Lögmannablaðið - 01.03.1998, Side 6

Lögmannablaðið - 01.03.1998, Side 6
Í3. tölublaði Lögmannablaðs-ins á síðasta ári ritaði Guð-laug B. Ólafsdóttir, lögfræð- ingur hjá Íslandsbanka hf., grein um hlutverk fjármála- stofnana hér á landi í aðgerðum gegn peningaþvætti. Í því grein- arkorni, sem hér birtist, verður fjallað lítillega um nokkur atriði er varða lögmenn og peninga- þvætti. FATF-hópurinn Á vegum OECD hefur undanfar- in ár verið unnið ötullega og skipulega að því að koma í veg fyrir og uppræta þann þátt í al- þjóðlegri glæpastarfsemi sem felst í peningaþvætti, þ.e. þeirri iðju að koma í umferð fjármunum, sem aflað hefur verið með ólöglegum hætti. Í þessu skyni var á vegum OECD, framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins o.fl. stofnaður vinnuhópur, The Financial Action Task Force on Money Laundering (FATF), sem hefur það hlutverk að þróa og leggja fram tillögur um það hvernig megi koma í veg fyrir peningaþvætti. Á árinu 1990 lagði FATF-hópur- inn fram tillögur sínar í 40 liðum (The Forty Recommendations)1 um hvernig haga mætti og ætti barátt- unni gegn peningaþvætti, að ein- hverju leyti þó að teknu tilliti til ólíkra aðstæðna í hinum einstöku löndum. Þessar tillögur hafa síðan verið notaðar til að setja lög í við- komandi löndum um aðgerðir gegn peningaþvætti, hér á landi með lögum nr. 80/1993. Þátttöku- löndin í þessu fjölþjóðlega sam- starfi hafa skuldbundið sig til að koma á fót innra eftirlitskerfi í hverju landi fyrir sig og að þola utanaðkomandi reglubundið eftir- lit, sem framkvæmt er af FATF- hópnum. Tillögurnar 40 voru teknar til endurskoðunar á árinu 1996, að fenginni 6 ára reynslu og vegna breytinga, sem orðið hafa á þessari ólöglegu starfsemi. Í tillögunum 40 hafði spjótunum upphaflega verið beint að peningaþvætti í gegnum hinar ýmsu fjármálastofnanir land- anna, en við endurskoðunina hef- ur þótt ástæða til að láta aðgerðirn- ar ná til fleiri aðila í þjóðfélaginu, sem FATF-hópurinn telur að hætta sé á að verði notaðir til peninga- þvættis með einum eða öðrum hætti. Endurskoðun laga nr. 80/1993 Í viðskiptaráðuneytinu hefur undanfarið verið unnið að samn- ingu frumvarps til laga um breyt- ingar á lögum nr. 80/1993, um að- gerðir gegn peningaþvætti, þar sem m.a. hefur verið höfð hliðsjón af ábendingum FATF-hópsins um nauðsynlegar breytingar í ljósi fenginnar reynslu. Hefur í þessu sambandi m.a. verið rætt um að fella lögmannsþjónustu, a.m.k. að sumu leyti, undir gildissvið lag- anna. Fæli það í sér að lögmönn- um yrði hugsanlega gert skylt að tilkynna lögregluyfirvöldum ef þeir í störfum sínum fá grunsemdir um að viðskiptamenn þeirra eða aðrir stunda peningaþvætti. Yrði þeim, sem og öðrum, sem falla undir gildissvið laganna, gert skylt að veita alla nauðsynlega aðstoð til að ákvæðum laganna yrði fram- fylgt. Á sínum tíma, þegar setning reglugerðar nr. 695/1994, um hlut- verk nokkurra starfsstétta og lög- aðila við aðgerðir gegn peninga- þvætti, var í undirbúningi, var uppi hugmynd um að fella lögmenn, löggilta endurskoðendur, fast- eignasala og bílasala undir gildis- svið laga nr. 80/1993. Stjórn L.M.F.Í. mótmælti á þeim tíma harðlega þeim hugmyndum að því er lögmenn varðaði og taldi að með slíkum reglum yrði vegið al- varlega að því trúnaðarsambandi sem nauðsynlegt er að ríki milli lögmanns og skjólstæðings hans. Skjólstæðingar lögmanna yrðu að mega treysta á lögbundna þagnar- skyldu lögmannanna. Slíkt trúnað- arsamband væri einn af hornstein- um réttarríkisins. Einnig benti stjórnin á að ekki væri hægt með setningu reglugerðar að víkja til hliðar hinni lögbundnu þagnar- skyldu lögmanna, eins og hún birt- ist í 1. gr. laga nr. 61/1942, um mál- flytjendur. Umræða á erlendum vettvangi Á erlendum vettvangi, m.a. inn- an samtaka lögmannafélaga í Evr- ópu, CCBE, hafa menn haft miklar áhyggjur af þeirri þróun, sem mjög víða á sér stað, þar sem æ lengra er gengið í þá átt að þrengja að trún- aðarsambandi lögmanna og skjól- stæðinga þeirra, þó svo það sé lið- ur í virðingarverðri baráttu gegn glæpastarfsemi. Á þetta sér ekki eingöngu stað í baráttu gegn pen- ingaþvætti heldur einnig við rann- sókn skattsvikamála o.fl. Á fulltrúafundi CCBE (Plenary Session) í nóvember 1997 var sam- þykkt stefnuyfirlýsing samtakanna um trúnaðarskyldur lögmanna og aðgerðir gegn peningaþvætti. Í yf- irlýsingunni er lögð á það áhersla að ekki megi líta á þagnarskyldu lögmanna sem forréttindi þeirra og skjólstæðinga þeirra. Þagnarskylda lögmanna sé í raun nauðsynleg fyrir starfsemi sérhvers frjáls lýð- ræðisríkis. Einstaklingur, stofnun eða fyrirtæki verði að mega treysta því að það, sem lögmanni er trúað 6 Lögmannablaðið Peningaþvætti og lögmenn Slíkt trúnaðarsamband væri einn af hornsteinum réttarríkisins. 1 Hægt er að fá eintak tillagnanna á skrifstofu L.M.F.Í.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.