Lögmannablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 6

Lögmannablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 6
Mörður kom bara vel undan sumrinuog að lokinni sláturtíð fannst hon-um hann hreint ekki þurfa að kvíða vetri. Hann hafði haft það gott, prófað golf til að vera eins og hinir og gat nú tekið þátt í umræðum um fugla, Tiger Woods, húkk og slæs. Mörður hafði einnig fylgst með athygli með ritdeilum tveggja andans jöfra úr lögmannastétt í fjölmiðlum um leit- ina að hinni einu sönnu lögfræðilegu niður- stöðu. Merði fannst sem höfundur Njálu væri týndari en niðurstaðan í þessari deilu. Deil- ur þessara stórjúrista snerust einnig um það hvort skamma mætti dómara og þá sérstak- lega hæstaréttardómara. Annar lögmaðurinn taldi að almennt veiðileyfi væri á dómstól- ana og að veiðitíminn stæði árið um kring, enda sá lögmaður þekktur laxveiðimaður, en hinn lögmaðurinn taldi að menn ættu ekki að hrekkja dómara, og allra síst ættu lögmenn að gera það. Mörður var gamalt hrekkjusvín úr Hlíða- hverfinu og honum fannst bara allt í lagi að skamma dómara, dómsúrlausnir og dóm- stóla. Honum fannst t.d. fáránlegt að í siða- reglum lögmanna stæði að lögmenn ættu að sýna dómstólum fulla tillitssemi og virðingu í ræðu, riti og framkomu. Merði var ekki kunnugt um að sams konar ákvæði væru í siðareglum dómara, eða yfir höfuð hvort dómarar væru með einhverjar siðareglur. Ef slíkar reglur væru til þá var þeim a.m.k. ekki mikið haldið á lofti. Merði fannst t.d. að ef gera ætti þá kröfu til lögmanna að þeir bæru virðingu fyrir dómstólum, þá yrði sú virðing að vera gagnkvæm. Mörður taldi að það færi ekki á milli mála að t.d. hæstaréttardómarar bera enga virðingu fyrir lögmönnum, a.m.k. bentu málskostnaðarákvarðanir Hæstaréttar til þess að dómurum findist lítið til starfa lög- manna koma. Stundum dygði málskostnað- arákvörðun Hæstaréttar ekki fyrir bensíninu á bílinn niður á Lindargötu. Þá væri augljóst að hæstaréttardómarar, sem vel flestir hefðu staðið á beit í ríkisjötunni alla sína hunds og kattartíð, vissu ekki að það kostaði eitthvað að reka skrifstofu. Niðurstaðan úr þessum vangaveltum Marðar var sú að úr því að dómarar mættu skamma lögmenn, eins og Mörður sjálfur hafði lent í oftar en einu sinni, þá væri bara allt í lagi að lögmenn skömm- uðu dómara. Ákvæði í siðareglum lögmanna um að gagnrýni á dómstóla yrði að vera fag- leg og málefnaleg væri óskiljanleg. Niður- stöður dómara væru oft víðs fjarri því að vera faglegar og málefnalegar. Það væri í bestu samræmi við þá jafnræðisreglu sem gilda ætti að allir mættu skamma alla. Þannig gætu dómarar skammað lögmenn, lögmenn skammað dómara og svo koll af kolli. Mörð- ur myndi síðan skamma konuna sína, konan krakkana og krakkarnir köttinn. Þessi regla myndi leiða til bættrar geðheilsu þjóðarinn- ar. Þessar vangaveltur Marðar leiddu hann aftur að deilum tvímenninganna um hina einu sönnu lögfræðilegu niðurstöðu. Merði fannst það ekki skipta máli hvort hún væri ein, tvær eða tíu. Þegar hann tapaði máli hafði dómarinn hvort eð er alltaf á röngu að standa. Hin eina sanna lögfræðilega niður- staða væri bara einstaklingsbundin, þetta sæist best á því hvað væru mörg sératkvæði í Hæstarétti. Úr því að þessir júridísku jötnar gætu ekki komið sér saman um eina niður- stöðu, þá væri hin eina sanna lögfræðilega niðurstaða ekki til. Þegar hingað var komið í vangaveltum Marðar var hann orðinn svo þreyttur og geðvondur á því að hugsa svona mikið að hann fór að æfa pútt á skrifstofu- gólfinu. Hann vissi a.m.k. alltaf hvort hann hefði hitt í mark við þá iðju eða ekki. 6 Lögmannablaðið Af Merði lögmanni

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.