
Forysta Sjálfstæðisflokksins er al-
gjörlega andvíg aðildarumsókn þótt
Þorgerður Katrín, ljósmóðir stjórn-
arinnar, hafi opnað á þá umræðu.
Öfgarnar í Sjálfstæðisflokknum
kristallast í heift Davíðs Oddssonar
sem lýsti í viðtali á Stöð 2 fyrirlitn-
ingu sinni á evrusinnum og vill um-
fram allt halda krónunni. Það horfir
til vandræða fyrir flokkinn, því kjöl-
festan hans, atvinnurekendurnir, eru
flestir á þeirri skoðun að þjóðin eigi
að ganga í ESB. Hættan er sú að þess-
ir aðilar muni missa þolinmæðina
og ganga til liðs við annan flokk sem
hefði það á stefnuskránni að hefja
þegar í stað aðildarviðræður.
Pattstaða Samfylkingar
Ingibjörg Sólrún setti
Evrópumálið skýrt á dagskrá
með blaðagrein nýverið.
Greinin var afdráttarlaus
og olli titringi innan sam-
starfsflokksins þótt hann
brytist ekki upp á yfirborð-
ið. Og Ingibjörg Sólrún
er með sterkt
bakland í
málinu.
Flokkurinn
stendur ein-
huga að baki
henni og
skoðana-
kannanir
undanfarið leiða í ljós að yfirgnæfandi
meirihluti þjóðarinnar vill fara í aðild-
arviðræður.
Þá er sú skoðun uppi innan Sam-
fylkingar að Ísland eigi möguleika á
því að semja af sér að hluta skuldakla-
fann með aðild. Þetta fer ágætlega
í almenning sem sér nú fram á ára-
langan þrældóm til að niðurgreiða
bankaskuldir í útlöndum. En þrátt
fyrir sterka stöðu í ESB-málinu er
Samfylking í einskonar pattstöðu í
ríkisstjórninni. Þannig hafa oddvit-
ar flokksins lengst af ekki treyst sér
til að gera kröfuna um brottvikningu
Davíðs að úrslitaatriði. Þeirri afstöðu
ræður helst óttinn um að lenda utan
stjórnar.
Bæði vinstri-grænir og Framsókn-
arflokkurinn eru taldir til þess vísir að
ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálf-
stæðisflokkinn. Þar er þó ekki um
neinar afdráttarlausar yfirlýsingar
að ræða, heldur hafa forystu-
menn flokkanna slegið úr
og í. Innan Samfylking-
ar hefur verið ræddur
sá möguleiki að henda
út samstarfsflokknum
og að flokkurinn sitji
í minnihlutastjórn og
verði varinn vantrausti af
stjórnarandstöðu-
flokkunum
tveimur.
Þeir yrðu
fengnir
til þess
gegn
lof-
orði um að efnt yrði til kosninga
snemma á næsta ári og þjóðin fengi
að gera upp hrunið.
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur VG, tekur undir að rétt sé að efna til
kosninga á útmánuðum en óljósara er
um afstöðu Guðna Ágústssonar, for-
manns Framsóknarflokksins. Hann
lýsti því í umræðum um bankahrunið
á Alþingi í síðustu viku að stjórnin yrði
að sitja áfram vegna ástandsins en pól-
itíkina mætti gera upp síðar. Hvað þessi
orð þýða er óljóst. Hann virðist þó vera
á sömu skoðun og Steingrímur J. varð-
andi tímasetningu kosninga í vor.
Vinstrisveifla
Borðleggjandi þykir að mikil vinstri-
bylgja komi fram í kosningum eftir
hrunið. Rökin eru þau að Sjálfstæðis-
flokkurinn, sem farið hefur með efna-
hagsmál í 17 ár, hafi algjörlega brugðist
þjóðinni. Flokkurinn hefur jafnan lagt
á það áherslu fyrir kosningar að hann
einn geti stjórnað efnahagsmálum svo
vel fari. Vinstristjórnir með tilheyrandi
efnahagsglundroða hafa verið grýlan
sem notuð hefur verið. Augljóst
er að margir trúðu þeirri kenn-
ingu þar sem Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur lengi verið með um og
yfir 40 prósenta fylgi.
Nú er komið á daginn að Ís-
land er á barmi gjaldþrots undir
efnahagsstjórn þess sama flokks.
Fyrir liggur að Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur haft á stefnuskrá sinni
að hlúa að hag einstaklinga með
skattalækkunum og minni ríkis-
afskiptum. Nú blasir við að banka-
kerfið er að mestu leyti komið í rík-
iseigu og framundan eru gríðarlegar
hækkanir á einstaklingssköttum. Þá er
ljóst eftir langa valdatíð Sjálfstæðis-
flokksins að ríkisbáknið hefur þanist
út í miðri einstaklingshyggjunni. Fjöldi
þeirra sem kosið hafa Sjálfstæðisflokk-
inn mun leggja þessar staðreyndir til
grundvallar þegar að kosningum kem-
ur og beina atkvæðum sínum annað.
Innan Sjálfstæðisflokksins eru til
þær skoðanir að réttast væri að flokkur-
inn tæki örlögum sínum, færi í stjórn-
arandstöðu og skipti út forystu sinni.
Menn yrðu að sætta sig við að blóma-
skeiði flokksins væri lokið í bili og
næstu kjörtímabil færu í að byggja upp
traust við þjóðina að nýju og hefja til
vegs gömul forsmáð gildi um einstakl-
ingsframtak og ábyrga efnahagsstjórn.
Sjálfstæðismenn hafa í gegnum tíð-
ina, líkt og margir aðrir, mært útrásar-
menn og talað um efnahagsundur. Nú
reynir trauStaSon
ritstjóri skrifar: rt@dv.is
umdeildur seðlabankastjóri
Davíð Oddsson situr sem fastast
en í óþökk Samfylkingarinnar.
Forsætisráðherrar Gordon Brown
beitti hryðjuverkalögum á Íslendinga
eftir þjóðnýtingu Landsbankans og í
framhaldi þess að Davíð Oddsson sagði
að Íslendingar myndu ekki greiða
skuldir óreiðumanna í útlöndum. Þar
með féll Kaupþing.
Miðvikudagur 22. Október 2008 9
Fréttir
kveður við annan tón og menn tala um
óreiðumenn og ævintýragosa. Þetta er
klárlega gert til að varpa ábyrgðinni yfir
á auðmennina sem fóru svo geyst. Með
því að benda á þá og búa til einskon-
ar gyðinga norðursins halda stjórnvöld
í þá von að sleppa frá því að hafa ekki
sinnt lagasetningum og regluverki til
að verja Ísland hruni. Þá er ótalinn eft-
irlitsþátturinn sem er á ábyrgð stjórn-
valda og hefur klárlega brugðist.
Klofnir flokkar
Samfylking, líkt og stjórnarand-
stöðuflokkarnir, verður að leggja
breytta stöðu Sjálfstæðisflokks-
ins til grundvallar þegar tekin verð-
ur ákvörðun um kosningar eða ekki.
Klárlega á Sjálfstæðisflokkurinn mik-
ið undir því að ekki verði kosið á
næstunni. Ef flokknum tekst að þreyja
þorrann út kjörtímabilið er sú von
uppi að efnahagsástandið verði farið
að lagast og flokkurinn lendi ekki í al-
gjöru fylgishruni.
Að Samfylkingunni frátaldri er
eina von Sjálfstæðisflokksins við nú-
verandi aðstæður að fá vinstri-græna
til samstarfs út kjörtímabilið. For-
menn beggja flokka eru sammála um
andstöðuna við Evrópusambandið.
Það er reyndar umhugsunarvert fyrir
forystu VG að nýleg skoðanakönnun
leiðir í ljós að um 70 prósent kjósenda
VG vilja kjósa um aðildarumsókn.
Reyndar er blágræna stjórnin einmitt
það sem Davíð Oddsson og hans fylg-
ismenn vildu eftir kosningarnar.
Svæsnustu samsæriskenningar
herma að Davíð hafi lagt upp í þjóð-
nýtingarleiðangurinn með það fyr-
ir augum að sprengja Samfylking-
una út. Planið hafi verið að þjóðnýta
Glitni að hluta en bjarga síðan eig-
endum Landsbankans sem yrði til
þess að samfylkingarmenn rykju út
í fússi og vinstri-grænir kæmu inn.
Þetta gekk ekki eftir þar sem Glitnis-
leiðangurinn endaði með ríkisvæð-
ingu þriggja banka og í framhaldinu
stöðu sem jaðrar við þjóðargjaldþrot.
Vinstri-grænir munu þurfa að hugsa
sig vandlega um áður en þeir taka
þann kost að fara þessa leið. Kosning-
ar í vetur munu styrkja flokkinn gríð-
arlega og færa þeim allt aðra stöðu en
nú er. Yfirgnæfandi möguleikar eru á
því að þeir ásamt Samfylkingu fengju
meirihluta.
Framsóknarflokkurinn einn dugir
ekki til stjórnarsamstarfs með Sjálf-
stæðisflokknum. Alltof tæpt er að vera
einungis með eins þingmanns meiri-
hluta í flokki sem að miklu leyti er
ósamstiga og þá sérstaklega í Evrópu-
málum. Molnað hefur undan Guðna
Ágústssyni formanni sem upp á síð-
kastið hefur talað sig í andstöðu við
Evrópusambandið. Valgerður Sverr-
isdóttir varaformaður er á öndverðri
skoðun og er það skoðun margra að
hún eigi að fara gegn formanninum á
landsfundi í mars. Þar verði jafnframt
skerpt á stefnu flokksins í Evrópumál-
um.
Fjögurra manna þingflokkur
Frjálslynda flokksins er í svipuðum
sporum og aðrir varðandi aðildina
að ESB. Kristinn H. Gunnarsson, sem
reyndar mætir ekki lengur á þing-
flokksfundi, og Guðjón A. Kristjáns-
son formaður eru andvígir Evrópu-
sambandinu. Þingmennirnir Grétar
Mar Jónsson og Jón Magnússon eru
aftur á móti hallir undir aðildarum-
sókn og flokkurinn þannig þverklof-
inn, rétt eins og Framsókn.
Hamfarirnar rannsakaðar
Eitt virðast þó allir flokkarnir eiga
sameiginlegt um þessar mundir; allir
vilja þeir rannsaka aðdraganda banka-
hrunsins og gera undanbragðalaust
upp mestu efnahagshamfarir lýðveld-
issögunnar, sem augljóslega eru af
mannavöldum. Óhugsandi er að ríkis-
stjórnin eigi þar hlut að máli þar sem
þá blandast valdhafar inn í rannsókn
þar sem þeir sjálfir kunna að verða
dregnir til yfirheyrslu. Enginn er dóm-
ari í eigin sök.
Þótt löggjafarvaldið, Alþingi, kunni
að bera einhverja ábyrgð á því hvernig
komið er verður ekki fram hjá því horft
að það eitt ræður yfir nauðsynlegum
verkfærum til þess að koma á fót óvil-
hallri rannsókn á vegum sannleiks-
nefndar. Það getur hæglega virkjað 39.
grein stjórnarskrárinnar sem kveður
á um að Alþingi geti skipað nefndir til
að rannsaka mikilvæg mál er almenn-
ing varða. „Alþingi getur veitt nefnd-
um þessum rétt til að heimta skýrslur,
munnlegar og bréflegar, bæði af emb-
ættismönnum og einstökum mönn-
um,“ eins og segir orðrétt í stjórnar-
skránni.
Líklegt verður að telja að stjórnar-
andstöðuflokkarnir samþykki slíka til-
lögu verði hún fram borin, jafnvel þótt
Framsóknarflokkurinn komi mjög við
sögu í aðdraganda ófaranna eftir lang-
vinnt stjórnarsamstarf með Sjálfstæð-
isflokknum. Samfylkingin væri sjálfri
sér samkvæm ef hún samþykkti rann-
sókn á ábyrgð þingsins. Ekki er ljóst
er hvort Sjálfstæðisflokkurinn gæti
samþykkt slíka tillögu, en hann virðist
þegar byrjaður að leita leiða til þess að
rannsaka hugsanleg lögbrot útrásar-
forkólfa og aðaleigenda bankanna og
virkja til þess embætti ríkislögreglu-
stjóra og ríkissaksóknara. Slíkt vekur
grunsemdir um að flokkurinn hafi þeg-
ar fundið sökudólga og reyni að koma
valdhöfum undan slíkri rannsókn.
Svarthol fylgishruns
Það blasir við að eina leiðin til að
ná fram skýrum pólitískum línum er
að efna til kosninga um leið og landið
er komið út úr mesta neyðarástand-
inu. Þannig fái allir flokkar tækifæri
til að gera upp við sig stefnu um aðild
eða ekki að Evrópusambandinu.
Þá er einnig frá sjónahóli almenn-
ings nauðsynlegt að kjósendur fái
tækifæri til að velja í kosningum þá
sem leggja eiga grunninn að hinu
nýja Íslandi. Það er þessi staða sem
Samfylking stendur nú andspæn-
is. Framundan er vinstribylgja sem
flokkurinn gæti nýtt sér ef rétt er að
málum staðið og orðið stærsti flokk-
urinn. En gryfjurnar eru við hvert fót-
mál. Þannig eru uppi áhyggjur um
að Samfylking sogist niður í svarthol
fylgishruns með Sjálfstæðisflokkn-
um vegna sameiginlegrar ábyrgðar
á hrikalegri stöðu lýðveldins sem nú
stendur andspænis því í fyrsta sinn
síðan 1944 að þurfa að gefa afslátt af
sjálfstæði sínu.
Engin leið er til að spá um fram-
vinduna í íslenskum stjórnmálum á
næstu vikum. Þingvallastjórnin svo-
kallaða sem hóf göngu sína í gullregni
útrásarinnar er nú nánast á líkbörun-
um. Landið er á barmi gjaldþrots og
allar lausnir eru bundnar við flótta-
leiðir. Stjórnarsamstarfinu er líkt við
hjónaband sem haldið er eingöngu
saman vegna barnanna. Skilnaður
Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks er
að óbreyttu óumflýjanlegur. Það mun
svo koma í ljós hvaða flokkar fá það
tækifæri að móta samfélagið á Nýja-Ís-
landi. Til eru þeir sem sjá ljósið í hrun-
inu og ala með sér þá von að pólitískri
spillingu verði útrýmt að mestu.
Kosningar
fyrir vorið
„Það er óhugsandi að hægt sé að
setja heilt land nærri því á haus-
inn, án þess að neinn beri ábyrgð
og án þess að það sé kosið,“ segir
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs. Hann vill hins vegar
ekki að kosið verði nú. „Verkefn-
ið er að sjálfsögðu ekki kosningar
núna í augnablikinu, heldur þær
björgunaraðgerðir sem þarf að
vinna. Það þarf að koma aftur á
einhverju eðlilegu ástandi í sam-
félaginu.“ Aðspurður hvort hann
treysti þá þeim flokkum sem nú
stjórna til að leiða þjóðina út úr
ógöngunum segir hann: „Nei, ég
geri það nú reyndar ekki mjög
vel. Ég hef talið að á árunum eigi
að vera menn sem geta tekið eitt-
hvað í þær. Hvað sem því líður þá
finnst mér, bæði lýðræðislega og
þingræðislega, óhugsandi annað
en að kosið verði á nýjan leik,“ seg-
ir Steingrímur en hann vill að það
verði í síðasta lagi næsta vor.
Steingrími finnst þjóðin eiga
heimtingu á að reikningar verði
gerðir upp. „Kosningar eru óum-
flýjanlegur hluti af því að byggja
aftur upp einhvern trúnað og
traust í landinu.“
Guðni Ágústsson, formaður
Framsóknarflokksins, vill líka
kosningar þegar storminum slot-
ar. „Ég álít að íslenska ríkisstjórn-
in verði að sitja við þessar aðstæð-
ur sem nú eru. En síðan þegar við
komum út úr þessum sorta er al-
veg sjálfsagður hlutur að gera þessi
mál upp í kosningum. Ég segi að
þegar kemur fram á veturinn eða
vorið sé mjög eðlilegt að við
höfum alþingiskosningar
og gerum þetta
upp í þjóð-
félag-
inu,
hverja við viljum hafa við völd
í landinu.“ Guðni vill ekki gefa
upp hverjir séu óskakandídatar í
stjórnarsamstarf.
Guðjón Arnar Kristjánsson,
formaður Frjálslynda flokksins,
vill líka hafa kosningar sem fyrst,
en þó ekki of snemma. „Ég tel að
við eigum að komast yfir þenn-
an stóra hjalla sem við stöndum
frammi fyrir núna, áður en kosið
verður. Ég skal ekki segja hversu
lengi á að bíða en við getum bara
ekki boðið upp á alþingiskosning-
ar akkúrat eins og ástandið er. Það
er ekki hægt,“ segir Guðjón.
Guðjón segir að stjórnmála-
mennirnir verði að reyna að sam-
einast um að finna lausn á þessum
vanda. Aðspurður hvort stjórnin
eigi að sitja út kjörtímabilið segir
hann: „Ég er nú ekkert að halda því
fram. Mér finnst hún ekkert hafa
staðið sig. Það er sjálfsagt að kjósa
þegar búið er að koma ástand-
inu í einhvern farveg en það er
ekki hægt að bjóða fólki upp á það
núna, ofan í allt annað.“
Guðni Ágústsson
kosningar í vetur eða vor.
Guðjón A. Kristjánsson
kosningar bíða um sinn.
Steingrímur J. óhugsandi
að enginn beri ábyrgð.
Örlaganótt ríkisvæðing glitnis átti sér stað a
ð undirlagi davíðs Oddssonar
seðlabankastjóra og geirs H. Haarde sem h
ér sjást yfirgefa Seðlabankann. Því er af
mörgum haldið fram að þar með hafi hrun
inu verið komið af stað.
Hamingja geir Haarde og
ingibjörg Sólrún gísladóttir
lögðu upp með Þingvalla-
stjórnina í miklum meðbyr.
Nú er allt í rúst.
F r j á l s t , ó h á ð d a g b
l a ð
dv.is
besta rannsóknarblaðamennska ár
sinsmiðvikud
agur 22. október 2008 dagblaðið vísi
r 196. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295
Sigurður EinarSSon reisir 900 fermetra sveitasetu
r í Borgarfirði:
fréttirfrank og Casper eru á landinu
Stjórnarkreppa
eftir hrunið
uppgjör yfirvofandi og hrun blasir við Sjálfs
tæðisflokki
fréttir
klovn býður
íSlendingum
í partí í dag
VÍNKJALLARI
Á STÆRÐ
VIÐ ÍBÚÐ
tvær Sánur og Salerni í hverju herb
ergi
keypti líka húS í london á tvo millja
rða
efnaðiSt á kaupþingi Sem fór á hliðin
a
fólk
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
dv.isbesta rannsóknarblaðamennska ársins
fimmtudagur 23. október 2008 dagblaðið vísir 197. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295
hundraða milljarða högg á almenning:
Marsibil
leitar að
vinnu
fréttir
Borgaðu
Björgólfur
fÓlK
Geir seGir banKana Óvart hafa orðið ofvaxna „við berum ekki ábyrgð“stendur vörð um Davíð
rænD í
rússlanDi
- og áreitt af löggu
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
F I M M T u d a g u r 2 3 . o k T ó b e r 2 0 0 8 norðurland
Kristján Þór júlíusson
Hallgrímur Guðmundsson hefur stritað alla ævi en orðið fyrir barðinu á ósanngjörnu kvótakerfi
KvótaKerfið
hrundi með
bönKunum
Takmarkið að
verða beTri maður
m
yn
d
P
et
ro
m
yn
d
ir
/Þ
ó
rh
a
ll
u
r
Landsbyggðin
endurreisir
velferðina
„Þarf bara að setja sérlög um álver á Bakka“
staðarsKáli
fLyTur af STað
árleg rollu-
lappaveisla
haldin á
húsavík
Eftir áratugi í alfaraleið
Sviðnar rollulappir
og jafnvel súrsaðar
Draslhyggja
verður að
þjóðarauði
Gunnar Þórðarson
bílabóndi í Stóragerði
hefur safnað farartækj-
um um árabil
sérblaum norðurlan
fritzl
seGist
fæDDur
björgvin G. sigurðsson:
„ég skora á þá að standa reikningsskil“
björgólfur Guðmundsson:
„ég sit bara í öðrum málum“
björgólfur thor í london
nauðGari
fraMsÓKn
Klofin
Á súPer-
launuM
í eDinborG
Gísli Marteinn með hálfa milljón í námi
varaborgar-
fulltrúi í kreppu
þriðjudagur 21. október 20082
Fréttir
Tekjur fimm bankastjóra á síðasta ári
námu tæpum tveimur milljörðum
króna, eða 1,7 milljörðum. Það voru
hreinar tekjur samkvæmt tekjublaði
Mannlífs sem gefið var út í ágúst.
Þessir bankastjórar eru allir hætt-
ir störfum núna eftir þjóðnýtingu
bankanna. Launahæsti bankastjór-
inn var Hreiðar Már Sigurðsson hjá
Kaupþingi sem var með tæpar átta
hundruð milljónir í tekjur á síðasta
ári. Þess má geta að þetta eru tekjur
bankastjóranna en ekki aðeins laun
þeirra fyrir reglubundin störf. Þeg-
ar rætt er um tekjur þeirra er átt við
laun og fjármagnstekjur til viðbótar,
til dæmis af kaupréttarsamningum
og sölu hlutabréfa. Árslaun banka-
stjóranna eru talsvert lægri. Sigurjón
Þ. Árnason bankastjóri hjá Lands-
bankanum var með tæpar 160 millj-
ónir í árstekjur. Þá var Lárus Welding
hjá Glitni með rúmar þrjú hundruð
milljónir. Halldór J. Kristjánsson hjá
Landsbankanum rekur lestina með
tæpar 86 milljónir króna á ári.
Tuttugu með milljarða
Tuttugu forstjórar deildu með sér
rúmlega tveimur milljörðum króna í
launa- og árangurstengdar greiðslur
á síðasta ári samkvæmt ársskýrslum.
Sá sem var með hæstu launin er Frið-
rik Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri
Straums-Burðaráss, en hann fékk
alls 412 milljónir fyrir sinn snúð. Þess
ber að geta að inni í launum Friðriks
er starfslokasamningur sem hann
gerði við bankann þegar hann lét af
störfum. Fjórir bankastjórar stærstu
viðskiptabankanna deildu með sér
tæpum hálfum milljarði í launatekj-
ur á síðasta ári. Þar af var Sigurjón
Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri
Landsbankans, með rúmlega hundr-
að og sextíu milljónir króna í laun.
Milljónir fyrir að tapa
Flest félög í Kauphöll Íslands skil-
uðu af sér ársreikningi fyrir árið 2007
og voru laun forstjóra þeirra allt frá
fimmtán milljónum króna fyrir árið
til hundraða milljóna. Þá var nokkuð
um að menn hættu störfum á árinu
og fengu þeir því starfslokagreiðsl-
ur. Mesta athygli vekur þó að þetta á
einnig við hjá því fyrirtæki sem tap-
aði um 67 milljörðum króna á árinu
og setti Íslandsmet í tapi, það er FL
Group. Þar fékk Hannes Smárason
90 milljóna króna starfslokasamn-
ing að viðbættum þeim 50 milljón-
um króna sem hann hafði hlotið í
laun og árangurstengdar greiðslur á
árinu. Hannes hætti í desember og
tók Jón Sigurðsson aðstoðarforstjóri
við af honum. Jón fékk um 32 millj-
ónir króna í laun á síðasta ári. FL
Group er nú Stoðir en fyrirtækið fór
í greiðslustöðvun eftir að Glitnir var
þjóðnýttur.
Níu hundruð milljónir í stjóra-skipti
Skýrasta dæmið um ríkidæmi for-
stjóranna fyrir kreppu er væntanlega
þrjú hundruð milljóna króna samn-
ingurinn sem var gerður við Lárus
Welding, fyrrverandi bankastjóra
Glitnis. Þá upphæð fékk hann fyrir
það eitt að taka til starfa hjá bankan-
um. Sama ár hætti Bjarni Ármanns-
son sem bankastjóri Glitnis en hann
hafði rekið bankann í tíu ár. Hann
fór þó ekki tómhentur heim, held-
ur fékk hann 190 milljónir króna í
launagreiðslur. Inni í því er starfs-
lokasamningur. Bjarni hagnaðist
enn fremur um 391 milljón króna á
kaupréttarsamningum eftir að hann
hætti. Það eitt að losa sig við einn
bankastjóra og ráða annan kostaði
Glitni því tæpar níu hundruð millj-
ónir króna á síðasta ári.
Tími ofurlauna liðinn
„Besta samlíkingin er sennilega
sú að þegar togaraskipstjórinn kom
að landi með verðmætan farm sem
var rétt um 200 milljónir í aflaverð-
mæti var hann spurður hvort það
væri ekki gaman að koma með svona
mikið að landi. Hann svaraði því til
að þetta væri ekki nema þriðjungur
af launum tekjuhæstu bankamann-
anna,“ segir Steingrímur J. Sigfússon,
formaður vinstri-grænna, um ofur-
laun forstjóra á Íslandi. Hann seg-
ir þessi laun hafa verið hluta af því
sjúka ástandi sem hér ríkti, og all-
ir tóku þátt í. Þar sé enginn undan-
skilinn. Hann segir það þó sárast að
þessir menn borguðu ekki eðlilega
skatta til samfélagsins, þökk sé fyrri
ríkisstjórn sem afnam hátekjuskatt.
„Ég held að tími ofurlauna sé lið-
inn hér á landi,“ segir Steingrímur að
lokum.
Þjóðverjar hafna bónusum
Bónusgreiðslur eru umdeildar
víða um veröld. Til að mynda sagði
Josef Ackerman, aðalbankastjóri
Deutsche Bank, sem var sá launa-
hæsti af forstjórum þrjátíu stærstu
fyrirtækjanna í Þýskalandi, að hann
ætlaði að fórna bónusgreiðslum
þessa árs vegna þess að bankinn
glímir nú við mesta fjármálavanda
frá því í kreppunni miklu 1929. Þetta
á líka við um bankastjóra nokkurra
fjárfestingarbanka í Þýskalandi; þeir
verða af bónusgreiðslum þessa árs
vegna ástandsins.
„Þessu fordæmi verða margir
aðrir að fylgja,“ sagði Michael Glos,
fjármálaráðherra Þýskalands, við
þingmenn í Berlín fyrir nokkrum
dögum. „Þetta eru fyrstu ánægjulegu
merki þess að forstjórar hafi ákveðið
að stinga ekki bónusgreiðslum í eig-
in vasa.“
Afturkræfar bónus-
greiðslur
Mörg dæmi
eru þess víða
um lönd,
til dæm-
is í Banda-
ríkjunum,
að banka-
stjórar af-
þakki bón-
usgreiðslur
eða verði
af þeim
vegna ákvörðunar bankastjórna.
Alessandro Profumo, aðalbanka-
stjóri ítalska bankans UniCredit SpA,
verður af árangurstengdum bónus-
greiðslum á þessu ári þar sem bank-
inn nær engan veginn markmiðum
sínum um arðsemi. Á síðasta ári fékk
hann liðlega 9 milljónir evra í sinn
vasa, þar af 6 milljónir evra í bónus-
greiðslur og aðrar árangurstengdar
greiðslur, eða sem svarar 900 millj-
ónum íslenskra
króna sé
miðað við núverandi gengi.
Bandarísk yfirvöld hafa ákveð-
ið að rannsaka gjaldþrot nokkurra
banka. Athugaðar verða bónus-
greiðslur til yfirmanna og gerð krafa
um að þær verði afturkræfar 2 ár aft-
ur í tímann.
Vill ekki tala um þessa hluti
Svör hafa ekki enn fengist um
bónusgreiðsl- ur og
laun for-
stjóra á
þessu
ári
Þeir fengu milljarða í ofurlaun
Friðrik Jóhannsson
Lárus Welding
VALur greTTissoN
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
Forstjórarnir í Kauphöllinni
Forstjóri Árslaun í milljónum krónaSigurgeir brynjar kristgeirsson, Vinnslustöðin 5,0erlendur Hjaltason, exista
33,8jón karl ólafsson, icelandair
34,0þórður Sverrisson, Nýherji
34,7Sigurður Valtýsson, exista
40,5Hörður arnarson, Marel
45,0Hannes Smárason, FL group
50,0ari edwald, 365
54,0baldur guðnason, eimskip
61,0guðmundur Hauksson, SProN
61,0jón Sigurðsson, Össur
64,0Xavier govare, alfesca
68,0Árni Pétur jónsson, teymi
83,0William Fall, Straumur
94,0Hreiðar Már Sigurðsson, kaupþing 110,0Lárus Welding, glitnir
114,0Magnús jónsson, atorka
117,0Ágúst guðmundsson, bakkavör 130,0Sigurjón þ. Árnason, Landsbankinn 163,5Friðrik jóhannsson, Straumur-burðarás 412,0
inni í þessum tölum eru laun og árangurstengdar greiðslur. Laun þeirra Lárusar Welding og Williams Fall eru framreiknuð þar sem þeir hófu störf á þessu ári. Starfslokagreiðslur eru undanskildar í tilfellum þeirra sem hafa hætt störfum, líkt og jóns karls ólafssonar og Hannesar Smárasonar. þá ber að geta þess að laun Lárusar Welding eru miðuð við síðasta ár og koma þau til með að lækka um helming á þessu ári vegna ákvörðunar stjórnar glitnis.
sigurður einarsson og
Hreiðar Már sigurðsson Í
ráðherrabústaðnum við hrun
íslenska efnahagskerfisins.
Lárus Welding Fékk þrjú hundruð
milljónir fyrir að byrja að vinna. að auki fékk hann 114 milljónir í árslaun.
sigurjón Þ. Árnason annar banka-
stjóri Landsbankans vill ekki ræða
meintar bónusgreiðslur sem ráðamenn fengu um síðustu mánaðamót.
Hannes smárason
milljónir fyrir að tapa rúmlega sextíu
milljörðum hjá FL g
Tíu tekjuhæstu bankamenn landsins1.Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri kaupþings 741,62. bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri glitnis 5163.Friðrik jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Straums-burðaráss 373,24.Steinþór gunnarsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans 3545.Lárus Welding, forstjóri glitnis
3186. jón diðrik jónsson, fyrrverandi forstjóri glitnis á Íslandi 296,47. guðmundur Örn þórðarson, framkvæmdastjóri Property group í danmörku 268,88. jón kristinn oddleifsson, Landsbankanum 2589. tómas kristjánsson, fyrrverandi starfsmaður glitnis 256,810.Finnur reyr Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður glitnis 242,4
tekjur í milljónum króna árið 2007
þriðjudagur 21. október 2008 3
Fréttir
„Það hefur eng-
in ákvörðun verið
tekin en mér sjálf-
um finnst eðlilegt
að þessi mál séu
uppi á borðinu,“
segir Ágúst Ólafur
Ágústsson, varafor-
maður Samfylk-
ingarinnar.
DV sagði frá
því í gær að engin
svör hafi enn bor-
ist frá Fjármála-
eftirlitinu við fyr-
irspurn DV um
launakjör bankastjóra nýju rík-
isbankanna. Í þættinum Í bítið
á Bylgjunni í gærmorgun sagð-
ist Ágúst Ólafur vilja skoða það
hvort launaleynd yrði aflétt.
Ágúst sagði í samtali
við DV í gær að á fundi
með bankastjórum í
gærmorgun hefði engin
ákvörðun verið tekin um
hvort og þá hvenær laun-
in yrðu gefin upp. Hann
sagði að almennt væru
launakjör starfsmanna
hlutafélaga í eigu ríkis-
ins ekki uppi á borðinu
en hann segist sjálfur
vilja beita sér fyrir því að
það verði endurskoðað.
„Okkur gefst nú tæki-
færi til að byrja á núlli og
hafa þessi mál gegnsæ. Það tæki-
færi eigum við að nýta okkur,“ seg-
ir Ágúst en bendir þó á að útsvar
allra launa sé aðgengilegt í álagn-
ingarskrá hjá skattstjóra sem út
kemur síðla sumars ár hvert.
DV hefur einnig óskað eftir
því að fá uppgefin kjör
nefndarmanna í
skilanefndum
Nýja Glitn-
is og Nýja
Landsbank-
ans. Svar við
þeirri fyrir-
spurn hefur
heldur ekki
borist en í dag
er vika síðan
fyrst var eftir því
leitað.
baldur@dv.is
Vill launin upp á borðið
mánudagur 20. október 20086 Fréttir
InnlendarFréttIrritstjorn@dv.is
Íhuga að stefna lögreglunni
„Ef smygl hefði verið um borð
hefði verið löngu búið að koma því
frá borði þar sem skipið var búið að
vera í höfninni í þrjá sólarhringa,“
segir Guðmundur Sigvaldason,
verksmiðjustjóri Þörungaverk-
smiðjunnar á Reykhólum.
Í síðustu viku urðu starfsmenn
verksmiðjunnar mjög óánægðir
með störf lögreglunnar í sýslunni
þegar hún fór um borð í danska
skipið Hein sem hafði legið við
höfn í þrjá daga. Guðmundur er
mjög ósáttur við þessar aðgerð-
ir lögreglunnar og íhugar að fara í
mál vegna þeirra, þar sem gífurlegt
tjón hafi orðið á vinnslu fyrirtækis-
ins. „Ég veit ekki hvort við förum í
mál, það er ekki búið að taka neina
afstöðu í því. Menn voru mjög
óánægðir því maður hefur
ekki kynnst svona áður.
Menn hafa komið hingað
og farið í skip og við feng-
ið að halda áfram en ekki
með svona læti og dóna-
skap.“
Hann segir að lög-
reglumenn hafi verið með
dónaskap við starfsmenn
við höfnina. „Það var einn
starfsmaður sem fór til
þeirra en þeir voru bara
með skæting við
hann og sögðu
að þetta
væru verk-
lagsreglur
einhverj-
ar,“ segir
Guðmundur sem furðar
sig á vinnubrögðum
lögreglunnar.
Önundur Jóns-
son, yfirlögreglu-
þjónn á Vest-
fjörðum, segir að
aðgerðin hafi ver-
ið ósköp eðlileg
tollavinna. „Það
er mjög algengt að
svona sér gert, þó
að við séum búnir
að fara um
borð í
skip, þá fylgjumst við með skipum
þegar þau ferðast um,“ segir Ön-
undur en enginn smyglvarning-
ur fannst um borð í skipinu. Hann
segir að tveir lögreglumenn hafi
farið á staðinn til að kanna skipið.
Aðspurður hvort vinnutap hafi
orðið í verksmiðjunni segir hann
ekki svo vera. „Lögreglan stöðvaði
enga vinnu, það þurfti þess ekkert.
Það er engin ástæða til að stöðva
vinnu þegar lögreglan fer um borð
nema það hafi verið einhver vand-
ræði.“
bodi@dv.is
Lögregla að störfum guðmundur er ósáttur
við að starfsemi fyrirtækis hans hafi raskast
vegna aðgerða lögreglu.
DV hefur nú í sex daga árangurslaust
óskað eftir upplýsingum um launa-
kjör nýrra bankastjóra Landsbank-
ans og Glitnis, sem og laun þeirra
sem sitja í og leiða skilanefndir bank-
anna þriggja sem þjóðnýttir voru á
dögunum.
Samkvæmt upplýsingum frá við-
skiptaráðuneytinu hefur Fjármála-
eftirlitið þessi mál á sinni könnu. Þar
fengust einnig þær upplýsingar að
þessar upplýsingar ættu ekki að vera
leyndarmál.
Frá Fjármálaeftirlitinu hafa eng-
in svör borist önnur en þau að haft
verði samband við blaðamann þegar
svör við fyrirspurninni liggja fyrir.
Ókunnugt um samninga
Geir H. Haarde forsætisráðherra
var spurður um launakjör nýrra
bankastjóra og skilanefnda á blaða-
mannafundi sem
hann hélt í síð-
ustu viku. Hann
sagði að starfs-
menn Fjár-
málaeftir-
litsins hefðu
annað og
þarfara við
tímann að gera
en að velta fyr-
ir sér
launum þessa fólks. Í því samhengi
má benda á að eftir að ríkið tók rekst-
ur bankanna yfir greiðast þau laun
úr vösum almennings. Geir sagðist
raunar ekki vita hvort búið væri að
semja um launakjör við bankastjór-
ana og skilanefndirnar. Í stað þess að
ganga úr skugga um stöðu mála eftir
fundinn sagði Geir: „Áfram Ísland!“
og brá sér á völlinn.
Með á þriðju milljón í fyrra
Bankastjórar Nýja Glitnis hf.
og Nýja Landsbankans hf. eru þær
Birna Einarsdóttir, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri viðskiptabankasviðs
Glitnis, og Elín Sigfúsdóttir, fyrrver-
andi forstöðumaður fyrirtækjasviðs
hjá Landsbankanum. Samkvæmt
tekjublaði Mannlífs var Birna með
2.587.442 krónur á mánuði að jafn-
aði í fyrra.
Tugir milljóna í laun
Tekjur Elínar er ekki að
finna í tekjublaðinu en þó er
ljóst að fráfarandi banka-
stjórar Lands-
bankans áttu
vel fyrir salti
í grautinn.
Sigurjón Þ.
Árnason var
með rúmar 13
milljónir á mán-
uði og Halldór
J. Kristjánsson
var með
rúmar 7 milljónir. Ekki er búið að
ráða nýjan bankastjóra Kaupþings
en fráfarandi forstjóri var skatta-
kóngur Íslands í fyrra; hafði 64 millj-
ónir á mánuði. Forstjóri Glitnis, Lár-
us Welding, hafði 27 og hálfa milljón
á mánuði.
Tími ofurlauna liðinn
Eins og fram hefur komið fór DV
þess á leit við Fjármálaeftirlitið að
fá veittar upplýsingar um launakjör
þeirra sem eru í skilanefndum bank-
anna. Það hefur enn ekki verið upp-
lýst en í áðurnefndu tekjublaði kem-
ur fram að Árni Tómasson, sá sem
leiðir skilanefnd Glitnis, var með
tæpar 1,4 milljónir í tekjur á mánuði
í fyrra, örlítið minna en Jónas Fr.
Jónsson, forstjóri Fjármála-
eftirlitsins, sem hafði um
eina og hálfa milljón í
tekjur á mánuði í fyrra.
Hafa ber í huga að
forsætisráðherra hef-
ur lýst því yfir að tími
ofurlauna sé liðinn og
því óvarlegt að ætla að
mánaðartekjur hinna
nýju bankastjóra, eða
formanna skilanefnda,
verði jafnháar og tekj-
ur forvera þeirra.
Eru launin
lEyndarmál?
Geir H. Haarde
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Launin lækka tími ofurlauna
er liðinn, að sögn ríkisstjórnar-
innar. ekki hefur fengist uppgefið
hver laun nýs bankastjóra eru.
Geir H. Haarde forsætisráð-
herra Segist ekki vita hvort búið
sé að semja við bankastjóra.
Tugmilljónir á mánuði
Lárus Welding, fyrrverandi
forstjóri glitnis, hafði 27
milljónir á mánuði í fyrra.
Hvetja til
jafnréttis
„Jafnréttisráð telur að jafnrétt-
issjónarmiða hafi ekki verið fylli-
lega gætt við skipun í svokallaðar
skilanefndir undanfarna daga og
vikur. Ráðið hvetur stjórnvöld og
öll þau sem nú hafa fjöregg lands
og þjóðar í hendi sér til góðra
verka og til að virða jafnréttislög
í hvívetna.“ Þetta segir í álykt-
un sem Jafnréttisráð sendi frá
sér. Þar segir einnig að gríðar-
legar efnahagshamfarir feli í sér
tækifæri til breytinga og umbóta,
kynjasjónarmið þurfi að hafa
að leiðarljósi og að atvinnuleysi
megi ekki bitna harðar á öðru
kyninu. Ráðið fagnar því að fyrstu
kvenbankastjórarnir hafi nú ver-
ið ráðnir en segir að betur megi
ef duga skuli.
Tvöföldunin
komin í gagnið
Kristján L. Möller sam-
gönguráðherra vígði í gær
tvöfalda Reykjanesbraut frá
Hafnarfirði að Njarðvík.
Tvöföldun Reykjanes-
brautar hefur tekið tæp sex
ár. Framkvæmdir hófust í
janúar 2003 og lauk fyrri hluta
framkvæmdanna í október ári
síðar. Tafir urðu hins vegar á
seinni hluta tvöföldunarinnar
vegna þess að Jarðvélar sögðu
sig frá verkinu eftir að félagið
komst í þrot. Nú er loks hægt
að hleypa umferð á báðar ak-
reinar, hálfum mánuði áður
en menn gerðu ráð fyrir við
síðustu áætlun.
ásmundur
hjálpar Geir
Geir H. Haarde forsætisráð-
herra hefur nú fengið Ásmund
Stefánsson ríkissáttasemjara
til liðs við sig. Í tilkynningu frá
forsætisráðuneytinu segir að
áfallið á fjármálamarkaði kallaði
á fjölþætt viðbrögð jafnt á vett-
vangi ríkisstjórnarinnar
sem hinna ýmsu stofna
samfélagsins. Hlutverk
Ásmundar verður að
treysta yfirsýn,
vera tengiliður
og tryggja betur
tengsl forsæt-
isráðherra og
ríkisstjórnar-
innar og bæta
samhæfingu
þeirra mörgu
sem að starfinu
koma.
20 % afmælisafsláttur
af öllum hefðbundnum
myndatökum og stækkunum
í október.
Nú er um að gera að panta stax
Mynd - ljósmyndastofa í 25 ár.
MYND
Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði
S: 565 4207 www.ljosmynd.is
20. o tóber 2008
Vill gegnsæi Ágúst ólafur
Ágústsson segir ekki ljóst hvort laun
nýju bankastjóranna verði gefin upp.
Samkvæmt heimildum DV er
talið fullvíst að Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn (IMF) leggi til verulegan
niðurskurð ríkisútgjalda til þess
að mæta fyrirsjáanlegum tekju-
samdrætti ríkissjóðs eftir banka-
hrunið og miklar skuldbindingar
því samfara. Jafnframt er búist við
að gripið verði til skattahækkana
og þannig verði farin blönduð
leið til þess að draga úr högginu
og komast hjá fjöldauppsögnum
opinberra starfsmanna, svo sem
innan mennta- og heilbrigðis-
kerfisins. IMF leggur til að stýri-
vextir verði áfram háir til þess að
draga úr útstreymi gjaldeyris sem
IMF kann að lána íslenska ríkinu.
Þá eru einnig mestar líkur á því að
gengi krónunnar verði látið fljóta
enn um sinn að ráði IMF.
Sérfræðingar IMF fara nú yfir
uppfærðar tölur um stöðu ís-
lenska þjóðarbúsins. Fullvíst er
talið að ríkisstjórnin taki ákvörð-
un um það á ríkisstjórnarfundi
fyrir hádegi í dag að sækja um
aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
enda í fá önnur hús að venda. Tak-
ist samkomulag um slíkt er eins
víst að boðað verði til þingflokks-
funda stjórnarflokkanna þar sem
fjallað verður um neyðarástand
íslenska efnahagslífsins og vænt-
anlega aðstoð sjóðsins.
Geir H.Haarde forsætisráð-
herra segir að skilyrði þau sem
IMF kunni að setja snerti fyrst
og fremst efnahagsstefnuna sem
þjóðin verði hvort sem er að gang-
ast undir. Hann vill ekki staðfesta
frétt Financial Times í gær um
að þegar hafi tekist samkomulag
um 6 milljarða dollara lán, þar af
eins milljarðs dollara lán frá IMF,
en seðlabankar Norðurlanda og
Japans standi undir hinum hluta
lánsins.
Samkvæmt heimildum DV
gætti andstöðu innan forystu
Sjálfstæðisflokksins varðandi
samstarf við IMF og lán frá sjóðn-
um. Úr þeirri andstöðu hefur
dregið eftir því sem næst verður
komist enda brýnt talið að end-
urreisa sem fyrst trúverðugleika
gjaldeyrisviðskipta og íslenska
fjármálakerfisins.
Financial Times kveðst hafa
upplýsingar frá fólki sem þekki
vel til viðræðna IMF og íslenskra
stjórnvalda. Tekið er fram að skil-
yrði IMF fyrir lánveitingunni snúi
fyrst og fremst að bankakerfinu
og endurreisn þess, ríkisfjármál-
um og gengismálum. „Engar
kröfur eru gerðar um grundvall-
arbreytingar á innviðum velferð-
arkerfisins,“ hefur FT eftir einum
viðmælanda sínum.
Viðmælendur DV úr röðum
stjórnarflokkanna segja óhugs-
andi að gangast undir skilyrði
sem felist í veðsetningu auðlinda
eða skuldaskilum við aðrar þjóð-
ir umfram það sem lög mæla fyr-
ir um.
johannh@dv.is
Opinber störf í hættu
og skattahækkanir
Geir H. Haarde Forsætisráð-
herra segir að skilyrði þau sem
iMF kunni að setja snerti fyrst
og fremst efnahagsstefnuna
sem þjóðin verði hvort sem er
að gangast undir.
„Ég held að tími
ofurlauna sé liðinn
hér á landi.“
þrátt fyrir að DV hafi spurt banka-
stjóra Landsbankans að því. Þeir
vildu ekki tjá sig um meintar bónus-
greiðslur upp á tíu milljarða á árinu.
Þá vildu þeir ekki tjá sig um hvort
ráðamönnum bankans hefðu verið
borgaðar bónusgreiðslur um mán-
aðamótin september/
október.
„Ég vil ekki tala
um þessa hluti,“
svaraði Sigur-
jón Þ. Árnason
við það tækifæri. Samkvæmt heim-
ildum DV hafa skilanefndir bank-
anna ráðið óháð skoðunarfyrirtæki
til þess að fara yfir rekstur bankanna.
Ársuppgjörs og niðurstöðu er að öll-
um líkindum ekki að vænta fyrr en í
byrjun næsta árs.
S Fékk fimmtíu
roup á síðasta ári.
Sigurgeir Brynjar
Kristgeirsso Forstjóri
Vinnslustöðvarinnar, er
fátækasti forstjórinn en
hann fékk aðeins fimmtán
milljónir í árslaun á
síðasta ári.
Hreiðar Már Sigurðsson
bankastjóri kaupþings fékk
110 milljónir í árslaun.
HÁÐ DÖNUM
UM SÚREFNI
„Þetta er öryggismál fyrst og fremst,
við vitum ekkert hvað verður um
innflutning á næstunni,“ segir Sig-
urbjörg Sverrisdóttir, framkvæmda-
stjóri Linde Gas Therapeutics sem er
hluti af Ísaga ehf. Íslenska ríkið ákvað
að bjóða út viðskipti með lyfjasúrefni
og lyfjaglaðloft til loka árs 2007 og tók
í kjölfarið tilboði frá danska fyrirtæk-
inu Strandmöllen.
Ísaga hefur í áratugi séð íslenska
heilbrigðiskerfinu fyrir súrefni en á
næstu misserum mun það breytast.
Bjarni Arthúrsson, ábyrgðarmaður
innkaupa í heilbrigðisráðuneytinu,
segir verðtryggingarákvæðið í samn-
ingnum sem gerður var við Strand-
möllen vera í dönskum krónum. Fyr-
irtæki fyrrverandi herraþjóðar okkar
mun því á næstu misserum sjá Ís-
lendingum fyrir súrefni.
„Þarna er verið að nota gjaldeyri
þegar við sem þjóð þurfum að spara
hann,“ segir Sigurbjörg. Í bréfi sem
Ísaga sendi frá sér til nefndarmanna
í efnahags- og skattanefnd Alþing-
is og fjárlaga- og heilbrigðisnefnd í
seinustu viku kemur meðal annars
fram að sá 40 milljóna króna sparn-
aður, sem átti að nást með samn-
ingi við Strandmöllen, standist ekki.
„Opinberar fullyrðingar um að ríkið
spari „að minnsta kosti 40 milljónir á
ári“ með því að semja við Dani stóð-
ust hins vegar ekki þegar tilboð voru
opnuð og eru enn fjær því að standast
nú þegar gengi íslenskrar krónu hefur
þróast svo sem raun ber vitni.“ Sigur-
björg segir það snúast fyrst og fremst
um öryggi að láta íslenskt fyrirtæki sjá
heilbrigðiskerfinu fyrir lyfjasúrefni,
það sé slæmt að vera háð fyrirtæki í
öðru landi um slíkt.
„Sparnaðurinn er lágmark 40
milljónir miðað við þær upplýsingar
sem lágu fyrir þegar tilboðum var tek-
ið,“ segir Bjarni Arthúrsson, ábyrgð-
armaður innkaupa í heilbrigðis-
ráðuneytinu. Hann segir tilboð Ísaga
einnig hafa verið háð breytingum
samkvæmt verðtryggingarákvæði
og því sé ekki ljóst hversu mikið það
hefði hækkað á sama tíma. „Báðir
bjóðendurnir voru með verðtrygg-
ingarákvæði. Það er ekki hægt að fella
dóm núna og segja að önnur hvor að-
ferðin sé óhagstæðari fyrir samnings-
tímabilið, sem er tvö ár,“ segir hann.
Hann tekur fram að Strandmöllen og
Fastus hafi stofnað íslenskt fyrirtæki
saman hér á landi og því sé ekki um
erlent fyrirtæki að ræða. Bjarni full-
yrðir að samningurinn við Strand-
möllen og Fastus sé ennþá hagkvæm-
ari en Ísaga bauð.
„Miðað við gengi íslenskrar krónu
14. október 2008 blasir við að það til-
boð sem ríkið tók er orðið 22% hærra
en tilboðið sem hafnað var. Við erum
með öðrum orðum að tala um að
borga hátt í tvo tugi milljóna króna á
ári í viðbót fyrir dönsku lyfjaloftteg-
undirnar og verja dýrmætum gjaldeyri
fyrir um 100 milljónir króna á ári í inn-
flutning á vöru sem í þokkabót er orðin
mun dýrari en íslenska framleiðslan,“
segir einnig í bréfinu frá Ísaga og Linde
Gas Therapeutics. Sigurbjörg bendir á
að samningur heilbrigðisráðuneytis-
ins við Strandmöllen fari þvert á yfir-
lýsingar ráðamanna um að styðja þurfi
við íslenska framleiðslu.
JÓN BJARKI MAGNÚSSON
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
Súrefnisleysi Ágreiningur er um
hvaða áhrif nýr samningur
heilbrigðisráðuneytisins við danska
fyrirtækið Strandmöllen um kaup á
súrefni til spítalanna muni hafa.