Lögmannablaðið - 01.03.1998, Page 8

Lögmannablaðið - 01.03.1998, Page 8
Svo sem menn þekkja ernýjasti og mest spennandifjölmiðillinn í dag svokall- að internet, hér eftir kallað „netið“. Notkun netsins sem samskipta- og upplýsingamiðils vex nú hröðum skrefum. Þessi aukna notkun hefur leitt til þess að ýmis ágreiningsefni hafa vaknað um réttarstöðu að- ila sem nota netið. Þekktust er líklega umræðan um auðveldan aðgang að klámi á netinu og vangaveltur um leiðir til þess að takmarka þann aðgang. Þá hafa komið upp tilvik þar sem tölvu- þrjótar hafa farið inní tölvu- búnað óviðkomandi aðila sem eru með beinlínusamband og gert þar usla, eða a.m.k. skilið eftir sig slóð til þess að sýna getu þeirra í að brjótast inní tölvukerfi. Grundvallaratriði í netsamskipt- um er svokallað netfang notanda og þá einkum það sem nefnt hefur verið svæðisnetfang eða lén. Net- föngin eru einskonar símanúmer viðkomandi manns eða fyrirtækis sem eru slegin inn til að fá sam- band við viðkomandi heimasíðu eða til að senda tölvupóst. Þar sem í netföngum má hafa stafi, og einnig tölur, og tilgreina þannig að nokkru leyti notandann hafa kom- ið upp ýmis ágreiningsefni um rétt til þess að nota tiltekin orð eða stafi í svæðisnetföngum. Sem dæmi um ágreining af þessum toga má nefna að ágreiningur hefur komið upp um rétt til svæðisnetfanga í a.m.k. tveimur tilvikum hér á landi. Annað tilvikið snerist um svæðis- netfangið „bonus.is“ sem Bónus Radíó hafði fengið skráð. Kjörbúð- in Bónus ásældist svæðisnetfangið. 8 Lögmannablaðið Jóhannes Sigurðsson, hrl. A & P Lögmönn- um Jóhannes Sigurðsson, hrl. Jus@internet.is Réttur til svæðisnetfanga

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.