Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 16

Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 16
16 Ritstjóri Lögmannablaðsins fór þessá leit við mig að setja niður á blað hvernig nýtt lögmannafrumvarp horfði við lögmönnum sem væru á undanþágu frá skilyrðum 1. mgr. 12. gr. lögmanna- laga. Ég hef haft sterkan grun um að ég sé með slíka undanþágu. A.m.k. hét ég því í bréfi til Lögmannafélags Íslands (LMFÍ), sem ég sendi í marsmánuði 1999, að ég myndi ekki hagnýta rétt- indi mín nema vegna flutnings þeirra mála sem mér væru falin á grundvelli laga um ríkislögmann og sótti um und- anþáguna. Mig langar að fjalla um þá nýju hug- mynd að lögmaður með undanþágu frá skilyrðum 1. mgr. 12. gr. laganna megi ekki kalla sig lög- mann almennt og fara á svolítið flug út frá því. Vinur minn sem var ritstjóri Lögmannablaðsins sagði mér þegar blaðinu var ýtt úr vör að hér gætu menn ritað greinar án þess að opna bók. Ég vil nota þetta fyrirheit mest megnis og að auki lögskýringaraðferðir þar sem skoðanir mínar eru í öndvegi. Þegar frumvarp til breytinga á lögum um lög- menn var kynnt rak ég augun í það nýmæli á tveimur stöðum að þeir sem væru á undanþágu mættu ekki nota starfsheitið lögmaður, hdl. eða hrl. nema þegar komið væri fram fyrir hönd vinnuveitandans sem undanþágan grundvallaðist á og snerti hagsmuni hans. Brot skuli varða sektum! Á fundi LMFÍ sem haldinn var til kynn- ingar á frumvarpinu kom fram hjá formanni félagsins að hugmynd þessi væri frá LMFÍ og að þetta væri ekki efnisbreyting að hann taldi. Þótti mér hið síðarnefnda ekki sannfærandi. Sitthvað er að hagnýta réttindi til að gæta hagsmuna aðila fyrir dómi og hitt að segja við einhverjar aðstæður við hvað maður starfar eða hver réttindi maður hefur. Mér finnst einfaldlega að maður megi segja frá því hvenær sem er og hverjum sem er hvers konar réttindi maður hafi. Við alls kyns aðstæður getur maður haft ástæðu til þess, t.d. ef maður skrifar grein, heldur fyrirlestur, kennir eða sækir um starf svo eitthvað sé nefnt – eða lætur í té álit. Reyndar tel ég að lögmaður sem ritar álitsgerð og rukkar fyrir þá vinnu sé alls ekki að hagnýta lögmannsréttindi – hann er að vinna lögfræðilega rannsókn. Ég skil hreinlega ekki hvað rekur menn til að banna öðrum að segja hvað þeir starfa við og hvers konar atvinnuleyfi þeir hafi aflað sér. Af hverju er það svona hættu- legt? Væri eðlilegt að banna lögmanni að nota heitið „lögmaður“ eða skammstafanir sama efnis þegar hann kærir ákvörðun skattstjóra fyrir hönd umbjóðanda síns? Væri eðlilegt að banna honum að nota þessi heiti þegar hann sendir fyrir hönd umbjóðanda síns innheimtubréf, yfirlýsingu um riftun, gerir áreiðanleikakönnun (hvað sem það nú er), kærir ákvörðun til æðra stjórnvalds o.s.frv.? Allt það sem talið var upp eru viðfangsefni þar sem engin lögmannsréttindi þarf til. Ef banna á eitthvað í þessum efnum er þá ekki eðlilegt að ganga alla leið og banna alla notkun starfs- heitanna nema þegar menn eru beinlínis að starfa í krafti þeirra? Hvenær þarf að banna? Lái mér hver sem vill, en mér hefur stundum þótt sem LMFÍ legði meiri áherslu á að gæta hags- muna þeirra sem teldust til „sjálfstætt starfandi lögmanna“, en annarra sem munu vera kallaðir innanhúslögmenn í daglegu tali. Ég er þó ekki viss. Í mínum huga er það lykilatriði ef skyldu- aðild er að LMFÍ, að félagið gæti hagsmuna allra félagsmanna og ég vona að sú sé raunin. Mér finnst skylduaðild að lögmannafélagi reyndar óheppileg. Mér finnst það líka óeðlilegt að úrskurðarnefnd um störf lögmanna starfi í tengslum við einkaaðila en ekki sem sjálfstæð 1 / 2 0 0 4 Lögvirki – lögmaður – málflytjandi Einar Karl Hallvarðsson hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.