Lögmannablaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 18

Lögmannablaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 18
18 Lögmannablaðið Játaðu, og þú ert laus“ sagðirannsóknarlögreglumaðurvið skjólstæðing minn, sem þá var í einangrunar- vist á Litla-Hrauni. „Segðu sann- leikann og þú færð að fara heim til mömmu“ sagði fíkniefnalög- reglumaður við annan skjól- stæðing minn, sem var í sömu aðstöðu. Þessi ummæli kunna að hljóma meinlaus, en eru í huga undirritaðs dapurlegur vitnisburður um óviðun- andi ástand í opinberu réttarfari á Íslandi. Í störfum mínum sem réttar- gæslumaður og verjandi sakborn- inga hef ég síendurtekið rekist á til- vik, sem ekki eru í samræmi við þær kröfur, sem við gerum varðandi mannréttindi fanga og sakborninga. Sjálfvirkir gæsluvarð- haldsúrskurðir Í lögum um meðferð opinberra mála, nr. 19/1991, 13. kafla, eru reif- uð skilyrði þess að hneppa mann í gæsluvarðhald. Skilyrði þessi eru bæði mjög almennt orðuð auk þess sem túlkun ákvæðanna er oft á tíð- um frjálsleg. Er þá bæði átt við að hinn rökstuddi grunur, sem þarf að vera fyrir hendi, er oft haldlítill og almannahagsmunirnir fyrir því, að halda sakborningi í gæslu, léttvæg- ir. Gæsluvarðhald er klárlega ofnot- að úrræði, því oftlega gætu rann- sóknaraðilar náð þeim tilgangi, sem því er ætlað að ná, með því að óska eftir farbanni eða að trygging sé lögð fram. Skilyrðinu um almanna- hagsmuni virðist sjálfkrafa vera full- nægt, með því að refsirammi meints atviks nái 10 árum, sama hver á hlut, nýgræðingur eða síbrotamað- ur, höfuðpaur eða hlutdeildarmað- ur. Því miður blasir það við að lög- regluyfirvöld nota gæsluvarðhalds- úrræði til þess að knýja menn til sagna og samstarfs og dómstólar fara því miður oft með frelsissvipt- inguna eins og hvern annan hé- góma. Ég hygg að flestir lögmenn geti verið sammála um að erfiðustu ákvarðanir, sem dómarar standa frammi fyrir, sé frelsissvipting ein- staklinga, hvort sem um er að ræða refsingu eða gæsluvarðhald. Um- hugsunarvert hlýtur að teljast að dómarafulltrúar, sem ekki er treyst til að kveða upp dóma í oft hinum einföldustu einkamálum, skuli geta úrskurðað menn í gæsluvarðhald svo vikum og mánuðum skiptir. Einangrunarvist ofnotuð Í skýrslu Evrópunefndar um varn- ir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refs- ingu (CPT) frá 1993, sem fjallar um úttekt þessara mála á Íslandi, segir að einangrunarvist megi jafna við ómannlega eða vanvirðandi með- ferð. Hvernig sem á standi beri að láta einangrun standa sem styst. Er því fagnað í skýrslu CPT að ekki sé lengur um það að ræða að gæslu- varðhaldsfangar fari sjálfkrafa í ein- angrun, eins og var fram til ársins 1992, og margra mánaða einangrun tíðkist ekki lengur. Í bráðabirgðaskýrslu ríkisstjórnar Íslands til CPT kemur fram að frá 1. júlí 1992 til 31. desember 1992 hafi aðeins einn gæsluvarðhaldsfangi verið lengur í einangrun en 30 daga. Er vert að benda á ummæli Ólafs Ólafssonar, landlæknis, í blaðagrein fyrir nokkrum misserum, þar sem hann segir einangrunarvist í lengri tíma en 3 vikur geta haft varanleg áhrif á heilsu manna. Þessar tölur íslenskra stjórnvalda eru ekki síst athyglisverðar fyrir þær sakir að í nýlegu sakamáli, sem ým- ist gekk undir nafninu Hollendings- málið eða stóra hassmálið, voru 4 einstaklingar, tveir Íslendingar og tveir Hollendingar, 90 daga í ein- angrunarvist, sem samsvarar fjór- földum hámarkstíma sem landlækn- ir gefur. Einn þessara sakborninga hlaut síðan aðeins 15 mánaða dóm og var laus strax eftir dómsupp- kvaðningu. Það er afleit staða að lögregluyfir- völd stjórni því hversu lengi sak- borningur sitji í einangrunarvist. Hagsmunirnir, sem tryggja á með einangrunarvistinni, eru aðallega þeir að unnt sé að ná skýrslu af að- ilum, sem tengjast máli, áður en sakborningur kemst í samband við þá. Í löggjöf ætti að ætla lögreglu einhvern hámarkstíma, 1-2 vikur, til að klára þau verkefni sem þarf, á meðan sakborningur er í einangrun. Tekið er undir það, sem fram kem- ur í skýrslu CPT, að eðlilegt sé að dómari úrskurði um einangrunarvist en ekki rannsóknaraðili. Gamaldags yfirheyrslutækni Yfirheyrslur hjá lögreglu eru í dag oftast með þeim hætti að lögreglan spyr aðila, hvort sem það er vitni eða grunaður, spurninga, sem ýmist eru fyrirfram ákveðnar eður ei og eftir að aðili hefur svarað spurning- um eru svör bókuð eftir honum. Er oft erfitt fyrir aðila, sem ekki hefur verið viðstaddur, að gera sér grein Sveinn Andri Sveinsson, hdl. Réttarstaða fanga og sakborninga Sveinn Andri Sveinsson, hdl. Gæsluvarðhald er klárlega ofnotað úrræði . . .

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.