Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 45

Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 45
Tilkynning um stofnun SÁTT ÞANN 22. nóvember s.l. hélt þverfaglegur hópur fagfólks, sem hefur áhuga á að vinna að til- komu sáttamiðlunar hér á landi fund. Á fundinum var ákveðið að stofna félagið SÁTT. Stofnfélagar voru 20 manns. Tilgangur og markmið félagsins er að vera sameiginlegur vettvangur þeirra sem vilja stunda sáttamiðlun og afla sér menntunar á því sviði og stuðla að því að slík menntun bjóðist hér á landi. Dagskrá fundarins var stofnun félagsins, samþykki laga þess og kosning stjórnar. Fundarstjóri var Ásdís Rafnar hæstaréttarlögmaður. Ingibjörg Bjarnardóttir hdl, var kosin formaður félagsins. Stjórnarmenn eru: Erla Björg Sigurðardóttir, félags- ráðgjafi, Ingi Jón Hauksson, sálfræðingur, Ingiríður Lúðvíksdóttir, lögfræð- ingur, Sigríður B. Guðjónsdóttir, sýslu- maður og Sigþrúður Erla Guðjónsdóttir, sál- fræðingur. Skoðunarmenn voru kosnir Gísli Tryggvason hdl. og Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur. Á fundinum var samþykkt að þeir aðilar óska eftir að gerast félagar á næstu mánuðum teljist stofnendur. Hægt er að skrá sig í félagið með því að senda tölvu- póst á eftirgreind netföng: log- satt@itn.is ; erla.bjorg.sigurdar- dottir@reykjavik.is ; ijh@inter- net.is ; ingiridurl@tmd.is ; sig- thrudur.erla.arnardottir@reykja- vik.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.