Lögmannablaðið - 01.03.1998, Page 11

Lögmannablaðið - 01.03.1998, Page 11
Niðurstaðan af þessu er sú að al- mennt er lítil hætta á ruglingi vegna svæðisnetfanga þó finna megi tilvik þar sem ruglingshætta getur verið fyrir hendi. Hvaða reglur munu gilda? Þar sem dómstólar hér á landi hafa ekki tekið á álitaefnum af þessum toga er erfitt að fullyrða hvar línurnar verða lagðar í þess- um málaflokki. Út frá þeim sjónar- miðum sem sett eru fram hér að ofan og niðurstöðum erlendra dómstóla, má hins vegar gera ráð fyrir nokkrum meginreglum. Erlendis er að finna mörg dæmi um tilvik þar sem aðilar, einkum atvinnufyrirtæki, hafa reynt að hnekkja rétti annars aðila til svæð- isnetfangs, sem fengist hefur út- hlutað á grundvelli reglunnar um prior tempori. Þekkt eru mörg til- vik þar sem svokallaðir netfanga- ræningjar hafa með skipulögðum hætti og í hagnaðarskyni skráð net- föng með frægum firmaheitum. Dæmi um þetta er t.d. ágreiningur um svæðisnetfangið „mcdon- alds.com“ sem lauk með sátt (rétt- urinn til netfangs keyptur og greiðsla rann til góðgerðarstarf- semi). Dómstólar ýmissa landa hafa kveðið upp dóma um þessi tilvik. Frá Bandaríkjunum má nefna málið Panavision Inter- national LP gegn Dennis Toppen (938 F. Supp. 616 (C.D. Cal., 1996) vegna svæðisnetfangsins „pana- vision.com“. Í Bretlandi stefndi Harrods Ltd. fyrirtækinu UK Net- work Service Ltd. (No:1996 H 5453) vegna svæðisnetfangsins „harrods.co.uk“. Í Þýskalandi höfð- aði Epson Germany GmbH mál gegn Engelke (34 0 191/1996 frá 4/4/97) vegna „epson.de“. Þá hef- ur bæjarþing Kaupmannahafnar kveðið upp dóm í máli Beologice A/S gegn Dennis Willardt Zewillis (2. desember 1997) vegna svæðis- netfangsins „beologice.com“. Í þeim dómsmálum sem gengið hafa í ofangreindum málum hefur niðurstaðan verið sú að meginregl- unni um prior tempori hefur verið vikið til hliðar. Sameiginlegt með öllum þessum tilvikum er að sann- aður er ásetningur til þess að hagn- ast með því að skrá firmanafn ann- ars aðila. Í öllum tilvikum var um að ræða aðila sem höfðu skráð mörg svæðisnetföng með nöfnum þekktra fyrirtækja. Röksemdafærsl- ur dómaranna fyrir niðurstöðunum eru nokkuð mismunandi. Þannig komst dómarinn í Panavision-mál- inu að því að brotið hefði verið gegn vörumerkjarétti Panavison þar sem um væri að ræða frægt nafn (rík markaðsfesta). Rétt er að benda á að niðurstaðan byggðist á sérstakri löggjöf sem veitir frægum nöfnum aukna vernd, „Trademark Dillution Act“. Danski dómurinn í máli Beologice A/S reisti niður- stöðu sína hins vegar á því að hátt- semi netfangaræningjans bryti í bága við góða viðskiptahætti. Gera má ráð fyrir því að íslensk- ir dómstólar muni fylgja þessum niðurstöðum. Að vísu hefur Intís séð við þessari hættu að hluta, með þeirri reglu að hver aðili fær að jafnaði einungis úthlutað einu svæðisnetfangi. Niðurstöðuna má þá rökstyðja með tilvísun í megin- reglur auðkennaréttar og laga- reglna um firmaheiti sem stefna að takmörkun á ruglingshættu og verndun þeirra hagsmuna sem fylgja rétti til auðkennis. Einnig má styðja þessa niðurstöðu við 22. gr. samkeppnislaga um að háttsemin brjóti í bága við góða viðskipta- hætti. Meira álitaefni er um niðurstöður í málum þegar ekki er fyrir hendi þessi sérstaki tilgangur með skrán- ingu netfangs. Þegar atvik eru með þeim hætti að svæðisnetfangið er firmaheiti, skammstöfun, stytting eða slagorð tveggja aðila, eða með öðrum orðum að eðlilegir við- skiptalegir hagsmunir liggja til grundvallar úthlutun, er eðlilegt að meginreglan um prior tempori ráði. Á þetta einkum við þegar um er að ræða fyrirtæki á sitt hvoru at- vinnusviðinu og ruglingshættan hverfandi. Ef aðili fær skráð svæðisnetfang með firmaheiti eða slagorði annars aðila, sem á ekki að vera hægt skv. núgildandi úthlutunarreglum, án þess að áðurgreindur hagnaðartil- gangur teljist sannaður, er mestur vandi á höndum. Í þessum tilvik- um verður að meta hvort megin- reglur um verndun auðkenna og firmaheita séu svo ríkar að beita megi þeim um þessi tilvik. Að öðr- um kosti heldur sá réttinum sem skráir fyrst. Helstu heimildir sem byggt er á í greininni: Jón Arnalds, Vörumerkjaréttur, Reykjavík 1995. Kasper Heine ofl., Internet.Jura, Kaupmannahöfn 1997, bls. 263-279. Mark Batistich, Domain Name Dis- putes - It´s About Time The Internet Grew Up. Vefslóðartilvísun: (http://139.130.50.22/DomainNames/ DomainNames.htm) Sally M. Abel o.fl., Trademark Issues In Cyperspace. Vefslóðartilvísun: (http://www.fenwick.com/pub/cyper.ht ml). 11Lögmannablaðið Gera má ráð fyrir því að íslenskir dómstólar muni fylgja þessum niðurstöðum. Sameiginlegt með öllum þessum tilvikum er að sannaður er ásetningur til þess að hagnast . . .

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.