Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 27

Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 27
27 Stofnun Félags kvenna í lögmennsku: Helmingur kvenna í LMFÍ stofnfélagar! Það var fullt út úr dyrum í húsakynnum LMFÍ þann 4. mars sl. þegar 70 félagskonur stofnuðu Félag kvenna í lögmennsku. Tilgangur félagsins er að efla samstarf og styrkja stöðu kvenna í lögmannastéttinni og auka áhrif og þátttöku kvenna í lögmennsku. Félagið hyggst gera konur í lögmannstéttinni sýnilegri og halda uppi umræðu og standa vörð um málefni um hagsmuni kvenna í stéttinni. Í stjórn hins nýja félags voru kjörnar þær Sif Konráðsdóttir hrl., formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir hdl., Kristín Edwald hdl., Margrét Einarsdóttir hdl. og Svala Thorlacius hrl. Vara- menn í stjórn eru þær Hjördís Harðardóttir og Inga Þöll Þórgnýsdóttir. Sif Konráðsdóttir var að vonum ánægð með fundarsóknina sem fór fram úr björtustu vonum. „Við sem vorum í undirbúningshópnum fyrir stofnun félagsins vorum að vonast eftir 40 til 50 konum og því erum við að vonum kátar. Þetta sýnir að það var tímabært að stofna félagið og ég vona að þetta sé til marks um að starfsemi þess muni verða öflug í framtíðinni,“ sagði Sif. Guðrún Erlendsdóttir hæstaréttardómari var kjörin heiðursfélagi en í ræðu sem hún hélt rifjaði hún m.a. upp að þegar hún hóf laganám haustið 1956 hafi hún verið litin hornauga af samnemendum sínum sem og kennurum sem hafi sumum fundist óþægilegt að hafa stúlku í tímum. M.a. hefði kennari, sem kenndi hluta refsiréttarins, sleppt því að fara yfir 194. gr. almennra hegning- arlaga því honum hafi ekki þótt tilhlýðilegt að skilgreina fullframningu slíks brots í viðurvist konu! Hún rifjaði einnig upp árin sem hún starfaði sem lögmaður, 1961-1976, en fólk var ekki vant því að sjá konu í því starfi. Hún hafi jafnvel verið titluð sem „herra hæstaréttarlögmaður“ í málflutn- ingi í Hæstarétti og iðulega verið ávörpuð þannig af körlum sem komu á skrifstofuna: „Þakka þér fyrir væna mín, en má ég nú tala við lögmanninn“. Guðrún rifjaði ennfremur upp að það liðu 24 ár frá því konur öðluðust rétt til embættisnáms, náms- styrks og embætta þar til fyrsta konan útskrifaðist sem lögfræðingur. Það var Auður Auðuns en næstu 30 árin bættust aðeins fimm konur í hópinn, þær Rannveig Þorsteinsdóttir, Auður Þorbergsdóttir, Ragnhildur Helgadóttir, hún sjálf og Hólmfríður Snæbjörnsdóttir. Eftir það hafi farið að rætast úr en árin 1967-1976 hafi 28 konur útskrifast úr lög- fræði, 1977-1986 hafi 70 konur útskrifast og í dag séu konur meira en helmingur þeirra sem stunda laganám. L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.