Lögmannablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 16

Lögmannablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 16
og er síbreytilegt. Reglur sem gefa slíka uppskrift eru úreltar. Lögmenn eru í þeirri aðstöðu að geta best metið hvort dómstólar og dómendur eru störfum sínum vaxnir. Að þagga niður í gagnrýni þeirra er ekki í anda nútímans. IV. Samskipti lögmanna við Hæsta- rétt hafa, að mínu mati, nær und- antekningarlaust verið góð. Í bréfi réttarins til félagsins, sem birtist í júlí hefti Lögmannablaðs- ins, er þetta staðfest. Þar þakkar forseti réttarins lögmönnum fyrir gott samstarf og hlut þeirra í því að hleypa af stað hinni breyttu dóm- stólaskipan. Jafnframt bendir hann á leiðir sem lögmönnum eru færar til þess að auðvelda réttinum enn frekar að leysa hlutverk sitt af hendi. Er þetta af hinu góða því lengi getur gott batnað. Undirritaður hnaut hins vegar um eitt atriði í bréfi réttarins er sneri að gerð skrár yfir málsatvik í tímaröð. Ekki er að efa að slík skrá getur auðveldað réttinum störf sín. Hins vegar er til þess að líta að slíkt hefur í för með sér mjög aukna vinnu fyrir lögmenn. Ég er viss um að lögmenn væru tilbúnir að leggja þá vinnu á sig vitandi það að rétturinn myndi taka tillit til hennar í málskostnaðarákvörðun- um sínum. Því miður er það svo, að hinn virðulegi réttur virðist oftsinnis ekki gera sér grein fyrir þeirri miklu vinnu er liggur að baki því að framreiða málin sómasamlega fyrir réttinn. Einkum hefur þessa gætt í ákvörðunum réttarins um málsvarnarlaun lögmanna í opin- berum málum. Að ætla lögmanni, sem hefur þær skyldur sem á hann eru lagðar lögum samkvæmt sem verjanda, að taka við ákvörðun upp á kr. 25.000 fyrir flutning í op- inberu máli er í raun óskiljanlegt. Lögmenn leggja metnað sinn í að einfalda málin fyrir réttinum og vanda málflutning sinn. Miðað við þann taxta sem hæstaréttarlög- menn starfa á þá rúmast ekki mik- il vinna innan ofangreindrar fjár- hæðar. Í slíkum ákvörðunum rétt- arins felast ákveðin skilaboð til lögmanna. En hversu ómerkileg sem mál eru, þá er ætíð ákveðin grunn- vinna að baki þeim sem verður ekki hjá komist að vinna. Hér í þessari grein eru ekki tök á því að þylja slík störf upp. Það að hafa ræður sínar hnitmiðaðar og kjarn- yrtar, eins og rétturinn fer fram á, hefur auk þess í för með sér mun meiri vinnu. Ég held að lögmenn séu fúsir til þess að koma til móts við hinn virðulega rétt í þessum málum en viðleitnin verður þá að vera gagn- kvæm. V. Er greinarstúfur þessi var fyrst í smíðum, hafði undirritaður inni þá athugasemd, að hann saknaði þess að við endurskoðun laga um Hæstarétt hefði ekki verið gert ráð fyrir, að rétturinn tilkynnti fyrirfram um dómara hvers máls. Ástæðuna sjá allir. Dómarar Hæstaréttar geta, jafnt sem dómar- ar héraðsdóms, verið vanhæfir til setu í dómi. Í millitíðinni hefur það gerst að í síðustu málaskrá réttarins er slíkar upplýsingar að finna. Þannig eru upphafsstafir hvers dómara nú sett- ir á hvert mál í málaskrá. Þessari breytingu ber að fagna. VI. Að endingu vill undirritaður leggja á það áherslu að samstarf lögmanna og hins virðulega réttar hefur verið með ágætum. Er það von undirritaðs að svo verði áfram. 16 Lögmannablaðið Lögmenn eru í þeirri aðstöðu að geta best metið hvort dómstólar og dómendur eru störfum sínum vaxnir. Jóla- og nýárskveðja Stjórn og starfsfólk Lögmannafélags Íslands senda félagsmönnum, samstarfsfólki þeirra og fjölskyldum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.