Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 35

Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 35
35 Af þessu má sjá að breytingar þær sem gerðar voru á skaðabótalögum 1999 leiddu til þess að hinum skaðabótaskylda aðila í máli nr. 520/2002 bar að greiða tjónþola u.þ.b. 5 millj. kr. lægri skaðabætur fyrir varanlega fjárhagslega örorku en raunin hefði orðið ef slysið hefði gerst rúmlega 2 mánuðum fyrr. Það kann hinsvegar að vera vafasamt að full- yrða að þó lagabreytingin 1999 hafi leitt til lakari skaðabótaréttar tjónþola í máli nr. 520/2002 sé eins farið um alla aðra tjónþola. Til þess að reyna að leiða líkum að því hver hin almenna staða tjónþola er samkvæmt lögum nr. 37/1999 samanborið við stöðuna fyrir lagabreyt- inguna var tjón vegna varanlegrar örorku nokk- urra tilbúinna tjónþola kannað útfrá eftirfarandi forsendum: – Slysdagur er sá sami og í máli nr. 520/2002, svo og stöðugleikatímapunktur og metnar af- leiðingar, þ.e. 70% varanleg örorka. – Bótaréttur úr slysatryggingu launþega er kr. 3.602.880,00. – Gert er ráð fyrir að tjónþoli nýti 30% metna vinnugetu sína. – Reiknaður er bótaréttur kvenna á aldrinum 20, 30, 40, 50 og 60 ára, annarsvegar skv. skaða- bótalögunum eins og þeim var breytt með lögum nr. 42/1996 og hinsvegar eins og þeim var breytt með lögum nr. 37/1999. – Gert er ráð fyrir að tjónþoli eigi aðeins rétt til greiðslna frá almannatryggingum en ekki líf- eyrissjóði. – Gert er ráð fyrir bótarétti frá stöðugleikatíma- punkti til 67 ára aldurs tjónþola. – Tekið er tillit til 33,3% skattskyldu við útreikn- ing frádráttarfjárhæða. – Útreikningur miðar við 4,05% ársvexti, þ.e. 4,5% fyrir fjármagnstekjuskatt, og vaxtavexti. – Lífslíkur fara eftir reynslu áranna 1996 – 2000. Lífslíkur kk. og kvk. eru ekki þær sömu. – Stuðst var við þrenns konar árslaun: 1. Sömu árslaun og í máli nr. 520/2002, þ.e. kr. 1.780.800,00 2. Árslaun kr. 3.180.000,00 3. Árslaun kr. 4.770.000,00 Niðurstöður er að finna í eftirfarandi þremur töflum. Tafla 1. Árslaun kr. 1.780.800,00 Aldur tjónþola Kyn. 1996 1999 20 kvk. 8.862.720,00 7.966.123,00 30 kvk. 8.239.440,00 3.294.017,00 40 kvk. 6.992.880,00 1.897.394,00 50 kvk. 5.123.040,00 514.570,00 60 kvk. 1.383.360,00 0,00 Tafla 2. Árslaun kr. 3.180.000,00 Aldur tjónþola Kyn. 1996 1999 20 kvk. 18.657.120,00 28.875.445,00 30 kvk. 17.544.120,00 19.379.950,00 40 kvk. 15.318.120,00 15.199.423,00 50 kvk. 11.979.120,00 10.279.161,00 60 kvk. 5.301.520,00 5.191.460,00 Tafla 3. Árslaun kr. 4.770.000,00 Aldur tjónþola Kyn. 1996 1999 20 kvk. 29.787.120,00 50.557.610,00 30 kvk. 28.117.620,00 35.783.649,00 40 kvk. 24.778.862,00 28.736.173,00 50 kvk. 19.770.120,00 20.227.089,00 60 kvk. 9.753.120,00 10.949.353,00 Niðurstaða: Dómur Hæstaréttar í máli nr. 520/2002 gaf svar við ákveðnum grundvallarspurningum varðandi túlkun á 1. málslið 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 eins og ákvæðinu var breytt með 4. gr. laga nr. 37/1999. Þannig staðfesti Hæstiréttur að eingreiðsluverðmæti ákveðinna greiðslna af félagslegum toga frá almannatryggingum komi til frádráttar skaðabótum fyrir varanlega fjárhagslega örorku og að réttur til greiðslna frá almannatrygg- ingum miðast við stöðugleikatímapunkt. Dómur- inn svarar því hins vegar ekki með endanlegum hætti hverjar félagslegar greiðslur frá almanna- tryggingum komi til frádráttar og hverjar ekki. Þá virðist ljóst að breyting sú sem gerð var á skaðabótalögum með lögum nr. 37/1999 hefur í alvarlegum slysamálum leitt til lakari bótaréttar tjónþola á miðjum aldri með lágar tekjur en til betri bótaréttar yngri tjónþola með meðal- eða hærri tekjur. Svar við þeirri spurningu hvort, þegar á heildina er litið, lög nr. 37/1999 hafa leitt til lakari eða betri bótaréttar tjónþola í alvarlegum slysamálum, kallar hins vegar á ítarlegri rannsókn en að framan greinir og verður því engu haldið fram í þeim efnum að minni hálfu. L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.