Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 40

Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 40
40 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2005 sé að finna gagnkvæma og ásættanlega lausn ágreiningsins. Tjáskipti og við- ræður eru æskilegar og nauðsynlegar við hvers konar ágreining, jafnframt því að vera tæki til lausnar. Við lausn ágreinings þarf að viðurkenna að veru- leikinn geti verið margvíslegur og sannleikurinn ekki einhlítur. Formfesta og sveigjanleiki. Þótt reyndir sáttamenn geti oft við- haft sveigjanleika milli hinna ákveðnu þátta og þrepa í ferlinu á sáttafundum er ekki vafi á því að sáttamiðlun er ákveðið formbundið ferli. Sáttamiðlun er ætíð innrömmuð með ákveðnum einkennum, upphafi ferilsins og lokum. Í ferlinu milli þeirra þátta fer fram könnun á reynslu aðila af ágrein- ingnum/deiluefninu, hvernig aðilar upplifa ágreininginn og þeim tilfinn- ingum sem bundnar eru þeirri reynslu. Í því ferli skeður ákveðin afmörkun á því efnissviði sem sáttamiðlunin tekur til. Fyrst þá er hægt að fara að vinna með sjálfan ágreininginn og þær lausnir sem aðilar geta séð sem leið til lausnar og sátta. Til frekari glöggvunar er gott að lýsa hverju einstöku þrepi sérstaklega, sem hinn reyndi sáttamaður geymir í minni sínu og hefur stöðugt stuðning af ásamt innsæi sínu við þróun þeirrar aðferðar sem sáttamanninum hentar best. Þrep sáttamiðlunar eru: 1. þrep. Upphaf sáttamiðlunar. Sátta- maður tekur á móti aðilum og bíður þá velkomna á sáttafund. Sáttamaður kynnir aðilum vinnu- ferlið í sáttamiðlun og ræðir af- mörkun á hlutverkum aðila og sáttamanns í því ferli. 2. þrep. Greinargerð aðila. Aðilar gera grein fyrir sinni hlið málsins. Eftir- farandi viðræður miðast við afmörkun sjónarmiða, afstöðu aðila, fá fram staðreyndir og tilfinn- ingar, ekki síst hagsmuni og þarfir aðila. 3. þrep. Ágreiningur afmarkaður. Þeir þættir sem vert er að vinna áfram með eru afmarkaðir. Ef vill er ákveðið í hvaða röð taka á þættina til skoðunar. 4. þrep. Mögulegar lausnir settar fram. Á þessu stigi fer fram nokkurs konar „brain storming“. Reynt er að setja fram eins margar tillögur til lausnar og mögulegt er án þess að mat sé lagt á þær eða tekin afstaða til þeirra. 5. þrep. Unnið að samkomulagi. Samningaviðræður aðila á grund- velli þeirra tillagna og hugmynda sem aðilar hafa sett fram til lausnar. 6. þrep. Samkomulagsdrög skoðuð. Raunhæfi sannreynt og lausir endar hnýttir. Samkomulagið staðfest með undirskrift aðila. Hér hefur í stuttu máli verið farið yfir ferli og hugmyndafræði sáttamiðl- unar, svona til að gefa hugmynd um meginstoðir sáttaferlisins, en nánari og fyllri útlistun á innviðum og samspili forms og sáttamans verður að bíða betri tíma. 1 Vibeke Vindelöv, Jurist-og Ökonomforbundets Forlag 2004, bls. 96-100 og 262-264.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.