Lögmannablaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 7

Lögmannablaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 7
fyrir, falli undir þagnarskyldu þá, sem á lögmanninum hvílir. Öðru vísi geti skjólstæðingurinn ekki treyst lögmanninum, sem aftur kunni að leiða til þess að skjól- stæðingurinn fer ekki að þeim ráð- um, sem honum eru veitt, þegar mest á reynir. Skjólstæðingurinn verði að geta ráðfært sig við lög- manninn í trúnaði t.d. um það hvort tilteknar athafnir skjólstæð- ingsins (eða athafnaleysi) séu lög- legar eða ekki. Slík trúnaðarsamtöl komi á hverjum degi í veg fyrir af- brot, sem ella kynnu að hafa verið framin þar sem skjólstæðingur færi ekki að ráðum lögmanns síns vegna þess að hann treysti ekki lögmanninum. Það er því talið afar mikilvægt að slá skjaldborg um þagnarskyldu lögmanna, ekki aðeins um það trúnaðarsamband sem þarf að vera milli sakborninga og lögmanna í störfum þeirra að sakamálum, heldur einnig að því er varðar öll önnur lögmannsstörf, innan réttar sem utan. Í yfirlýsingu CCBE kemur fram að þagnarskylda lögmanna hafði um langan aldur almenna, víðtæka þýðingu. Í raun hafði lögmaður einungis átt um það við samvisku sína hvort og þá í hvaða tilfellum hann braut gegn þessari grundvall- arskyldu. Almenna reglan hafði verið sú að þagnarskyldan var ekki brotin nema í þeim tilgangi einum að forða því að lífi manneskju yrði stefnt í hættu. Undanfarin ár hafi hins vegar í löggjöf í Evrópuríkjum verið gengið sífellt lengra í því að þrengja að þagnarskyldunni, ætíð með þeirri réttlætingu að verið væri að berjast gegn glæpum eins og kynferðisbrotum, skattsvikum og peningaþvætti. Að mati CCBE er ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af þessari tilhneigingu eða þróun í löggjafarstarfinu, þó ekki sé ætlunin að draga úr nauð- syn baráttunnar gegn glæpum. Í því sambandi er tekið fram, að í sjálfu sér sé ekkert við rannsókn sakamáls að athuga, þar sem grun- ur leikur á refsiverðri háttsemi lög- manns, svo fremi sem löggjöfin sé ekki þannig úr garði gerð að hún mæli almenna, lögfræðilega ráð- gjöf, sem refsiverða. CCBE bendir á að lögmenn séu settir undir mjög strangar siðaregl- ur stéttarinnar og eftirlit með að þeim reglum sé hlítt. Í löggjafar- starfinu virðist hins vegar skorta nægan skilning á því hverjar afleið- ingarnar geta orðið ef þagnar- skylda lögmanna er ekki virt. CCBE bendir ennfremur á þau ákvæði í siðareglum lögmannafé- laga sem skylda lögmenn að fara að lögum í störfum sínum (sbr. ákvæði 1. gr. siðareglna L.M.F.Í.: Lögmanni ber að efla rétt og hrinda órétti. Skal lögmaður svo til allra mála leggja, sem hann veit sannast eftir lögum og sinni samvisku.). Samkvæmt slíku ákvæði væri lögmanni rétt og skylt að segja sig frá verki ef hann fengi rökstuddan grun um að í verkefn- inu fælist með einhverjum hætti peningaþvætti eða önnur ólögmæt starfsemi. Í þessu sambandi verði þó að greina skýrt á milli þess, þegar lögmanni ber að segja sig frá verki skv. ofansögðu, og þess, þegar lögmaður sinnir réttargæslu fyrir sakborning, sem grunaður er um peningaþvætti. Í síðarnefnda tilvikinu ber lögmanninum að gæta réttra, lagalegra hagsmuna sak- borningsins, en gæta jafnframt að þeim siðareglum, sem um störf hans gilda. Í yfirlýsingu CCBE er einnig fjall- að um nauðsyn þess að gögn í fór- um lögmanna njóti einhverrar lág- marksverndar gagnvart aðgerðum rannsóknaraðila. Þannig ætti ekki að vera hægt að krefjast afhending- ar á gögnum eða upplýsingum, sem lögmenn hafa í sínu fórum og varða umbjóðendur þeirra, nema með því að tilgreina mjög ná- kvæmlega hvaða gögn eða upplýs- ingar það eru, sem rannsóknaraðil- arnir sækjast eftir. Komið sé í veg fyrir að rannsóknaraðilar afli upp- lýsinga með óljósum eða óná- kvæmum fyrirspurnum. Umræðan um og aðgerðir gegn peningaþvætti undanfarin ár hafa leitt til þess að við endurskoðun siðareglna CCBE, sem nú fer fram, hefur komið tillaga að nýrri reglu, þar sem lögmanni væri gert skylt að ganga úr skugga um hver um- bjóðandi hans er eða milligöngu- maður umbjóðandans og lög- mannsins. Jafnframt bæri lögmann- inum að segja sig frá verki ef hann fengi rökstuddan grun um að í verkinu fælist með einhverjum hætti peningaþvætti og umbjóð- andi hans væri ekki reiðubúinn að hverfa frá gerningnum. Mun CCBE vinna að því að aðildarfélög sín taki upp sambærilegt ákvæði í siðareglum sínum, ef slík ákvæði er ekki þegar að finna þar. Niðurlag Sem fyrr segir er stefnt að því að breyta lögum nr. 80/1993, um að- gerðir gegn peningaþvætti, á því þingi, sem nú situr. L.M.F.Í. hefur fengið tækifæri til að ræða við vinnuhóp þann, sem semur frum- varpsdrögin. Hefur af hálfu félags- ins m.a. verið lögð áhersla á að erfitt sé að greina í sundur einstaka þætti í þjónustu lögmanna við við- skiptavini þeirra. Eitt verkefni geti greinst í tvo eða fleiri samtengda þætti. Tvö eða fleiri verkefni geti tengst innbyrðis. Eðli þjónustunnar gæti, ef frumvarpið verður að lög- um, leitt til þess að lögmaður yrði bundinn trúnaðarskyldu gagnvart viðskiptamanni sínum einn daginn en næsta dag bæri honum að til- kynna lögregluyfirvöldum um at- ferli þessa sama viðskiptamanns, þar sem nýr flötur kom upp í verk- efninu. Mun af hálfu L.M.F.Í. áfram verða reynt að hafa áhrif á gerð frumvarpsins, þannig að staða og hlutverk lögmanna sem réttar- gæslumanna sakborninga gagnvart ríkisvaldinu breytist ekki. MM 7Lögmannablaðið ... að ekki megi líta á þagnarskyldu lögmanna sem forréttindi þeirra og skjólstæðinga þeirra.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.