Lögmannablaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 3

Lögmannablaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 3
I. Árið 1992 verður efalaustlengi í minnum haftmeðal lögmanna vegna þeirra stórfelldu breytinga sem urðu á réttarfarsreglum á nán- ast öllum sviðum lögfræðinnar. En í kjölfarið fylgdu fleiri breyt- ingar. Allur aðbúnaður þeirra sem við dómstólana starfa, dómara, lögmanna og annarra, hefur tekið ótrúlegum stakka- skiptum. Virðulegt og glæsilegt dómhús var tekið í notkun fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og allir héraðsdómar landsins hafa fengið nýja og betri aðstöðu, síðast Héraðsdómur Suð- urlands á síðasta ári. Tignarlegast er þó nýtt hús Hæstaréttar Íslands sem vígt var haustið 1996. Í raun og veru er með ólíkindum á tímum sparnaðar, niðurskurðar og hins eilífa barnings ríkisvaldsins til að ná hallalausum rekstri, að fengist hafi fé í það án teljandi há- vaða. Þeir sem muna t.d. litlu kompuna í Vestmannaeyjum sem kölluð var réttarsalur, morknum veggjum og þrengslunum í Bæjar- þingi Reykjavíkur og fúkkalyktinni í gamla Hæstarétti finna muninn og fagna því bæði réttarfarsbreyting- um og nýrri vinnuaðstöðu. Auðvit- að er það svo að margir hafa kom- ið að ákvarðanatöku vegna þessa en ljóst að nafn Þorsteins Pálsson- ar, dómsmálaráðherra, kemur fyrst upp í hugann. II. Síðasta starfsár stjórnar Lög- mannafélags Íslands hefur verið annasamt og að nokkru leyti erfitt. Mestur tími fór, eins og ævinlega, í að fjalla um aga- og umkvörtunar- mál af ýmsum toga. Það er langt í frá auðvelt að fjalla um mál kollega sinna og auðvitað svo að ekki verður til þess ætlast að öllum líki jafnvel við niðurstöður stjórnar- innar. Hins vegar verð ég æ sann- færðari um að eftirlits- og agavald getur hvergi annarsstaðar verið en innan félagsins sjálfs og sjálfur vildi ég frekar láta vega og meta mín verk af kollegum mínum en ein- hverri nefnd á vegum hins opin- bera. Um þessi efni hafa fallið mörg orð og verða þau ekki end- urtekin hér. Hins vegar leiðir þetta hugann enn og aftur að lögmanna- frumvarpinu en á því hafa nú ver- ið gerðar verulegar breytingar, sem allar eru nær hugmyndum sem fram koma í frumvarpi því sem stjórn Lögmannafélagsins lét gera. Er það vel ef allt gengur eftir í þeim efnum, en stjórn Lögmanna- félagsins hefur beitt sér til að ná fram breytingunum í samræmi við þann vilja félagsmanna sem birtist í viðhorfskönnuninni 1996. Nýr dómur Hæstaréttar knýr einnig á um að breytingar verði gerðar á skipulagi félagsins og þau skilaboð sem koma fram í dómin- um voru þegar komin inn í frum- varpið. Mikið verk bíður næstu stjórnar því það er ekki einfalt að skipta starfsemi félagsins upp í þau verk sem skylduaðildarþættinum eiga að fylgja og þess hluta starf- seminnar sem á að falla undir frjálsa aðild. Í þá vinnu verður að kalla til fjölda félagsmanna og heppilegt að sem flestir leggi fram sitt lið og hugmyndir um hvernig skiptingunni verður best fyrirkom- ið. III. Sá sem þetta skrifar hefur setið sem formaður Lögmannafélagsins s.l. ár og var varaformaður þess í tvö ár þar á undan. Á aðalfundi 1997 lýsti ég því yfir að ég myndi ekki sitja nema eitt ár og nýr for- maður verður því kosinn á næsta 3Lögmannablaðið Sigurmar K. Albertsson, hrl. Að lokum ... Lögmannafélag Íslands Álftamýri 9, 108 Reykjavík sími (telephone): 568-5620 bréfsími (telefax): 568-7057 tölvupóstur (E-mail): lmfi@tv.is Stjórn L.M.F.Í. Sigurmar K. Albertsson, hrl., formaður Jakob R. Möller, hrl., varaformaður Kristinn Bjarnason, hdl., ritari Kristín Briem, hrl., gjaldkeri Sigurbjörn Magnússon, hrl., meðstjórnandi Starfsfólk L.M.F.Í. Marteinn Másson, framkvæmdastjóri Hildur Pálmadóttir, ritari Blaðið er sent öllum félagsmönnum. Ársáskrift fyrir utanfélagsmenn: kr. 1.500 + vsk. Verð pr. tölublað kr. 300 + vsk. Prentun: Borgarprent h.f. Umsjón auglýsinga: Öflun ehf., sími 561-4440 Sigurmar K. Albertsson, hrl., formaður L.M.F.Í. Hins vegar verð ég æ sannfærðari um að eftirlits- og agavald getur hvergi annarsstaðar verið en innan félagsins sjálfs ...

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.