Lögmannablaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 4

Lögmannablaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 4
aðalfundi. Nú er það auðvitað svo að félagsstörf af þessum toga eru tímafrek og það hlýtur að reyna á þolrif þeirra sem með þeim vinna er taka að sér félagslega vinnu. Allt hefur þetta þó gengið ágætlega og raunar verður að viðurkenna að eftirsjá verður að því að hætta, því í raun og sann er bæði skemmti- legt og lærdómsríkt að starfa í stjórn Lögmannafélags Íslands. Um leið og ég þakka þeim fjöl- mörgu lögmönnum sem hafa verið boðnir og búnir til starfa fyrir félag- ið þegar eftir því var leitað, vil ég þakka það traust og þann heiður sem mér var sýndur með að velja mig sem formann á sínum tíma og óska nýjum formanni og stjórn vel- farnaðar í mikilvægum störfum. 4 Lögmannablaðið Handsal - filma Mál fyrir Hæstarétti Íslands árið 1997 Nýlega bárust upplýsingar frá Hæstarétti Íslands um mál fyrir réttinum á síð- asta ári, fjölda þeirra, flokkun eftir niðurstöðum o.fl. Fjöldi mála. Á árinu 1997 bárust alls 524 mál, sem er nokkur fjölgun frá árinu áður, en þá voru málin 475 talsins. Áfrýjuð mál voru 329 (254 einkamál og 75 opinber mál) og kærumál 195 (104 einkamál og 91 opinbert mál). Í lok síðasta árs var ólokið alls 192 áfrýjunarmálum (162 einkamálum og 30 opinberum málum) og 8 kærumálum (7 einkamálum og 1 opinberu máli). Niðurstöður. Skipting dæmdra mála á árinu 1997 eftir málsúrslitum var með eftirgreindum hætti (tölur innan sviga eru vegna niðurstaðna mála á árinu 1996). Áfrýjuð mál. Alls féllu 260 (360) dómar í áfrýjuðum málum, 200 í einkamálum (260) og 60 í opinberum málum (75). Í einkamálunum var í 93 (126) tilvikum staðfest niðurstaða héraðsdóms, í 32 (55) málum var niðurstöðu breytt að einhverju leyti og í 53 (67) málum var nið- urstöðunni breytt að verulegu leyti eða snúið við. Fimm mál (7) voru ómerkt, 16 (5) málum var vísað frá Hæstarétti og héraðsdómi og eitt mál var fellt niður. Í opinberum málum voru héraðsdómarnir staðfestir í 27 (24) tilvikum, breytt að einhverju leyti í 26 (27) tilvikum og breytt verulega eða snúið við í 5 (12) til- vikum. Tvö (8) mál voru ómerkt en engu opinberu máli (4) var vísað frá réttin- um á árinu 1997. Kærumál. Af 181 (168) kærumáli, sem úrskurðað var á árinu 1997, var niðurstaða hér- aðsdóms staðfest að mestu í 117 (110) tilvikum, breytt að verulegu leyti eða snú- ið við í 43 (42) tilvikum. Í 4 (1) tilvikum var um ómerkingu að ræða, 3 kærumál voru felld niður og 14 (15) mál sættu frávísun.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.