Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Page 36
FÖSTUdagUr 24. OKTÓBEr 200836 Helgarblað
Ég er enn að venjast því að vakna svona snemma á morgnana. Stundum stelst ég til þess að vaka lengur og
maður finnur fyrir því daginn eftir,“
segir Kolbrún sem gekk til liðs við
útvarpsþáttinn Í bítið á Bylgjunni
fyrir rúmu einu og hálfu ári og vakn-
ar með Íslendingum á hverjum virk-
um morgni við hlið Heimis Karls-
sonar.
„Ég ólst upp í Árbænum, bjó þar
frá fjögurra ára aldri. Tók smá útúrdúr
í tvö ár er ég bjó í Kópavogi. En í fyrra
keyptum við hús í Árbænum, við
hliðina á húsi foreldra minna og hús-
inu sem ég ólst upp í,“ segir Kolbrún
og brosir breitt. „Ég upplifi það ennþá
að keyra inn í hverfið hversu undar-
legt það er að vera ekki á leið heim til
mömmu og pabba og inn í herberg-
ið mitt, heldur í mitt eigið hús,“ bæt-
ir hún við. Henni líður aldrei betur
en heima. „Árbærinn er eins og sveit
í borginni, hér er mikil veðursæld og
notalegt að vera.“
Stimpluð af Djúpu lauginni
Íslendingar fengu þó fyrst að
kynnast Kolbrúnu í stefnumótaþætt-
inum Djúpu lauginni sem sýndur var
á Skjá einum á sínum tíma. Þetta var
gullöld stöðvarinnar og Kolbrún sem
hafði aldrei unnið í fjölmiðlum, hvað
þá sjónvarpi, lét verða af því og sótti
um.
„Mig langaði lengi í stjórnmála-
fræði og hugur minn stefndi fyrr eða
síðar í fjölmiðla þó kannski ekki í þátt
eins og Djúpu laugina,“ segir Kolbrún
og viðurkennir að hún hafi sótt um
því þetta var nokkuð sem kitlaði for-
vitni hennar.
„Ég horfði oft á Skjá einn á þeim
tíma. Sá að það var verið að auglýsa
eftir fólki og lét verða af því. Það er
skondið en ég átti í svakalegum erf-
iðleikum með að finna mynd til að
senda með umsókninni, en ég er með
fóbíu fyrir myndavélum,“ segir Kol-
brún og hlær. Hún viðurkennir að þó
svo að þátturinn hafi verið skref í rétta
átt hafi hann háð henni meira en ella
í seinni tíð.
„Ég hef fengið það á tilfinninguna
að fólk taki mig ekki alvarlega. Ég er
stimpluð af Djúpu lauginni en er svo
miklu meira en bara þessi þáttur,“
segir Kolbrún og bætir við: „Það er
lygilegt hvað fólk man vel eftir mér
sem er fyndið því ég er búin að gera
svo margt annað.“
Kolbrún eignaðist sitt fyrsta barn
Theodóru ung að aldri. Hún var að-
eins 22 ára. Hún lét það aldrei stöðva
sig í því sem hún vildi gera og vann
hún hin ýmsu störf til þess að drýgja
tekjurnar. Kolbrún vann um tíma sem
hárgreiðslukona, en sneri þó fljótt
baki við því starfi. Það var eitthvað
annað sem beið hennar.
Vonlaus í saumaklúbbum
Frá unga aldri hafði stjórnmála-
fræðin heillað hana. Hún viðurkennir
að vera mjög ástríðufull þegar kemur
að pólitíkinni. Og lét hún loksins verða
af því að fara í háskólann. „Þeir sem
þekkja mig vita að ég með ofboðslega
sterka réttlætiskennd og ég hef mik-
inn áhuga á stóru myndinni. Er lítið
að velta mér upp úr minni hlutunum.
Ég er vonlaus í saumaklúbbum. Er al-
veg úti á túni þegar vinkonurnar eru
að tala um einhverja manneskju. Svo
kaffæri ég þær með pólitískum skoð-
unum mínum. Um tíma voru þær
orðnar svakalega þreyttar á mér, en í
dag hafa þær meiri áhuga sjálfar á því
sem er að gerast,“ segir hún.
„Annars kynntist ég mörgum af
mínum bestu vinkonum í dag í stjórn-
málafræðinni og við tökum heilu
kvöldin þar sem við tölum einungis
um pólitík. Fórum eitt sinn upp í bú-
stað þar sem stjórnmálin voru rædd
í pottinum og vandamál heimsins
nánast leyst,“ segir Kolbrún hlæjandi
og ástríðan skín í gegn.
Skíthrædd í sjónvarpi
Eftir fyrsta árið í stjórnmálafræð-
inni, leysti hún af í morgunþættin-
um Ísland í bítið sem sendur var út
í beinni útsendingu á hverjum ein-
asta morgni. Þar kynntist hún Heimi
Karlssyni sem átti stóran þátt í því að
Kolbrún sneri aftur í morgunþáttinn Í
bítið.
„Það skiptir miklu máli að geta
unnið vel saman. Ég vissi nákvæm-
lega að hverju ég gekk er ég sneri aft-
ur. Við erum afar ólík og á sama tíma
mjög lík,“ segir Kolbrún og lýsir því
hvernig það var að vakna með þjóð-
inni á hverjum einasta morgni nánast
óreynd.
„Ég var skíthrædd til að byrja með.
Það er svo miklu erfiðara að vera í
sjónvarpi en fólk gerir sér grein fyr-
ir. Þetta var stuttur tími, aðeins þrír
mánuðir og það tók megnið af tím-
anum að komast inn í þetta,“ játar
Kolbrún. Hún lét þó ekki deigan síga
þrátt fyrir erfitt sumar. Um haustið
fékk Kolbrún vinnu á fréttastofu Rík-
isútvarpsins þar sem hún vann sem
fréttamaður í rúmt ár með skólanum
og undi sér vel.
„Ég gekk í gegnum sömu krísur
þar og í sjónvarpinu. Það má segja
að ég hafi verið eins og skrattinn úr
sauðarleggnum þar og þurft að sigr-
ast á fullt af nýjum áskorunum. Ég
komst þó að því þar að útvarp á mjög
vel við mig. Það sem truflaði mig við
sjónvarpið voru myndavélarnar í stað
þess að geta slappað af fyrir fram-
an hljóðnemann. Það er allt öðruvísi
upplifun að hlusta en að horfa,“ segir
Kolbrún.
Magnaðir tímar
Blaðamaður forvitnast um hvort
Kolbrún sé krítísk á sjálfa sig. „Ég
er örugglega minn versti óvinur. Ég
hugsa oft með mér „ég gerði þetta
ekki nógu vel“ eða „þetta var asna-
legt“ en ef maður ætlar að lifa eftir því
er alveg eins gott að leggja mann bara
Vill gifta sig í
gallabuxum
KrefjanDi Vinna Kolbrún viðurkennir
að gott sé að hafa Heimi Karlsson sér við hlið
á morgnana. Það sé stundum erfitt að vinna
fyrir framan alþjóð.