Lögmannablaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 10

Lögmannablaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 10
sinnt samkeppnisrétti í fimm ár þá er sú þekking sem hann hafði úrelt því reglurnar eru alltaf að breytast. Helgi: Ég held að þetta sé rétt og tel að stóru lög- mannsstofurnar séu að veita miklu betri og faglegri ráðgjöf til viðskiptavinarins. Það getur enginn einn lögmaður, þótt hann sé klár, vitað allt. Þegar ég byrjaði í lögmennsku var talið að lögmannsstofur gætu ekki verið stærri en fimm til sjö manna, það væri ekki hægt að stækka meira á Íslandi. Það var farið í gegnum þennan múr fyrir nokkru síðan og það hefur sýnt sig að það er hægt að reka lög- mannsstofur eins og fyrirtæki. Dögg: Ég held að það sé ekki hægt að fullyrða um það að stóru lögmannsstofurnar veiti betri og fag- legri ráðgjöf án þess að ég vilji gera neitt lítið úr gæðum þeirrar þjónustu sem þessar stofur veita. En ég veit dæmi þess að á ákveðnum sviðum, t.d. á sviði fjölskylduréttar, eru sumar lögmannsstof- urnar, stórar sem smáar sem lítið hafa sinnt því sviði, stundum að veita viðskiptavinum sínum beinlínis villandi upplýsingar um slík mál. En stóru lögmannsstofurnar geta auðvitað í krafti stærðar sinnar veitt viðskiptavinum sínum samfelldari þjónustu og það er oft á tíðum samfelld þjónusta sem fyrirtækin eru að leita að. Guðrún: En geta lögmannsstofur orðið of stórar? Er eitthvert þak sem menn rekast á þegar lögmannsstofa er orðin of stór? Þórður: Viðskiptavinur á rétt á því að vita fyrir hvern lögmaður eða stofa starfar. Sama lögmanns- stofan mætir ekki sem sækjandi og verjandi í máli, það getur ekki gerst en ekki er hægt að útiloka að í slíkum tilfellum sé samkomulag um að fela það ákveðna mál öðrum lögmanni eða annari lög- mannsstofu. Ég held líka að það skipti máli fyrir mörg fyrirtæki hver annast þau, að það sé einhver lögmaður sem beri ábyrgð gagnvart því, ekki heil stofa. Gunnar: Þetta fer eftir eðli verkefnanna en ekki eftir því hvað stofan er stór. Fyrirtæki verða að passa sig á að verða ekki of háð einum viðskipta- vini en það hefur oft gerst hjá einyrkjum. Svo framarlega sem einn viðskiptavinur standi ekki undir meira en 10% af tekjum stofunnar þá verður engin heimsendir þótt hann hverfi af vettvangi. Dögg: Á endanum hlýtur þetta að vera val við- skiptavinarins. Stóru lögmannsstofurnar upplýsa viðskiptavini sína væntanlega um það að ef sam- keppnisaðili er einnig viðskiptavinur hjá viðkom- 10 1 / 2 0 0 5 • H R IN GB OR ÐSUMRÆ ÐUR U M LÖGMANNSSTO FU R Kæruskilyrði og málsmeð- ferð fyrir Mannréttinda- dómstól Evrópu Grand Hótel í Reykjavík föstudaginn 15. apríl Dagskrá : 13.30: Björg Thorarensen prófessor Staða Mannréttindadóm- stólsins í ljósi fjölgunar aðildarríkja og málsmeð- ferðartími fyrir dóm- stólnum. 13.50: Davíð Þór Björgvinsson dómari við Mannrétt inda- dómstól Evrópu Skipulag Mannréttindadóm- stólsins og megindrættir í réttarfarsreglum hans. 14.20: John Hedigan dómari við Mannrétt inda- dómstól Evrópu Admissibility of Applic- ations to the European Court of Human Rights. 15.00: Kaffihlé 15.20: John Hedigan Admissibility of Applications to the European Court of Human Rights (frh). 16.00: Davíð Þór Björgvinsson Málsmeðferð eftir að kæra er metin tæk til efnismeðferðar. 16.30: Umræður 17.00: Námskeiðslok John Hedigan dómari við Mannrétt indadómstól Evrópu. Verð kr. 12.000 en fyrir félaga í félagsdeild kr. 10.000. – Þátttökutilkynningar berist til LMFÍ.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.