Lögmannablaðið - 01.03.1998, Síða 16

Lögmannablaðið - 01.03.1998, Síða 16
Frumvarp til laga um lög-menn, sem nú liggur fyrirAlþingi, var sent til um- sagnar til nokkurra aðila, þ. á m. Orators, félags laganema. Fé- lagið skilaði nýlega umsögn sinni um frumvarpið og tak- markaði umfjöllun sína við þau ákvæði, sem fjalla um öflun málflutningsréttinda fyrir hér- aðsdómi. Í þessari grein Hjör- dísar Halldórsdóttur, laganema, er fjallað um helstu atriði um- sagnarinnar. Umsögn ORATORS1 takmarkast við 6. og 7. gr. 3. kafla frumvarps- ins, um lögmannsréttindi. Ljóst má vera að ný og breytt skilyrði til að öðlast lögmannsréttindi varða laga- nema afar miklu, sem og lögfræð- inga sem eru án lögmannsréttinda. Ákvarðanir löggjafans um þennan þátt frumvarpsins munu varða at- vinnuréttindi og atvinnufrelsi þessa hóps og verður seint of mikil áhersla lögð á gildi þess að reglur um öflun lögmannsréttinda verði bæði gagnsæjar og til þess fallnar að standa vörð um jafnrétti og at- vinnufrelsi lögfræðinga. Nauðsyn- legt er að löggjafinn girði ákveðið fyrir alla möguleika á að stéttarleg- ir hagsmunir hafi í raun áhrif á val nýliða í lögmannastéttina. Enn- fremur ber löggjafanum að gæta þess að aðgangur manna að lög- mannsréttindum þrengist ekki frá því sem verið hefur. ORATOR telur að mikilvægt sé að kanna hversu vel umrædd ákvæði 3. kafla séu til þess fallin að ná þeim markmiðum sem að er stefnt og fram koma í athugasemd- um frumvarpsins: „Þessi skipan er að flestra áliti gengin sér til húðar og þörf er á markvissari undirbúningi við veitingu lögmannsréttinda en flutningur prófmála hefur upp á að bjóða. Gagnrýnin hefur jafn- framt beinst að því að aðstaða manna til að fá leyfi lögmanna og umbjóðenda þeirra til að flytja mál sem prófmál sé misjöfn. Feli gildandi fyrirkomulag því í sér mismunun og úr því þurfi að bæta með því að gera aðgang manna að þessum réttindum al- mennari.“ ORATOR vekur athygli á að ekki hefur verið kannað með neinum fullnægjandi hætti hver þörfin er á breyttu fyrirkomulagi. Enga um- fjöllun er að finna í athugasemdum frumvarps um það hvers vegna nú- verandi kerfi er „gengið sér til húð- ar“ og engan samanburð er að finna á núverandi kerfi og því sem lagt er til að tekið verði upp. Mik- ilvægt hlýtur að teljast að gerð verði fagleg úttekt á núverandi kerfi áður en ráðist er í jafn viður- hlutamiklar breytingar og hér um ræðir. Ekki verður talið ásættanlegt í nútímaþjóðfélagi að afdrifaríkar ákvarðanir sem varða hag fjölda fólks miklu verði teknar með hyggjuvitið eitt að vopni. Sú tillaga sem frumvarpshöfund- ar gera til úrbóta á gildandi fyrir- komulagi er að komið verði á námskeiði og jafnframt að núver- andi kerfi prófmála verði lagt nið- ur. ORATOR telur að sú skipan, sem lögð er til í frumvarpinu, geti ekki bætt úr þeim aðstöðumun sem fyrir er og réttilega er gagn- rýndur í athugsemdum frumvarps. Til þess liggja fyrst og fremst tvær ástæður. Í fyrsta lagi verður um að ræða í nýju kerfi fjárhagslega mis- munun og í öðru lagi búsetumis- munun. Er í raun óforsvaranlegt annað en að löggjafinn leiði hug- ann að þeirri aðstöðu sem nýút- skrifaður lögfræðingur, sem starfar á landsbyggðinni, væri í, hefði hann hug á að öðlast lögmanns- réttindi í því kerfi sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Fyrir utan þá fjár- hagslegu mismunun sem er sjálf- krafa innifalin í búsetumismunun- inni bendir ORATOR á að nám- skeið af þessu tagi kemur til með að standa undir sér sjálfu og því er óhjákvæmilegt að af því leiði fjár- hagsleg mismunun sem ekki er fyrir hendi í núverandi kerfi. ORATOR telur þetta vera alvarleg- an meinbug á frumvarpinu og í andstöðu við þau markmið sem stefnt er að. Auk þessara athugasemda gagn- 16 Lögmannablaðið Hjördís Halldórsdóttir, laganemi Betur skal að gáð, áður en af stað er farið 1 Auk greinarhöfundar unnu laganem- arnir Ólafur Jóhannesson og Tómas N. Möller umsögn þá sem lögð var fyrir allsherjarnefnd. Umsögnin var sam- þykkt á félagsfundi ORATORS þann 30. janúar s.l. Hjördís Halldórsdóttir, laganemi. ORATOR vekur athygli á að ekki hefur verið kann- að með neinum fullnægj- andi hætti hver þörfin er á breyttu fyrirkomulagi.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.