Lögmannablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 17

Lögmannablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 17
17 innar, aðgangur varnarinnar að gögnum sóknar- innar, aðgangur varnarinnar að rannsóknum sókn- arinnar, tilhneiging sóknarinnar til að drekkja vörninni í gögnum, aðgangur varnarinnar að sak- borningum og svo mætti lengi telja. Einnig má nefna að stærð þessara mála er þvílík að gera má ráð fyrir að þegar mál fer í gang fyrir ICC þá þurfi mörg hundruð lögmenn sem verjendur vegna eðli þessara mála þar sem þau gerast í stórum samfé- lögum og gríðarlega margir sem koma að málum. Einnig vegna þeirra reglna sem gilda um að vitni og fórnarlömb fái lögmannsaðstoð. Gert er ráð fyrir að hver sakborningur hafi lið af lögmönnum L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Það sem er mjög áhugavert við námskeiðið er áherslan á sjónarhorn verjanda í svo alvarlegum málum sem alþjóðlegir glæpadómstólar taka á og ICC er ætlað á taka á í framtíðinni. Alþjóðlegur refsiréttur Grundvallaratriði í refsirétti er að glæpurinn verður að vera refsiverður þegar hann er framinn (legality), lögin verða að vera skýr og ákveðin og á þetta að sjálfsögðu við bæði í alþjóðlegu og inn- lendu umhverfi. Þessir alvarlegu glæpir hafa alltaf verið til en nú í seinni tíð hafa þeir verið lögfestir af fjölda ríkja sem refsiverðir verknaðir til að alþjóðasamfélagið geti brugðist við þeim þar sem oftast eru þeir framdir í innan ríkja sem ekki hafa áhuga né getu til að refsa þeim seku. Réttarheimildirnar í alþjóðlegum refsirétti eru mjög óljósar og er blandað saman öllum laga- kerfum sem þekkjast í heiminum. Þetta er allt mjög pólitískt líka þar sem lögmenn og dómarar, sem koma að framþróun alþjóðlegs sakamála- réttar, hafa haft tilhneigingu til að hampa því sem þeir hafa lært í sínum heimaríkjum. Með hinum fjölmörgu alþjóðlegu dómstólum sem hafa orðið til núna síðustu ár er kominn fram fjöldi dóma þar sem reynt hefur á öll helstu grundvallarhugtökin í alþjóðlegum refsirétti. Það hafa orðið til í heiminum tvenns konar sakamáladómstólar, annars vegar þeir sem hafa verið settir á fót með ályktunum frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, s.s. dómstóllinn fyrir fyrr- um Júgóslavíu og dómstóllinn fyrir Rwanda og hins vegar ICC sem var stofnaður á grundvelli Rómarsáttmálans 17. júlí 1998. Með tilkomu hinna alþjóðlegu sakamáladóm- stóla hafa verið stigin stór skref í framþróun alþjóðlegs sakamálaréttar og nú síðast með Róm- arsáttmálanum um alþjóðlegan sakamáladómstól (ICC). Regluverk þessara alþjóðlegu dómstóla hefur verið í stöðugri þróun og nú síðast með lög- gjöfinni um ICC og reglum um málsmeðferð fyrir dómstólnum er orðið til mjög öflugt og ítarlegt regluverk sem er í senn mjög yfirgripsmikið, nákvæmt og töluvert flókið. Hægt væri í löngu máli að lýsa löggjöfinni og málsmeðferðarreglum sem gilda fyrir ICC en þess í stað vill ég benda á vefsíður sem geyma mjög ítarlegar og gagnlegar upplýsingar um alþjóðlegan sakamálarétt og alþjóðlegu dómstólana. International Criminal Court: www.icc. int International Criminal Law: www.fo.unibo. i t /spolfo/CRIMLAW International Criminal Tribunal for the Former Yugo- slavia: www.un.org/ ic ty International Criminal Tribunal for Rwanda: www.ictr.org sem koma að málsvörninni, þar sem allt að 12 lögmenn geti verið verjendur þeirra sem mestu sakir eru bornar á en hér geta komið til takmark- anir vegna fjárveitinga sem dómstóllinn veitir sakborningum til að verja sig. Það er einnig áhugavert að kynnast grundvall- arhugtökum í alþjóðlegum refsirétti, eins og t.d. hverjir geta verið sakborningar (authors of cri- mes). Yfirmannaábyrgðin eins og hún var skil- greind í Nuremberg réttarhöldunum, þar sem það var staðfest í alþjóðlegum sakamálarétti að ekki er hægt að fela sig lengur á bak við ríkið. Einstak- lingarnir bera ábyrgðina, þeir fremja glæpina en ekki eitthvað óáþreifanlegt ríki. Yfirmanna- ábyrgðin er grundvöllurinn í dag fyrir alþjóð- legum sakamálarétti til að hægt sé að ná yfir glæpina og þá sem fremja þá. Það er mikilvægt fyrir starfandi lögmenn að þeir fái tækifæri til að ræða við lögmenn sem hafa starfað við þessa alþjóðlegu sakamáladómstóla og eru margir hverjir virtustu málafærslumenn í heimi á sínu sviði en það virðist vera tilhneiging fyrir dómstólunum að velja breska málafærslu- menn sem aðalverjendur.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.