Lögmannablaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 14

Lögmannablaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 14
Markaður Evrópusam-bandsins (ESB) fyrirvöruviðskipti er gífur- lega stór og mun vaxa enn frek- ar ef verður af fyrirhugaðri stækkun sambandsins í austur. Frjáls aðgangur ríkja utan ESB að markaði sambandsins með eigin framleiðsluvörur er því mjög eftir- sóknarverður og mikill efnahags- legur styrkur. Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) er Íslandi tryggður slíkur réttur. Landbúnaðar- og sjávaraf- urðir eru að mestu undanskildar, þó hagstæðir tvíhliða samningar hafi verið gerðir við ESB um ein- staka vöruflokka. Spurningin er hvort ESB geti sett einhliða reglur sem takmarki innflutning vöru- flokka sem ekki hefur verið gert sérstakt samkomulag um, bæði gagnvart EES-ríkjum og öðrum ríkj- um utan ESB. Spurningin kemur upp á yfirborðið vegna viðskipta- hindrana sem ESB hefur beitt ýmis ríki á undanförnum árum og vald- ið hafa deilum sem endað hafa með dómsmálum, bæði innan ESB og innan Alþjóðaviðskiptastofnun- arinnar (World Trade Organisation - WTO). Framkvæmdastjórn ESB hefur gefið út reglugerðir sem mæla fyr- ir um takmarkanir á frjálsum vöru- flutningum inn á markaði sam- bandsins. Samningsríki WTO hafa ekki verið undanþegin þessum viðskiptahindrunum. Mest hefur verið deilt um innflutningskvóta á hina svokölluðu dollarabanana. Magntakmarkanir þessar bitna að- allega á nokkrum ríkjum Suður- Ameríku, en útflutningur banana hefur verið helsti tekjustofn þeirra. Á innflutning umfram leyfilegt magn hafa verið lagðir háir tollar. Hefur þetta til að mynda valdið þriðjungs hækkun á verði banana í Þýskalandi. Samkvæmt GATT-samkomulag- inu, sem gildir áfram eftir stofnun WTO og fjallar um vöruviðskipti milli aðildarríkjanna, skulu tollar og aðrar viðskiptahindranir, eins og magntakmarkanir, smátt og smátt afnumin í viðskiptum milli aðildarríkjanna. Rúmlega 130 ríki, þar á meðal öll aðildarríki ESB ásamt sambandinu sjálfu, eiga að- ild að samningum WTO. Nýjar við- skiptahindranir má ekki taka upp í vöruviðskiptum milli aðildarríkja nema í sérstökum undantekningar- tilvikum, eins og t.d. til verndar greiðslujöfnuði ríkis gagnvart öðr- um ríkjum eða til að styðja við uppbyggingu innlendrar iðnaðar- framleiðslu í þróunarríkjum. Lögmæti þessara viðskiptahindr- ana hefur komið til kasta dómstóla WTO og ESB. Í nýlegum dómi áfrýjunardómstóls WTO (AB-1997- 3 f. 9.9.1997) var komist að þeirri niðurstöðu, að tilteknar viðskipta- hindranir ESB væru skýlaust brot á GATT-samkomulaginu. ESB hafði veitt aðildarríkjum Lomé-sam- komulagsins, sem eru fyrrum ný- lendur aðildarríkja ESB, frjálsan að- gang að markaði ESB fyrir banana á meðan innfluttingur frá ríkjum Suður-Ameríku hafði verið háður magntakmörkunum og innflutn- ingstollum. Þetta var talið brjóta gegn 1. og 2. mgr. XIII. gr. GATT- samkomulagsins, sem banna mis- munun aðildarríkja með magntak- mörkunum á innflutning. Þetta var einnig talið fara í bága við bestu- kjarareglu 1. mgr. I. gr. GATT, sem segir til um að ef aðildarríki veiti öðru aðildarríki ívilnun, þá eigi öll önnur aðildarríki rétt á sömu íviln- un. Jafnframt var talið að jafnræð- isreglur GATT hefðu verið brotnar, en þær er m.a. að finna í 1. mgr. I. gr. og XIII. gr. samkomulagsins. Evrópudómstóllinn hefur komist að gagnstæðri niðurstöðu og að hans mati fara ofangreindir inn- flutningskvótar sambandsins ekki í bága við skyldur ESB samkvæmt GATT (mál nr. T-521/93 f. 11.12.1996 og mál nr. C-466/93 f. 9.11.1995). Dómstóllinn telur jafn- ræðisregluna ekki brotna, því að- stæður samningsríkja Lomé-sam- komulagsins og annarra þriðju ríkja séu ekki sambærilegar. Mis- munun til hagsbóta fyrir Lomé-rík- in sé réttlætanleg. Um sé að ræða náið samband þessara ríkja við ESB-ríkin og að ESB hafi rúma heimild til að velja leiðir til að ná markmiðum sínum, sem í þessu til- viki séu að styðja efnahag Lomé- ríkjanna. Rökstyður dómstóllinn niðurstöðu sína með því að GATT- samkomulagið sé byggt á gagn- kvæmni að frjálsum vilja aðildar- ríkjanna og að texti samkomulags- ins sé frekar í formi almennra yfir- 14 Lögmannablaðið Þórey Aðalsteinsdóttir, lögfræðingur Skuldbindingargildi GATT-sam- komulagsins fyrir ESB Þórey Aðal- steinsdóttir, lögfræðingur. - Höfundur er að ljúka dokt- orsnámi í þjóð- arrétti frá há- skólanum í Heidelberg í Þýskalandi. . . . var komist að þeirri niðurstöðu, að tilteknar viðskiptahindranir ESB væru skýlaust brot á GATT . . .

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.