Lögmannablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 3

Lögmannablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 3
Meðferð persónulegratrúnaðarupplýsingahefur verið mjög um- rædd á síðustu mánuðum, eink- um í sambandi við frumvarp um gagnagrunn. Minni gaumur hefur verið gefinn undirbún- ingi breytinga á löggjöf um pen- ingaþvætti. Það mál hefur nán- ast ekki verið rætt opinberlega, en hópur embættismanna hef- ur unnið að undirbúningnum, þótt fulltrúar þeirra sem vinn- unni tengjast hafi fengið færi á að fylgjast með. Skipulögð glæpasamtök um víða veröld sækjast eftir því að koma illa fengnu fé í „þvottavélar“ þaðan sem taka megi það út, hvítþvegið, til almenns brúks. Hópur sérfræð- inga á vegum OECD hefur mörg undanfarin ár unnið að gerð og endurskoðun reglna um hvernig ríki heims geti varið sig fyrir því, að glæpasamtök nái að þvo fé sitt og koma því í almenna umferð. Ís- lenzku lögin um peningaþvætti, nr. 80/1993, eru afrakstur þessa starfs. Endurskoðun laganna er einnig reist á vinnu OECD-hópsins. Með endurskoðuninni er markmiðið að loka leiðum til peningaþvættis, sem enn eru taldar opnar. Kjarni laga 80/1993 er að skylda fjármála- stofnanir til þess að tilkynna ríkis- saksóknara um viðskipti sem ætla má að stafi frá brotum á almennum hegningarlögum eða lögum um ávana- og fíkniefni og fjármála- stofnunin má ekki láta viðskipta- mann sinn vita, að ríkissak- sóknara hafi verið sendar upp- lýsingar. Við endurskoðun lag- anna er markmiðið m.a. að loka öðrum leiðum til þvottar en um fjármálastofnanir. Hafa sérfræðing- arnir þar m.a. beint sjónum að við- skiptamönnum lögmanna og end- urskoðenda, það er þegar t.d. lög- menn annast fjármálaþjónustu af einhverju tagi fyrir viðskiptamenn sína, taka við peningum vegna þeirra o.s.frv. Í slíkum störfum ættu þá venjulegar reglur um þagnar- skyldu lögmanna að víkja fyrir reglum laga um tilkynningarskyldu vegna peningaþvættis. Þagnarskylda lögmanna er í þágu réttaröryggis og liður í vernd persónulegra upplýsinga. Yfirleitt hefur verið talið, að þrjár stéttir skæru sig frá öðrum í mikilvægi þess, að verndaðar væru upplýs- ingar um einkahagi sem fram kæmu í starfi. Þessar stéttir eru prestar, læknar og lögmenn. Í ýms- um löndum er þagnarskylda presta og verjenda í sakamálum algjör, það er hún verður ekki rofin nema til þess að forða því að mjög alvar- legir, yfirvofandi, glæpir gegn lífi og limum verði framdir. Samkvæmt 22. gr. lögmannalaganna nr. 77/1998 ber lögmaður þagnar- skyldu um hvaðeina sem honum er trúað fyrir í starfi sínu. Fleiri stéttir bera lögum samkvæmt einnig þagnarskyldu, auk presta og lækna. Í dönsku réttarfarslögunum eru prestar, læknar og lögmenn settir í sérstaka stöðu um, að þeir verði ekki krafðir vitnisburðar um það, sem þeim hefur verið trúað fyrir, móti vilja þess, sem hefur hag af leynd. Undantekning er svo gerð um lækna og lögmenn, aðra en verjendur, þegar vitnisburður þeirra er talinn algjörlega nauðsyn- legur til upplýsingar í viðkomandi máli og það varðar mjög mikils- verða einstaklings- eða samfélags- hagsmuni. Þó verður lögmaður ekki krafinn vitnisburðar um það, sem hann hefur orðið áskynja um í dómsmáli, sem hann hefur rekið eða ráðgjafar hans verið leitað. Af þessu sést, að í Danmörku er 3Lögmannablaðið Jakob R. Möller, hrl. Peningaþvætti, þagnarskylda lög- manna og samstarf við aðrar stéttir Þagnarskylda lögmanna er í þágu réttaröryggis og liður í vernd persónu- legra upplýsinga. Jakob R. Möller, hrl., formaður L.M.F.Í. Lögmannafélag Íslands Álftamýri 9, 108 Reykjavík sími (telephone): 568-5620 bréfsími (telefax): 568-7057 tölvupóstur (E-mail): lmfi@tv.is heimasíða: www.lmfi.is Stjórn L.M.F.Í. Jakob R. Möller, hrl., formaður Ásgeir Thoroddsen, hrl. varaformaður Kristinn Bjarnason, hrl., ritari Sif Konráðsdóttir, hdl., gjaldkeri Sigurbjörn Magnússon, hrl., meðstjórnandi Starfsfólk L.M.F.Í. Marteinn Másson, framkvæmdastjóri Hildur Pálmadóttir, ritari Blaðið er sent öllum félagsmönnum. Ársáskrift fyrir utanfélagsmenn: kr. 1.500 + vsk. Verð pr. tölublað kr. 300 + vsk. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Umsjón auglýsinga: Öflun ehf., sími 561-4440

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.