Lögmannablaðið - 01.03.1998, Síða 17

Lögmannablaðið - 01.03.1998, Síða 17
rýnir ORATOR að samkvæmt frum- varpstextanum er mögulegt að all- ir prófnefndarmenn séu starfandi lögmenn og telur ORATOR mikil- vægt öryggisatriði að þessu verið breytt. Þá hefur prófnefnd mikið vald til að ákveða fyrirkomulag námskeiðs án þess að álits annarra sé leitað. ORATOR bendir á að til að tryggja vandaðri undirbúning og til að sátt verði um fyrirkomulag þess, verði leitað álits hagsmuna- hópa lögfræðimenntaðs fólks sem og Lagadeildar H.Í. Mikilvægt er einnig að hafa í huga að laga- menntun hefur breyst stórlega síð- astliðin ár og taka verður mið af því við skipulag námskeiðs. Þá verði haft að leiðarljósi að kenna þá þætti sem sérstakir eru um starf málflutningsmanns en að ekki verði kenndir þættir sem heyra undir fyrirtækjarekstur og skrif- stofustörf. Í samræmi við ofan- greinda gagnrýni leggja laganemar eftirfarandi til: • Prófmálakerfið verði ekki lagt niður, a.m.k. ekki að sinni, heldur verði boðið upp á nám- skeið samhliða því að mögu- leiki sé að þreyta prófmál með þeim hætti sem nú er. M.ö.o. að val verði á milli námskeiðs eða prófmála. Telur ORATOR að öðru vísi verði ekki komið í veg fyrir þann aðstöðumun sem gagnrýndur er í athugasemdum frumvarps. • Lögfest verði að einungis einn prófnefndarmaður megi vera starfandi lögmaður. • Tillögur prófnefndar um skipan námskeiðs fái umsögn hags- munahópa lögfræðimenntaðs fólks og Lagadeildar H.Í. • Lögfræðingum verði heimilt að þreyta próf án þess að hafa sótt námskeið að hluta eða að öllu leyti. • Námskeið verði haldið að minnsta kosti annað hvert ár en þó á hverju ári ef 10 manns eða fleiri óska eftir því. • Námskeið verði að hámarki 50 klst. og standi ekki lengur en eina önn í skólaári. • Efni námskeiðs takmarkist við þá þætti sem einkum reynir á í starfi málflutningsmanns. 17Lögmannablaðið Optíma filma Útleiga á fundarsal Lögmenn geta fengið leigðan fundarsal á jarð- hæð í húsnæði félagsins undir t.d. skiptafundi, gerðardómsmál o.fl. Sal- urinn rúmar u.þ.b. 20-25 manns ef setið er við borð en annars eru sæti fyrir um 35-40 manns. Leiguverðið er 2.000 krónur fyrir klukkustund- ina auk virðisaukaskatts. Innifalið er kaffi. Tekið er við pöntunum á skrif- stofu L.M.F.Í. í síma 568- 5620.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.