Lögmannablaðið - 01.09.2004, Síða 29

Lögmannablaðið - 01.09.2004, Síða 29
29 meinað að leiða tiltekna sér- fræðinga fyrir dóm til vitnis- burðar hafi jafnframt eða í raun falist krafa um afmörkun á framlögðum gögnum á þann veg að greinargerðir sérfræð- inganna sem lagðar voru fram teldust ekki til sönnunargagna sem dómur yrði reistur á, sbr. til hliðsjónar danska dóma í UfR, t.d.: U.2000.627H og U.2003.292H. Héraðsdómur hafnaði þess- ari kröfu og röksemdum verj- andans byggðum á hagsmuna- tengslum með þessum orðum: „Eins og segir hér að framan verður ekki annað séð en að fram- burður vitnanna sem um ræðir geti haft þýðingu fyrir úrslit máls þessa. Á hinn bóginn kemur það sem ákærði heldur fram um tengsl vitnanna inn- byrðis og við kærendur til álita þegar dómarar þurfa að meta skýrslur þeirra.“ Úrskurður héraðsdóms var kærður til Hæsta- réttar, mál nr. 113/2003. Í dómi Hæstaréttar var sérstaklega skírskotað til 70. gr. oml. en að öðru leyti var úrskurður héraðsdóms staðfestur með vísan til forsendna hans. Með hliðsjón af nefndum dómi Hæstaréttar er tæpast unnt að lá nokkrum fyrir að hafa litið svo á að greinargerðir sérfræðinganna og vitnisburðir þeirra fyrir héraðsdóminum væru sönnunargögn í málinu. Hæstiréttur hafði leyst úr því álitaefni. Héraðsdómararnir tóku þessi gögn að sjálfsögðu til skoðunar og mats við úrlausn sína, í samræmi við dóm Hæstaréttar. Sama gerði minnihluti Hæstaréttar. Hins vegar verður varla komist hjá því að álykta að meirihluti Hæstaréttar hafi snúið við blaðinu þegar hann mat þessi gögn ótæk vegna tengsla tiltekinna sérfræðinga við kærendur. Breytti Hæstiréttur þar með grundvelli málsins er hann ógilti veigamikil sönnunargögn sem héraðs- dómur hafði stuðst við og byggt röksemdir sínar á, að nokkru leyti í trausti fyrri dóms Hæstaréttar. „Þessi niðurstaða meirihlutans hefði hins vegar að okkar mati átt að leiða til ómerkingar héraðs- dóms og að lagt yrði fyrir dóminn að afla slíks mats áður en héraðsdómur væri kveðinn upp að nýju“, segir í sératkvæði minnihlutans. • Ákærendur eiga að forðast að gagnrýna niðurstöður dóm- stóla í almennri umræðu enda grípa dómstólar ekki til and- svara og ákærendum ber ávallt að sýna dómstólum tilhlýði- lega virðingu. Ákærendur taka þátt í faglegri umræðu um hvaðeina á sviði réttarins eins og aðrir lögfræðingar og þurfa þá ekki endilega að vera sam- mála röksemdum dómara fyrir niðurstöðu í máli. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að dómstólar eiga það til að gagnrýna ákærendur eða ákæruvaldið í dómum sínum með þeim hætti að óhjákvæmilegt getur reynst að grípa til nokkurra andsvara. Ritað 25. júní 2004. L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Ákærendur eiga að forðast að gagnrýna niðurstöður dómstóla í almennri umræðu enda grípa dómstólar ekki til andsvara og ákærendum ber ávallt að sýna dómstólum tilhlýðilega virðingu.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.