Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 18

Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 18
SAGA KNATTSPYRNUMÓTA LMFÍ er jafngömul Lögmannablaðinu og því er við hæfi að rifja upp sögu þeirra í þessu afmæl- isblaði. Allt hófst þetta á því herrans ári 1995. Fyrir þann tíma höfðu lögmenn att kappi við fanga á Litla-Hrauni, sem þeir gera reyndar enn í dag. Í árdaga knattspyrnumóta LMFÍ reyndist þrautin þyngri fyrir hina ýmsu íþróttafrétta- ritara að fá birtar greinar um mótin í Lög- mannablaðinu og var því ekki um auðugan garð að gresja fyrir pistlahöfund að leita efnis um fyrstu mótin. Ekki skorti þó vilja íþróttafréttaritara að senda inn greinar skv. heimildum pistlahöfundar en einhverra hluta vegna rötuðu greinarnar ekki í fyrstu tölublöð blaðsins. Frá árinu 1999 hefur verið skrifað um hvert mót og verður svo vonandi áfram. Það er eftirtektavert að þeir lögmenn sem skráðu sig til leiks á fyrstu mótin eru enn að og er nýliðun í knattspyrnuhópnum frekar rýr. Sjást þessa merki þegar skoðað er hvaða lið hafa sigrað á mótunum frá upphafi. Tvö lið skera sig þar nokkuð úr: lið Grínarafé- lagsins sem nýtur aðstoðar Markarinnar í útimótum og lið Reynslu og Léttleika. Þessi lið hafa skipst á að vinna mótin utan þess að lið Bolta.is og lið Markarinnar hafa hvort um sig unnið einu sinni. Tími ungseiðanna hlýtur að renna upp fyrr en síðar og hvetur greinarhöfundur yngri menn að taka sig nú saman og fjölmenna til leiks á næstu árum. Lið AM Utd. hefur t.d. komið sterkt til leiks undanfarin 2 ár en hefur ekki náð að vinna mót. Haldi þeir sínu striki mun þeirra tími renna upp! Annars er ótrúlegt hvað keppnisviljinn fleytir mönnum áfram þó aldurinn sé farinn að segja til sín líkamlega. Jón Steinar Gunn- laugsson er besta dæmið um það en hann 18 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2005 Saga knattspyrnumóta LMFÍ Greinarhöfundurinn sjálfur með snilldar tilþrif á knattspyrnumótinu í september sl. Takið eftir hvernig hann nær að stinga andstæðingana af í sókninni. Smári Hilmarsson hdl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.