Lögmannablaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 9

Lögmannablaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 9
Ekki kom til dómsmáls vegna þessa þar sem aðilar leystu málið með samkomulagi. Hitt tilvikið snýst um svæðisnetfangið „tm.is“ sem Tölvumiðlun ehf. hefur skráð. Tryggingamiðstöðin hf. krefst þess að Tölvumiðlun ehf. verði bönnuð notkun á netfanginu þar sem Tryggingamiðstöðin hafi skráð vörumerki þar sem að stafirnir TM koma fram með stílfærðum hætti. Mál um þennan ágreining er nú rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og er að vænta dóms innan skamms.1 Réttarstaða aðila í tilvik- um af þessum toga er tilefni þessa greinarkorns. Einkenni netfanga Á Íslandi er það fyrirtækið Inter- net á Íslandi hf. (hér eftir nefnt Intís) sem hefur með höndum út- hlutun netfanga. Það félag er þátt- takandi í alþjóðasamstarfi um út- hlutun netfanga. Netföng hvers lands eru tilgreind með tveimur stöfum. Þannig stendur „.is“ fyrir Ísland, „dk“ fyrir Danmörku og „.us“ fyrir Bandaríkin. Auk þessa er til einskonar alþjóðatilgreining sem úthlutað er af fyrirtækinu NSI í Bandaríkjunum (USA Network Solutions Inc.). Þessi tilgreining er a.m.k. að hluta til auðkenni á starfssviði viðkomandi aðila. Þessi auðkenni eru t.d. „.com“ (com- mercial) fyrir aðila í atvinnurekstri og „.org“ (organisation) fyrir sam- tök og stofnanir. Svæðisnetföng eða lén saman- standa af auðkenni fyrirtækis og landsauðkenni. Dæmi um þetta er t.d. „aplaw.is“ sem er svæðisnet- fang A&P Lögmanna og „law.is“ sem er svæðisnetfang Lögmanna Mörkinni. Póstföng, þ.e. auðkenni notanda við móttöku og sendingu tölvupósts, er samsett af auðkenni notanda og svæðisnetfangi fyrir- tækis. Dæmi um þetta eru póst- föngin „johannes@aplaw.is“ og „gjons@law.is“. Til þess að ná sam- bandi við heimasíður, sem eru kynningar- og upplýsingasíður fyr- irtækja og einstaklinga, er hins vegar að jafnaði nægjanlegt að til- greina svæðisnetfang viðkomandi aðila en stundum þó með forskeyt- unum „http://“ (þessi skammstöfun er tilvísun í það með hvaða hætti upplýsingarnar eru settar inná net- ið) og/eða „www“ (sem er skamm- stöfun fyrir World Wide Web eða veraldarvef). Heimasíðutilvís- un Alþingis er til að mynda „http://www.althingi.is“. Úthlutunarreglur Internets á Íslandi hf. Úthlutunaraðilar hvers lands um sig setja sér reglur um það hvernig þeir úthluta netföngum til umsækj- enda. Reglurnar eru ekki sam- ræmdar þótt almennt megi segja að grunnsjónarmiðin séu svipuð. Intís hefur sett ákveðnar reglur um það hvernig netföngum er úthlutað hér á landi. Grunnreglan við út- hlutun netfanga á Íslandi er sú að svæðisnetfangið á að tilgreina nafn aðila (nyherji.is), skammstöfun á nafni hans (vis.is) eða aðra stytt- ingu (tmoryggi.is). Þá er heimilt að nota auðkenni sem félög eru þekkt undir. T.d. gæti Vífilfell hf. notað svæðisnetfangið „coke.is“. Að upp- fylltri þessari reglu gildir megin- reglan um „prior tempori potior jure“ eða fyrstur kemur fyrstur fær. Intís hefur gefið út þá yfirlýsingu að félagið sé ekki úrskurðaraðili um það hvort auðkenni í netfangi brjóti í bága við rétt annars aðila, heldur lætur nægja að hvetja aðila til þess að kanna réttarstöðu sína áður en sótt er um svæðisnetfang. Meginreglan um prior tempori er almennt viðurkennd sem útgangs- punktur hjá aðilum sem úthluta svæðisnetföngum. Þá hefur dóm- stóll í Bretlandi staðfest þessa reglu sem meginreglu í málinu Pitman Training Ltd. o.fl. gegn Nominet UK o.fl. (CH 1997 F 1984). Atvik máls þessa voru þau að tveir máls- aðilar höfðu rétt til að nota orðið Pitman við markaðssetningu á sitt hvoru atvinnusviðinu. Annar aðil- inn hafði fengið skráð svæðisnet- fangið „pitman.co.uk“ en ekki haf- ið notkun á því strax þar sem vinnu við heimasíðu var ekki lok- ið. Síðar fékk hinn aðilinn sama netfang skráð vegna mistaka við úthlutun netfanga hjá úthlutunar- aðilanum. Niðurstaða dómsins var sú að sá aðili sem hafði fyrstur fengið skráningu ætti rétt á að nota netfangið. Verður vörumerkjarétti beitt um svæðisnetföng? Í þeim tilvikum, sem aðilar hafa reynt að hnekkja rétti annars aðila til svæðisnetfangs, hafa menn byggt kröfur sínar á tilvísun í vöru- merkjalög, reglur um vernd firma- heita og reglur um óréttmæta við- skiptahætti í samkeppnislögum. Eitt af grundvallar ágreiningsefn- um í þessum málum er hvort regl- um vörumerkjaréttar og þá einkum laga nr. 45/1997 um vörumerki verði beitt um þann ágreining sem kann að koma upp í þessum tilvik- um. Ýmis rök hafa verið færð til stuðning því að reglum vöru- merkjalaga verði ekki beitt um svæðisnetföng. Í fyrsta lagi hefur verið bent á að svæðisnetföng uppfylli ekki skilyrði vörumerkja- laga um að vera sérkenni eða sýni- leg tákn sem fallin eru til að að- greina vöru eða þjónustu, sjá hér t.d. 1. og 2. gr. vörumerkjalaga. Í svæðisnetföng eru notaðir venju- legir stafir eða tölur, en ekki merki eða tákn. Í öðru lagi er það viður- kennd kenning í vörumerkjarétti að venjulegir stafir og tölur séu ekki nægilega sérkennandi til þess að njóta vörumerkjaverndar. Öðru máli gegnir hins vegar um stílfærða stafi, sjá hér 2. gr. vörumerkjalaga. Í þriðja lagi má nefna að það er al- mennt skilyrði brots gegn vöru- 9Lögmannablaðið 1 Höfundur gætir hagsmuna Tölvu- mynda ehf. í málinu. Meginreglan um prior tempori er almennt viðurkennd sem útgangspunktur hjá aðilum sem úthluta svæðisnetföngum.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.