Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 22

Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 22
Námskeið á vorönn 22 Gallar í fasteignakaupum. Með lögum um fasteignakaup, nr. 40/2002, var gallahugtakinu í fasteignakaupum breytt. Eftir þær breytingar þarf meira til svo fasteign teljist gölluð en áður var auk þess sem gerðar eru ríkari kröfur til kaupanda um skoðun á eign þegar eftir afhendingu. Á námskeiðinu verður fjallað ítarlega um þessar breytingar, röksemdir fyrir þeim og hvernig réttarstaða kaupanda hefur breyst í þessum efnum. Jafnframt verður stuttlega getið um, hvernig staða kaupanda er jöfnuð í öðrum reglum laganna. Miðað við dómaframkvæmd síðustu áratuga má ætla að þessi breyting hafi mikla hagnýta þýðingu og skipti miklu í störfum lögmanna. Kennari: Viðar Már Matthíasson prófessor við lagadeild HÍ. Staður: Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, Rvík. Tími: Þriðjudagur 16. mars, kl. 16:00-19:00. Verð: kr. 12.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 9.500,- Nýmæli í barnalögum og barnaverndarlögum. Ýmsar breytingar hafa orðið á réttarstöðu barna og foreldra í kjölfar nýrra barnaverndarlaga nr. 80/2002, sem tóku gildi 1.júní 2002, og barnalaga nr. 76/2003, sem tóku gildi 1. nóvember 2003. Á námskeiðinu munu Hrefna Friðriksdóttir fara yfir nýmæli barnaverndarlaga og Valborg Snævarr fara yfir nýmæli barnalaga.” Í nýjum barnaverndarlögum eru m.a. skýrari reglur um vinnslu barnaverndarmála, málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd og gert ráð fyrir aðkomu dómstóla að máli um vistun barns utan heimilis eða sviptingu forsjár. Í nýjum barnalögum eru margvísleg nýmæli sem ætlað er að stuðla að bættri réttarstöðu barna, m.a. virkari heimildir til að koma á umgengni barns við forsjárlaust foreldri, heimildir sýslumanna rýmkaðar til úrskurðar í ágreiningsmálulm foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barns, dómstólum heimilað að kveða á um umgengni og meðlag í dómi í forsjármálum og málsmeðferðarreglur fyrir dómstólum og stjórnvaldi einfaldaðar og skýrðar, breytt aðild í faðernismálum auk fjölda annarra nýmæla. Kennarar:Hrefna Friðriksdóttir hdl, Barnaverndarstofu og Valborg Þ. Snævarr hrl. Staður: Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, Rvík. Tími: Þriðjudagur 23.mars, kl. 16:00-19:00. Verð: kr. 16.000,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 12.500,- Lögmenn og fjölmiðlar. Störf lögmanna verða sífellt fyrirferðarmeiri í fjölmiðlum og varla líður sá dagur án þess að lögmaður komi fram í viðtali í ljósvakamiðlum. Lögmannafélag Íslands hefur fengið til liðs við sig tvo reynda fjölmiðlamenn þau Elínu Hirst, fréttastjóra á Sjónvarpinu, og Svein Helgason, fréttamann á Útvarpinu, til þess að kynna fyrir lögmönnum hvernig fjölmiðlar vinna, hvernig best er að haga samvinnu við fjölmiðla, hvað ber að hafa í huga varðandi viðtöl í sjónvarpi og útvarpi og fleira. Námskeiðið verður í formi fyrirlestra og verklegra æfinga í viðtalstækni. Kennarar:Elín Hirst, fréttastjóri ríkissjónvarpsins og Sveinn Helgason fréttamaður á ríkisútvarpinu. Staður: Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, Rvík. Tími: Þriðjudagur 30. mars, kl. 16:00 –20:00. Verð: kr. 20.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 16.500,- Grillað með meisturum Argentínu steikhúss. Meistarar Argentínu steikhúss munu halda grillnámskeið 1. apríl nk. Byrjað verður á fræðslu um hvernig á að grilla mismunandi tegundir af kjöti, fiski og fugli. Rætt verður um kosti og galla kola- og gasgrilla og aukahlutir kynntir s.s. reykbox o.fl. Einnig verður farið yfir hvaða meðlæti henti. Síðan verður vínkynning með smakki þar sem vínþjónn kynnir 5 mismunandi vín (þrúgur) sem henta með grillmat. Að lokum verða grillaðar 3 tegundir af kjöti, grænmeti og fiski til að bragða á með tilheyrandi sósum og meðlæti. Kennarar:Ingvar Sigurðsson matreiðslumeistari Argentínu og Þorgeir Pálsson vínþjónn á Argentínu. Staður: Hússtjórnarskóli Reykjavíkur, Sólvallagötu 12. Tími: Fimmtudagur 1.apríl kl. 16:30-20:30. Verð: kr. 14.000,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 11.000,- 1 / 2 0 0 4 Skráning fer fram hjá félagsdeild í síma 568 5620 eða með tölvupósti á netfang eyrun@lmfi.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.