Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 15

Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 15
MÁLFLUTNINGSKLÚBBURINN LÖGBERG vinnur nú hörðum höndum að undirbúningi 20. Nor- rænu málflutningskeppninnar, sem haldin verður í Reykjavík 11. til 13. júní nk. Von er á nærri 200 manns vegna keppninnar; laganemum, lög- mönnum, háskólakennurum og dómurum við Mannréttindadómstól Evrópu og æðstu dómstóla Norðurlandanna. Samtals eru keppendur um 70. Keppnin verður haldin í húsnæði héraðsdóms Reykjavíkur og í Hæstarétti. Í verkefninu reynir á réttindi manns samkvæmt Mann- réttindasáttmála Evrópu, en eign- ir hans voru frystar á grundvelli reglugerðar Evrópusambandsins sem sett var í kjölfar hryðjaverkanna 11. sept- ember 2001. Um þessar mundir sitja íslensku keppendurnir sex og semja greinargerðir sóknar og varnar, með aðstoð keppenda fyrri ára og undir stjórn fræðilegra leiðbeinenda. Formaður málflutningsklúbbsins undanfarin 9 ár er Sif Kon- ráðsdóttir hrl. og heiðursformaður er Gunnar Helgason hrl. Keppnin hefur notið stuðnings Lög- mannafélagsins, dómsmálaráðuneytisins, lög- manna, fyrirtækja og stofnana. 15 Góður lögmaður verður hvorki til á sex vikum né sex mánuðum. Til þess þarf lengri tíma, ríkan vilja, ákveðni, þolinmæði og metnað og síðast en ekki síst fjölbreytt og krefjandi verkefni. Ég hef þá trú að lágmarksstarfstími áður en prófraun til öfl- unar héraðsdómslögmannsréttinda er þreytt muni skila okkur hæfari lögmönnum þegar fram líða stundir. Ég tel þetta skilyrði því fullkomlega rétt- lætanlegt og í mínum huga er jafnframt ljóst að reynslutíminn getur ekki verið skemmri en sex til tólf mánuðir. Skilyrði réttinda til að verða hæstaréttarlög- maður samkvæmt 6. gr. frumvarpsins hafa einnig sætt gagnrýni. Á sama hátt og varðandi héraðs- dómslögmannsréttindin þá er skilyrðum 1.-4. töluliðar 1. mgr. 6. gr. ætlað að tryggja að héraðs- dómslögmenn hafi öðlast ákveðna færni í störfum sínum áður en þeir öðlast hæstaréttarlögmanns- réttindi. Í mínum huga er álitamál hvort rétt sé að skipta starfsréttindum lögmanna upp með þeim hætti sem gert hefur verið hér á landi og hvort rétt sé að gera kröfu til þess að héraðsdómslögmenn þreyti tiltekna prófraun áður en þeir eiga þess kost að flytja mál fyrir Hæstarétti Íslands. Fyrir þessu fyrirkomulagi er þó löng hefð og ljóst að henni verður ekki breytt án verulegrar umræðu og sam- stöðu meðal lögmanna. Það er mjög jákvætt í mínum huga að það hug- læga mat sem hingað til hefur ráðið því hvaða mál teljast tæk prófmál fyrir Hæstarétti verði afnumið. Ég efast þó ekki um góðan hug þeirra einstaklinga sem sinnt hafa þessu mati til þessa, en framhjá hinu verður ekki horft að mat þeirra hefur í sumum tilvikum ekki verið óskeikult. Ég tel því til mikilla bóta að taka upp hlutlægar reglur varðandi skilyrði til öflunar hæstaréttarlögmannsréttinda. Um það má endalaust deila hvort starfstími samkvæmt 1. tölulið 1. mgr. 6. gr. skuli vera þrjú eða fimm ár, lágmarksfjöldi munnlegra fluttra mála í héraði samkvæmt 3. tölulið sömu greinar skuli vera þrjátíu eða fjörutíu og hvort fjöldi próf- mála fyrir Hæstarétti samkvæmt 4. tölulið skuli vera tvö, þrjú eða fjögur mál. Ég get vel skilið sjónarmið þeirra lögmanna sem halda því fram að skilyrði frumvarpsins að þessu leyti séu of ströng, en hef ekki sjálfstæða skoðun á því við hvað skuli miða í þessu efni. Vonandi finnst viðunandi lausn varðandi þessi atriði. Ég vil að lokum lýsa stuðningi mínum við þá samþykkt sem gerð var á félagsfundi Lögmanna- félags Íslands fyrir skömmu þess efnis að mynduð verði sérstök nefnd innan félagsins sem hafi það verkefni að gaumgæfa nauðsynlega heildarendur- skoðun á lögum um lögmenn. L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Keppendur og fræðilegir leiðbein- endur. Efri röð: Heiða Björg Pálma- dóttir, Hrafnhildur M. Gunnarsdóttir, Kristín Benediktsdóttir aðstoðar- maður hæstaréttardómara og Björg Thorarensen, prófessor. Neðri röð: Þórunn Pálína Jónsdóttir, Hervör Pálsdóttir, Sesselja Sigurðar- dóttir og Ari Karlsson Norræna málflutningskeppnin

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.