Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 26

Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 26
26 1 / 2 0 0 4 Fréttir frá félagsdeild Starfsemi félagsdeildar hófst meðhefðbundnum hætti í byrjun árs með því að lögmenn með gífurlegt samviskubit höfðu samband og vildu fá líkamsræktartilboð hið fyrsta. Brugðist var við því með nýju tilboði frá World Class en hægt er að leita upplýsinga um það á heimasíðu LMFÍ, undir afsláttarkjör félagsdeildar LMFÍ. Svo var hafist handa við undirbúning námskeiða, árshátíðargleði og margt fleira. 40% félagsmanna á námskeið 2003 Árið 2003 stóð félagsdeild fyrir 22 nám- skeiðum sem 260 félagsmenn sóttu. Að sjálf- sögðu sækja sumir fleiri en eitt námskeið en það hlýtur að teljast mjög gott að fá sem svarar 40% félagsmanna á námskeið á einu ári. Árið 2004 byrjaði vel í námskeiðahaldi félagsdeildar en skipulögð voru fimm 4 klukku- stunda námskeið í notkun á nýju skaðabótafor- riti sem Samband íslenskra tryggingafélaga lét útbúa. Námskeiðin voru haldin í samstarfi við SÍT og tölvufyrirtækið Vigor sem útbjó forritið. Nú þegar hafa um 50 lögmenn sótt þessi nám- skeið en reiknað er með að fleiri námskeið verði haldin fyrir sumarsólstöður. Auk þess hefur nú þegar verið haldið námskeið í vitna- og aðila- skýrslum fyrir dómi og stafrænum myndavélum. Önnur námskeið vor- annar eru auglýst hér í blaðinu og stefnir í mjög góða skráningu á flest þeirra. Árshátíð LMFÍ Laugardagskvöldið 27. mars nk. mun hin árlega árshátíð verða haldin í Súlnasal Hótel Sögu. Gunnlaugur Claessen hæstaréttardómari verður heiðurs- gestur en Árni Vilhjálmsson hrl., veislustjóri. Að þessu sinni munu Stuðmenn túlka lögin fyrir lögmenn og reiknað er með góðri mætingu. Hjálmar Hjálmarsson fyrrverandi ekki-frétta- maður mun kynna nýjan baráttusöng lögmanna en ekki er vitað fyrir hverju á að berjast enn sem komið er. 70% fjölgun heimsókna Heimasíða LMFÍ er orðin gríðarlega öflugur og ódýr auglýsingamiðill fyrir lögmenn. Heim- sóknum á síðuna fjölgaði um 70% milli áranna 2002 og 2003 en flestar heimsóknirnar eru vegna LÖGMANNALISTANS. Enn á ný eru lögmenn hvattir til að athuga skráningu sína á listanum. Eyrún Ingadóttir SÍÐUMÚLA 16-18 • www.gutenberg.is • SÍMI 545 4400

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.