Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 33

Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 33
33 Þann 18. september síðastliðinnféll dómur í Hæstarétti í máli nr. 520/2002 þar sem tekið var á ákveðnum álitaefnum um tengsl skaðabótaréttar og bótaréttar frá almannatryggingum. Hér á eftir verður m.a. gerð grein fyrir þessum álitaefnum. Ágreiningsefni í máli nr. 520/2002 Málið snérist um afleiðingar vinnu- slyss þann 9. júlí 1999. Um var að ræða mjög alvarlegt slys og var tjónþoli m.a. met- inn til 70% varanlegrar fjárhagslegrar örorku. Atvik að slysinu voru óumdeild, bótaskylda viður- kennd og fór uppgjör fram á grundvelli útreikn- ings tryggingafræðings. Tjónþoli sætti sig hins vegar ekki við uppgjör á bótum fyrir varanlega fjárhagslega örorku og deildu aðilar um það hvernig fara ætti með frá- drátt frá skaðabótakröfu samkvæmt 1. málslið 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga eins og ákvæðinu var breytt með 4. gr. laga nr. 37/1999. Ákvæðið varðar frádrátt vegna framtíðargreiðslna úr almannatryggingum. Deilt var um hvernig skýra ætti ákvæðið og jafnframt taldi tjónþoli það ekki standast 65. gr. og 72. gr. stjórnarskrárinnar. Ekki var ágreiningur um að ætlað eingreiðsluverðmæti bótagreiðslna frá almanntryggingum samkvæmt almannatryggingalögum nr. 117/1993 og lögum nr. 118/1993 um félagslega aðstoð, að teknu tilliti til skattskyldu, næmi kr. 6.404.742,00. Um var að ræða örorkulífeyri, tekjutryggingu og heimilis- uppbót. Þá voru aðilar sammála um að heildartjón vegna varanlegrar örorku væri kr. 11.409.764,00 og að frá þeirri fjárhæð ætti að draga bætur sem tjónþoli fékk úr slysatryggingu launþega, samtals kr. 3.602.880,00. Skaðabótalögum nr. 50/1993 breytt með lögum nr. 37/1999. Ákvörðun bóta fyrir fjárhags- lega örorku Skaðabótalög voru lögfest árið 1993. Um þær breytingar sem gerðar voru á 5. gr. laganna með lögum nr. 37/1999 segir eftirfarandi í greinar- gerð með 4. gr. síðastnefndra laga: „Samkvæmt gildandi lögum drag- ast bætur frá almannatryggingum og lífeyrissjóði ekki frá bótum fyrir varanlega örorku. Í greinargerð með frumvarpinu að skaðabótalögum, nr. 50/1993, kemur fram að margföldunarstuðull laganna hafi öðrum þræði verið ákveðinn með hliðsjón af því að tjónþoli héldi óskertum rétti til bóta frá þriðja manni, t.d. almannatryggingum og vátryggingum. Þessi sjónarmið eiga ekki við í þessu frumvarpi. Margföldunarstuðull 5. gr. frumvarpsins er annars eðlis en í gildandi lögum og við það miðaður að tjónþoli fái að fullu bætt það tekjutap sem hann verður fyrir vegna varanlegrar örorku. Vegna þessa er lagt til að til frádráttar bótum komi greiðslur af félagslegum toga sem koma í hlut tjónþola vegna örorkunnar. Við frádráttinn þarf að huga að því að greiðslur séu sambærilegar með því að taka tillit til skattskyldu og greiðsluforms, áður en dregið er frá skattfrjálsum og afvöxtuðum bótum fyrir varanlega örorku.” Í máli nr. 520/2002 staðfesti Hæstiréttur þá nið- urstöðu héraðsdóms að hið uppreiknaða ein- greiðsluverðmæti greiðslna frá almannatrygg- ingum ætti að koma til frádráttar bótum fyrir varanlega örorku. Rök Hæstaréttar voru í stuttu máli eftirfarandi: Í 6. gr. skaðabótalaga, eins og henni var breytt með 5. gr. laga nr. 37/1999, er mælt fyrir um hvernig meta á varanlega örorku til fjárhæðar á L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Dómur Hæstaréttar 18. september 2003 í máli nr. 520/2002 Tengsl skaðabótaréttar og bótaréttar frá almannatryggingum Dr. jur. Guðmundur Sigurðsson dósent

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.