Lögmannablaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 14

Lögmannablaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 14
14 Sem gömlum ritnefndarfulltrúa varmér bæði ljúft og skylt að skrifa eftirfarandi greinarkorn þegar þess var farið á leit við mig að segja frá reynslu minni sem lögmaður í einyrkjarekstri og sem lögmaður í sameiningarrekstri, kostum þess og göllum Ég hóf lögmennsku árið 1997 og leigði mér skrifstofu út í bæ. Ætlaði bara að vera með opið hluta úr degi og vera nokkuð frjáls enda réði ég mér sjálf. Gæti verið heima þegar ég vildi og farið suður þegar mér hentaði o.s.frv. Sú hugsun reyndist hins vegar nokkuð skammsýn og ég áttaði mig fljótlega á að nú var ég komin með harðari húsbónda en nokkru sinni fyrr, þ.e. kúnn- ann. Fyrr en varði var ég komin með verkefni upp fyrir haus og mitt frjálsræði var löngu fyrir bí. Ég var alltaf í vinnunni en náði þó aldrei í skottið á sjálfri mér og gulu möppurnar farnar að valda mér margvíslegum martröðum, komst mjög sjaldan suður nema út af vinnunni. Eitt var þó verst en það var reikningagerðin. Þegar ég var að gera reikning í lok hvers máls þá blöskraði mér oft fjárhæðin og endurskoðaði tímaskráninguna með gagnrýnum huga (setti mig í dómarastellingarnar). Ég var örugglega ekki svona lengi að skrifa þetta bréf, ég fer ekki að rukka fyrir þetta mót, ég átti hvort sem er leið til sýslumanns o.s.frv. Sem sagt; fækkaði tímum og gaf jafnvel afslátt vegna kunnings- skapar ... (ég bý á Húsavík, kannast við flesta, ef ekki alla). Var þó alltaf jafnhissa um hver mánaða- mót að ég hefði ekki hærri tekjur, eins og ég vann! Það að vera einyrki hefur nátt- úrulega bæði kosti og galla. Kost- irnir eru vissulega frjálsræðið, með þeim takmörkunum sem að ofan greinir, og sjálfræðið – það segir mér sko enginn fyrir verkum! Einyrkjarekstur getur þó verið mismunandi. Það er tölu- verður munur hvort viðkomandi er með sinn sjálfstæða rekstur í sam- starfi við fleiri lögmenn eða hvort viðkomandi er einn á skrifstofu eða jafnvel sá eini í bæjarfélaginu. Það sem olli mér hugarangri á stundum var mín faglega einangrun, að geta ekki skellt sér á næstu skrifstofu með kaffibollann og fengið ráð og jafnvel yfirlestur gagna eða bara einhvern til að ræða við um málin, því betur sjá augu en auga. Símakostnaður minn hefur alltaf verið hár, hvort heldur heima eða í vinnu, en ég notaði sím- ann mikið til að spjalla við kollega, ef ég var lens, sem gerðist reyndar nokkuð oft. Stundum hrein- lega hundleiddist mér, enda kann ég betur við mig í félagsskap annarra. Oft hafði hvarflað að mér að reyna að fá ein- hvern til samstarfs við mig en gerði svo sem ekk- ert frekar í því. Þegar Hilmar Gunnlaugsson lög- maður á Egilsstöðum hafði samband við mig með samstarf í huga með Sigríði Kristinsdóttur lög- manni á Höfn þá leit ég það mjög jákvæðum augum og eftir nokkra samráðs- og samstarfsfundi varð niðurstaðan sú að sameina rekstur okkar, ein- yrkjanna þriggja, og leit Regula-lögmannsstofa dagsins ljós þann 03.03.03. Þrátt fyrir að minnsta fjarlægð á milli starfs- stöðva sé 240 km þá hefur okkur tekist að sameina þessar þrjár skrifstofur sem eina með aðstoð nýjustu upplýsingatækni. Sameiginlegt tölvukerfi (Terminal Client) og sameiginleg símstöð (Cen- trex) gera það að verkum að fyr- irtækið er sem eitt út á við. Við upphaf þessa reksturs vonuðumst við til að komast hjá þeim ókostum sem fylgja rekstri í dreifbýli en nýta kosti þess. Þá var ég sannfærð um að ákvörðun okkar um sameiningu væri rétt. Ég er enn sannfærðari núna, tveimur árum síðar, og tel okkur hafa náð ofangreindu markmiði. Okkar sameining er um margt 1 / 2 0 0 5 Sameinaður einyrki Berglind Svavarsdóttir hdl. Við upphaf þessa reksturs vonuðumst við til að komast hjá þeim ókostum sem fylgja rekstri í dreifbýli en nýta kosti þess.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.