Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 25

Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 25
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2005 > 25 lögmenn sem rökuðu saman fé og keyrðu jeppa. Þeir sem afneituðu hvað harðast hinni dauðu hönd hins opinbera höfðu á hinn bóginn flestir gengið ríkis- valdinu á hönd og hittust nú helst á sellufundum hjá BHMR fyrir utan einn og einn ríkisrekinn lögmann. Slanguryrðið „lúser“ hafði öðlast alvegnýja merkingu í huga Marðar. Hann taldi sig vera mesta erki „lúser“ allra tíma. Hann var búinn að tapa sautján málum í röð. Mörður gerði stutt hlé á lestrinum ogleit upp. Einungis eðlislæg hóg- værð hans og kurteisi varnaði honum að hrópa upp: „Yó man, ertu vakandi?“ Mörður hafði lagt óvenju mikla vinnu í málflutningsræðuna. Eins mikla og hægt er að krefjast af lögmanni sem gengur í öll störf á skrifstofunni. Nóttin fyrir mál- flutninginn hafði farið í undirbúning. Hann leit fast á dómarann. Höfuðstelling minnti Mörð á styttuna af hugsuðinum. Þessi alvöruþrungni og niðurlúti maður sem hvílir ennið á hnúunum. Hann hlýtur að taka eftir, hugsaði Mörður með sér og hélt áfram. Sér til sárrar gremju áttaði Mörður sig á, við lestur dómsins, að grunur hans reyndist réttur „dómarinn hafði verið steinsofandi í málflutn- ingnum. Hvernig er þetta eiginlega eru engarkröfur gerðar lengur til lögmanna?, hugsaði Mörður með sér þegar hann kom af erfiðum fundi. Hvernig átti honum að detta í hug að þessi stelpu- kind væri ekki þarna til þess að taka við frakkanum hans og bera honum veit- ingar? Slík mistök voru að mati Marðar eðlileg, enda leit stúlkukindin alls ekki út fyrir að gegna svo mikilvægu starfi sem lögmennskan er. Nei, Mörður var nú van- ari því að eiga við gamla spilafélaga sína í störfum sínum og þurfa einstöku sinnum að þola samskipti við einhverja nýútskrifaða besserwissara af karlkyn- inu. Mörður hafði reyndar orðið var við að einhverjar konur væru í stéttinni, enda ekki hægt að komast hjá því að taka eftir slíkum frekjum! Gat verið að þetta væri að breiðast út? Hvað yrði þá um allt hið kunnuga sem hann þekkti í heimi lög- mennskunnar? Mikil sæla er það nú stundum að veraalls óskyldur ráðamönnum þjóðar- innar. Að ekki sé minnst á það að hafa ekki málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti. Hváru tveggja sýndist Merði að fylgdi fátt annað en armæða og leiðindi við að vera sífellt á milli tanna á hælbítum og öfundsýkingum. Kemst svosem bærilega af meðþokkalega innheimtu, stöku refsimál og forsjármál og þegar saltið fer að minnka í grautnum má alltaf kvabba um nokkur eignalaus þrotabú niðri í héraðs- dómi. Íbúðin í Hlíðunum með rósótta teppinu og betrekkinu dugar líka fínt. Það er kannski engin ástæða til að hafa of miklar áhyggjur af velgengni annarra eða vanda þeirra. Þeir hafa örugglega dýrari lögmenn og fínni í tauinu heldur en Mörð til að liðsinna sér gegn ásókn allra þessara rannsakara og meiðyrðinga. Svo geta þeir líka alltaf þegar allt um þrýtur stokkið í skjól pólitíkusanna, vina sinna, flokksfélaganna eða vandamanna sinna. Má ég þá frekari biðja um víxilinn- heimtuna, þægilegt sautjándakaflamál – sælir eru ættlausir og auðlausir hugsaði Mörður og leit glottandi til himins. Mörður hefur aldrei getað skilið konurneitt sérstaklega vel enda eru þær allt öðruvísi en karlar. Lífsviðhorf þeirra og gildi eru allt önnur og svo eru konur hræddar við að axla ábyrgð og taka ákvarðanir. Konur geta svo sem verið þokkalegir lögmenn en þær eru óþarfa smámunasamar enda eru konur með næmt auga fyrir allskonar smáatriðum í umhverfi sínu eins og ryki og svoleiðis pjatti. Slík mál lenda sjaldnast á borðum lögmanna. Mörður hefur verið nokkuð sár ogreiður síðustu misseri vegna þess að nafn hans er aldrei nefnt þegar fjallað er um stjörnulögfræðinga. Mörður á langan og farsælan feril í lögmennsk- unni. Hann hefur skrifað margar greinar í Úlfljót og Tímarit lögfræðinga, flutt fyrir- lestra á málþingum, sinnt kennslu og er með eina allra hæstu einkunn sem gefin hefur verið í Háskóla Íslands. Þá hefur Mörður flutt merkileg, umfangsmikil og flókin mál í Hæstarétti og náð að kæfa réttinn í ljósritum úr fræðiritum og alls konar tilvitnunum sem þótti lengi vel merki um góðan og merkilegan lög- mann. Fermingarúrið gerði útslagið! Lögmaður, kona á besta aldri, sem ekki vill láta nafns síns getið, segist hafa verið í sambandi við Mörð um tíma og m.a. hafi verið byrjað að tala um sambúð áður en upp úr slitnaði. Hvað varð til þessara sambands- slita? Viðhorf Marðar til kvenna, fyrst og fremst. Það rann upp fyrir mér hvílík karlremba hann er og ég sem virkur femínisti gat ekki látið það viðgangast að búa með manni sem áleit mig af óæðra kyni. Hvernig maður er Mörður? Hann er mjög spes, svo ekki sé meira sagt. Fyrst fannst mér það sjarmerandi en síðan fóru að renna á mig tvær grímur þegar ekki var hægt að koma honum úr gömlu jakkafötunum. Þetta með ferming- arúrið gerði svo útslagið. Hvernig þá? Ég vil ekki tjá mig um það frekar en segi bara að ef menn eru tilfinn- ingalega tengdir fermingarúrinu sínu þá er virkilega þörf á sálfræði- aðstoð. Mörður illa þrifinn til fótanna! Þórunn Guðmundsdóttir hrl. seg- ist þekkja Mörð töluvert. Ég hef lent á móti honum í málum og hef oft þurft að sitja við hliðina á honum í dómssölum og á fundum. Það versta er þessi árátta hans að fara alltaf fara úr skónum og hann er hreinlega illa þrifin til fótanna. Það er uppi orðrómur um að þið hafið farið út saman, er það rétt? Nei það er ekki rétt, ég er ekki farin af fella fjaðrirnar það mikið að ég þurfi að fara út með Merði!

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.