Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 39

Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 39
á ágreiningsefni sínu eftir ákveðnu ferli með hjálp sáttamanns. Viðunandi lausn ágreinings fyrir aðila er markmið sáttaferlisins. Í sátta- viðræðum þurfa allir aðilar að vera virkir og tilbúnir til að gefa eftir af upp- runalegum kröfum sínum og mark- miðum með hjálp sáttamanns. Með því skapast tækifæri og svigrúm fyrir aðila að gæta hagsmuna sinna og veita hver öðrum sama svigrúm svo að ásættanleg lausn ágreinings náist. Engin sátta- miðlun er án viðræðna. Sáttamiðlun er mótað ferli sem á að gefa aðilum möguleika á að gera hver öðrum grein fyrir kröfum sínum, sær- indum, þörfum og væntingum og þannig skapa svigrúm fyrir einlægari og opnari viðræðum aðila en t.d. í dóms- máli. Markmið sáttaviðræðna er sam- komulag eða a.m.k. afmörkun ágrein- ings aðila. Til að tryggja það markmið er framvinda sáttamiðlunar mótað og skipulagt ferli, sem gefur aðilum möguleika á að flytjast fram og til baka milli skilgreindra þrepa sáttaferlisins. Það er í verkahring sáttamanns að sjá svo um jafnframt því að hafa yfirsýn yfir allt það sem fram hefur komið í viðræðum aðila og leiðbeina þeim af öryggi gegnum öll þrep sáttaferlisins. Sáttamaður má ekki taka ákvörðun um lausn málsins eða eiga þátt í því þar sem þá er ekki um sáttamiðlun að ræða og ábyrgð á lausn málsins tekin frá aðilum. Meginreglur: Í skandinavíska módelinu setur dr.jur Vindelöv fram nokkrar megin- reglur: Trúnaðarreglan byggir á því að aðilar nái þeim árangri sem þeir telja rétta niðurstöðu án afskipta utanað- komandi. Afstæðisreglan vísar til þess að aðilar geti innan ramma viðtekinna siðfræði- legra norma fundið efnislegar lausnir sem þeim finnst réttar. Sjálfræðisreglan leiðir af sér að aðilar geta hvenær sem er í sáttaferlinu hætt þátttöku sinni og leitað eftir úrlausn ágreiningsins með öðrum hætti, t.d. hjá dómstóli eða gerðardómi. Ábyrgðarreglan hindrar ekki að aðilar njóti utanaðkomandi aðstoðar, t.d. frá lögmanni, en þeir geta ekki látið hann mæta fyrir sig á sáttafund því samningaviðræðurnar eiga að vera milli aðilanna sjálfra og samkomulag getur einungis orðið til fyrir tilstilli viðræðna aðila sjálfra í milli. Reglan á ekki við um lögpersónur. Viðræðureglan leggur þá skyldu á aðila, sem mæta sjálfviljugir í sátta- miðlun, að gera grein fyrir persónu- legum sjónarmiðum sínum um ágrein- ingsefnið, taka virkan þátt í samninga- viðræðum og þannig stuðla að lausn ágreiningsins. Annað er jú ósam- rýmanlegt sjálfviljugri þátttöku í sátta- miðlun, sjálfræðið felur í sér ábyrgð og skyldu til virkni. Framangreind skilgreining á sátta- miðlun byggir á því grundvallar verð- mætamati að virðing fyrir einstak- lingnum og sjálfsákvörðunarrétti hans sé í fyrirrúmi. Því hefur réttlætiskennd aðilanna afgerandi þýðingu við að endurheimta traust og virðingu milli deiluaðila. Kenningar um sáttamiðlun Kenningar um sáttamiðlun hvíla á mismunandi þáttum sem áhrif hafa bæði á samningaferlið og innihald þess. Grundvallarkenningin er sú að ágreiningur er hvorki jákvætt né nei- kvætt fyrirbrigði heldur eðlilegur hluti af daglegum veruleika sem leiðir af mismunandi aðstæðum, afstöðu, reynsluheimi og viðhorfum fólks. Ágreiningur er í raun hreyfiafl sem leiðir til jákvæðrar þróunar þegar úrlausn ágreiningsins er farsæl og tekur mið af hagsmunum og þörfum beggja eða allra deiluaðila. Deiluaðilar eru sérfræðingar um deiluefnið og hvað sé best fyrir þá og eru því best til þess fallnir að leysa ágreininginn. Sem sérfræðingar eigin lífs hafa þeir ótvíræða getu til að leysa málið út frá hagsmunum og þörfum beggja. Deiluaðilar hafa að öllu jöfnu vitneskju um þær forsendur, vænt- ingar eða aðstæður sem lágu til grund- vallar því sem ágreiningur er um. Deiluaðilar þurfa að vilja taka þátt í sáttamiðlun og hafa trú á að mögulegt LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2005 > 39

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.