Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 13

Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 13
„vaxinn“ upp úr! Ég segi alltaf: „Hvur veit nema ég grennist!“ Draslið þarf að vera skipulagt! Ég er eins og Baldur Möller. Ég get gengið að hlutunum og fundið þá, veit hvar á að leita en ef það væri einhver sem kæmi að taka til... sá fengi fyrir ferðina! Þú veist hvað Kennedy forseti gerði þegar kerl- ingin sem vann hjá honum kom og tók til á skrifborðinu hjá honum? Hann rak hana! Hann fann ekki neitt eftir það. Notar þú tölvu við störf þín? Ég er með tölvu hér á skrifstof- unni og aðra heima, ég nota þær bara ekki. Ef ég þarf að skrifa bréf þá nota ég ritvél, handskrifa fyrst og vélrita svo. Ég kem ekki nálægt tölvunum! tveir læknar meðdómendur. Ég var nýkominn frá Ameríku og sagði þeim þessa sögu: „Ég heyrði helvíti góða lýsingu á læknastéttinni úti í Ameríku hjá lögfræðingum sem ég borðaði með. Þeir sögðu: They are lazy, arrogant, irresponsable, money-consious, bastards. Þetta var lýsingin á lækn- unum.“ Þá sögðu læknarnir við mig: „En lögfræðingastéttin, getur þú ekki lýst henni?“ „Jú, viljið þið það?“ sagði ég, „fjörutíu prósent eru „all right men“ sem kunna sitt starf og eru eins og menn og fjörutíu prósent eru asnar af guðs náð!“ „Hvað með þessi tuttugu pró- sent sem eftir eru?“ spurðu þá læknarnir. „Þeir eru crooks,“ svaraði ég og held að þessi lýsing sé nærri lagi! Þeir báðu mig um að nefna ein- hver dæmi og ég neit- aði að gera það. Skipulögð óreiða Á skrifstofu Arnar er skipulögð óreiða, blaðabunkar á borðum og pappakassar á gólfum sem mál eru sett í jafnóðum og þeim lýkur. Þeg- ar skrifstofan var parketlögð fyrir nokkrum árum var Örn ekki alveg á því hvort það væri hægt án þess að riðla skipulaginu. Guðmundur B. Ólafsson, kollegi hans, tók sig til og færði allt til án þess að hreyfa við nokkru á borðum og í hillum. Þegar Örn settist niður þá vantaði einn hlut og hann þrumaði: „Guð- mundur, hvar er penninn?“ Guð- mundur hringdi í eiginkonu sína, sem hafði hjálpað honum við tilfær- ingarnar, og hún gat vísað á penn- ann. Þannig tókst að breyta engu þrátt fyrir skipti á golfefni! Örn seg- ist geyma mun meira en hann þurfi, bæði af skjölum og öðru. Konan skammar mig fyrir að geyma jafnvel föt sem ég er löngu LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2005 > 13 Læt þvælumál eiga sig Hefur þú oft þurft að eiga við samvisku þína í lögmannsstarfinu? Annað hvort er lögmaður að hjálpa mönnum eða hann er ekki í þessu djobbi. Hann má ekki fara eftir því hvað honum finnst frekar en dómari. Lögmaður verður að hjálpa skjólstæðingnum á allan hátt, hann er eiðsvarinn til þess. Lögmaður má ekki fara eftir því hvað honum finnst heldur verður hann að vera algjörlega objectivur og gera allt sem hann getur fyrir skjólstæðinginn án þess að ljúga að dómstólum, aldrei vísvitandi að ljúga. Ég kann þess nokkur dæmi að lögmenn hafi logið en vil ekki segja þau. Nú ert þú orðinn 77 ára gamall, ertu enn á fullu? Ég hef hægt á mér og sendi iðu- lega frá mér tímafrek mál sem ég nenni ekki að sinna. Ég læt alls konar þvælumál eiga sig en ég vísa aldrei brjáluðum kerlingum á vini mína! Hvert fara þær? Þær fara og velja sjálfar nýja lög- menn. Ef ég finn að það er einhver brjálæðingur þá læt ég ekki vini mína lenda í því!!! Ætlar þú halda áfram í lög- mennsku enn um sinn? Já á meðan heilsan leyfir, ég sé enga ástæðu til annars, ekki nokkra. Sveinbjörn gamli Jónsson dó 85 ára gamall og var að til síð- asta dags!

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.