Lögmannablaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 12
12 Lögmannablaðið Nýlega voru endurvakinSamtök um vernd eign-arréttinda á sviði iðnað- ar (SVESI) sem stofnuð voru árið 1986, en starfsemin hefur að mestu legið niðri síðan 1992. Tilgangur samtakanna er m.a. að stuðla að því að þeir, sem hagsmuni eiga, njóti fyllstu verndar á eigin hugmyndum og framleiðsluvörum, að stuðla að þróun löggjafar á þessu sviði og að auka þekkingu félagsmanna. Eignarréttindi á sviði iðnaðar (industrial property) er samheiti yfir réttinn til uppfinninga, vöru- merkja, hönnunar og annarra skyldra hugarfóstra, sem hagnýtt verða í iðnframleiðslu. Þessum réttindum er með lögum veitt vernd með tímabundnum framselj- anlegum einkarétti. Alþjóðlegt samstarf og samræming skiptir verulegu máli hér fyrir þá, sem hagsmuni eiga, en grunnurinn að alþjóðlega samstarfinu var lagður með hinni svokölluðu Parísarsam- þykkt frá 20. mars 1883, sem Ís- land á aðild að ásamt rúmlega 100 öðrum ríkjum. SVESI beitti sér fyrir því í upp- hafi að sett yrðu ný einkaleyfalög (lög nr. 17/1991) og lög um hönn- unarvernd (48/1993), en segja má að þær skuldbindingar, sem Ísland tók á sig í gegnum Evrópusam- starfið, hafi flýtt verulega fyrir því að löggjöfin á þessu sviði er nú í aðalatriðum í takt við það sem ger- ist í iðnríkjunum. Á hinn bóginn skortir verulega á að atvinnulífið hér á landi þekki nægilega þá möguleika og þá þýðingu, sem réttindi sem þessi geta haft, en samtökin líta á það sem eitt af sín- um stærstu verkefnum að kynna iðnréttindi og þýðingu þeirra fyrir atvinnulífinu. Sem dæmi má nefna að á undanförnum 20 árum hafa 2 einkaleyfi að jafnaði verið veitt ís- lenskum aðilum, en sé hinni frægu höfðatölureglu beitt og saman- burður gerður við Norðurlönd þá ættu þau að vera milli 30 og 40. Það er með öðrum orðum ekki nóg að hafa lög og reglur í þessum efnum ef engin ber þau fyrir sig. SVESI á aðild að alþjóðlegum samtökum sem nefnast AIPPI, (Association for the Protection of Industrial Property), en á þeirra vegum eru haldnir samráðsfundir og ráðstefnur um eignarréttindi í iðnaði og í gegnum þau er hægt að fylgjast með þeirri þróun sem er í gangi. Þá hefur SVESI tekið þátt í norrænu samstarfi í gegnum sam- tökin NIR og stóð m.a. fyrir ráð- stefnu á Akureyri haustið 1992 sem 120 manns sóttu. SVESI reynir með sama hætti og sambærileg félög erlendis að höfða til margvíslegra ólíkra hópa fag- fólks og hagsmunaaðila, en aðild geta átt bæði einstaklingar og fyrir- tæki. Af um 70 stofnfélögum á sín- um tíma voru 15-20 lögfræðingar. Starfsemi samtakanna snýst um að skipuleggja fræðslufundi og ráð- stefnur um efni á þessu sviði, sem og að setja niður vinnuhópa varð- andi einstök verkefni sem unnið er að. Á vegum SVESI hefur komið fjöldi erlendra fyrirlesara og félags- menn geta nýtt sér aðild sína til þess að sækja ráðstefnur og fundi erlendis. Stjórn félagsins hefur ákveðið að gera átak í að fjölga félagsmönnum og eru þeir lögmenn, sem áhuga hafa, hvattir til að hafa samband við greinarhöfund sem fyrst (arni@aplaw.is). Árgjald í SVESI er kr. 1.500 fyrir einstaklinga, en fyrir- tækjaárgjald er kr. 3.000. Stjórn félagsins skipa: Gunnar Örn Harðarson, tæknifræðingur hjá Marel hf., formaður, Jón L. Arn- alds, hrl., varaformaður, Árni Vil- hjálmsson, hrl., ritari, Hilmar B. Janusson, verkfræðingur hjá Össur hf., gjaldkeri, og meðstjórnandi er Ómar Grétar Ingvarsson, verkfræð- ingur hjá Varmaverk hf. Árni Vilhjálmsson, hrl. Samtök um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar Árni Vilhjálms- son, hrl., A & P Lög- mönnum Á hinn bóginn skortir verulega á að atvinnulífið hér á landi þekki nægi- lega þá möguleika og þá þýðingu, sem réttindi sem þessi geta haft . . .

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.