Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 27

Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 27
Afbrot og refsiábyrgð III Bók þessi er þriðja bindi fræðirits höfundar um afbrot og refsiábyrgð. Í verkinu er í sex þáttum fjallað um staðreyndavillu, lögvillu, sakhæfi, neyðarvörn, neyðarrétt og samþykki brotaþola. Með ritinu fylgja ítarlegar skrár. Höfundur: Jónatan Þórmundsson Mannréttindasáttmáli Evrópu Meginreglur, framkvæmd og áhrif á íslenskan rétt Bókin er lögfræðilegt heildarrit um Mannréttindasáttmálann, réttindin sem hann verndar og hvernig verndin kemur fram í framkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu. Lýst er hvernig áhrif sáttmálans birtast í íslenskum rétti og hvernig réttindi hans eru tryggð með hliðsjón af ákvæðum stjórnarskrárinnar, íslenskrar löggjafar og dómaframkvæmd hér á landi auk þess sem fjallað er um ákvarðanir og dóma Mannréttindanefndarinnar og Mannréttindadómstólsins í kærumálum gegn íslenska ríkinu. Ritið hefur þannig íslenskt sjónarhorn og því sérstakt hagnýtt gildi fyrir íslenska lögfræðinga. Loks er fjallað um túlkunaraðferðir Mannréttindadómstólsins við úrlausn mála, lýst reglum um skilyrði þess að kæra verði tekin til meðferðar og meðferð kærumála fyrir dómstólnum. Bókin er umfangsmikið samstarfsverkefni þar sem fræðimenn lagadeilda Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík leggja saman krafta sína auk annarra sérfræðinga um mann- réttindi en höfundar efnis í ritinu eru alls tólf talsins. Ritstj.: Björg Thorarensen, Davíð Þór Björgvinsson, Guðrún Gauksdóttir, Hjördís Hákonardóttir Lagaslóðir Þrettán ritgerðir á ýmsum sviðum lögfræði og réttarsögu. Allar eru ritgerðirnar áhugaverðar fyrir lögfræðinga jafnt sem aðra áhugamenn um lög og sögu. Fjallað er um efni á sviði samanburðarlögfræði, um megindrætti japansks réttar, um lögleiðingu vestrænna réttarreglna í Tyrklandi, um borgaralögbækur Ítala og Spánverja og um réttarþróun í Suður-Afríku. Þá eru greinar um kirkjurétt og um lögfræði og lagamenn fyrri tíðar. Á ensku og dönsku eru m.a. greinar um Jóns- bók, hina fornu lögbók Íslendinga og um innleiðingu ákvæða úr hinum norsku og dönsku lögbókum Kristjáns konungs V. á Íslandi. Höfundur: Páll Sigurðsson H Á S K Ó L A Ú T G Á F A N w w w . h a s k o l a u t g a f a n . h i . i s h u @ h i . i s

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.