Lögmannablaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 19

Lögmannablaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 19
fyrir hvernig yfirheyrsla hefur farið fram, hvernig spurningum hefur verið beint að aðila og hvernig svarað hefur verið nákvæmlega. CPT segir í áðurnefndri skýrslu að það sé mikilvægt öryggistæki fyrir þann, sem hefur verið hand- tekinn, að yfirheyrslur séu hljóðrit- aðar. Leggur nefndin því til í skýrslu sinni að hljóðritun á lög- regluyfirheyrslum verði gerð að fastri vinnureglu. Er og lagt til að slíkar hljóðritanir séu gerðar á tvö segulbönd og að önnur hljóðritun- in sé innsigluð í viðurvist hins handtekna en hitt haft sem vinnu- eintak. Heimild til að kynna sér gögn Í 43. gr. OML er kveðið á um það að ekki megi kynna sakborn- ingi gögn máls nema dómari eða saksóknari samþykki. Á þetta ákvæði reyndi í áðurnefndu Hol- lendingsmáli, en þar kröfðust sak- borningar þess að fá að kynna sér öll skjöl málsins. Í mjög góðum úr- skurði, sem ástæða væri til að birta í fullri lengd í þessu blaði, kemst Guðjón S. Marteinsson, héraðs- dómari, að þeirri niðurstöðu að þegar til dómsmeðferðar sé komið, sé það andstætt ákvæðum Mann- réttindasáttmála Evrópu og stjórn- arskrár og hugmyndum um nú- tímaréttarfar að færa ákæruvaldinu slíkt vald. Þessu hnekkti Hæstirétt- ur og tók með því rannsóknarhags- muni ákæruvaldsins fram yfir ákvæði alþjóðlegra samninga um mannréttindi fanga og sakborn- inga. Brýnt er að ákvæði 43. gr. verði breytt þannig að sakborning- ur geti, um leið og ákæra hefur verið þingfest, kynnt sér þau gögn sem liggja til grundvallar ákæru á hendur honum. Niðurlag Í þessum pistli hef ég getið nokkurra atriða, sem ég tel miður fara í opinberu réttarfari á Íslandi. Því miður er þetta ekki tæmandi talning, því víða er pottur brotinn. Fangar og sakborningar eru ekki öflugur þrýstihópur með mikinn samtakamátt. Einu aðilarnir og þeir réttu til þess að tryggja hagsmuni þeirra eru lögmenn. Er lagt til að Lögmannafélagið hlutist til um að stofnaður verði sérstakur starfs- hópur innan vébanda félagsins, þar sem þeir félagsmenn, sem að sakamálum og málefnum fanga koma, geti í sameiningu beitt sér í því skyni að ná fram úrbótum á lögum og reglum um meðferð op- inberra mála. 19Lögmannablaðið . . . mikilvægt öryggistæki fyrir þann, sem hefur verið handtekinn, að yfirheyrslur séu hljóðritaðar. BEDCO & MATHIESEN EHF Bæjarhraun 10 - Sími 565 1000 Öryggis- og peningaskápar Stálslegið öryggi Öryggisskáparnir frá Rosengrens eru traust geymsla fyrir peninga, skjöl, tölvugögn og önnur verðmæti. Skáparnir sem eru í hæsta gæðaflokki fást í ýmsum stærðum og gerðum. Kynnið ykkur úrvalið.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.