Lögmannablaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 16

Lögmannablaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 16
Þetta er síðasti pistillinn sem ég skrifa íLögmannablaðið sem formaður LMFÍ. Ég hef verið formaður í 3 ár og embættinu má víst ekki gegna lengur samfellt. Blaðið kemur út fjórum sinnum á ári og því er þetta tólfti pistillinn. Hann verður kveðjupistill. Mér hefur alltaf látið heldur illa að kveðja. Mér finnst árin þrjú hafa verið ótrúlega fljót að líða og vona að félagsmönnum hafi ekki fundist þau of lengi að líða. Ýmislegt hefur á dagana drifið og drjúgur tími farið í að sinna embættinu. Ég vissi það þegar ég tók við og sé ekki eftir einni mínútu, er miklu fremur þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Af því þetta er skrifað á óskarsverðlauna- degi er nánast við hæfi að misnota aðstöðu sína eins og hver annar óskarsverðlaunahafi og þakka þeim sem þakka ber. Meðstjórnar- mönnum mínum þakka ég afar ánægjulegt samstarf. Starfsmönnum félagsins fyrir að leggja sig fram í störfum sínum fyrir það. Eyrúnu, sem kallar sig ýtu þegar hún ýtir á eftir pistlunum mínum, fyrir að ýta á eftir þeim. Hún stjórnar félagsdeildinni með myndarbrag. Sérstaklega vil ég þó þakka framkvæmdastjóra félagsins, Ingimari Inga- syni, fyrir samstarf sem aldrei hefur borið skugga á. Félaginu er mikill fengur að Ingi- mari sem hefur sinnt sínum störfum frábær- lega. Ég tel hann gæddan þeim kosti sem helstan þarf til þess að ná árangri í starfi, að þykja vænt um viðfangsefnið. Ingimar ber virðingu fyrir LMFÍ og þykir vænt um félagið. Þess vegna gerir hann hvaðeina sem hann getur til þess að efla hag þess. Þá þakka ég félagsmönnum fyrir að hafa leyft mér að fara fyrir félaginu þennan tíma og fyrir að láta sig málefni þess varða. Ég óska þess einnig að þeir haldi áfram að láta málefni félagsins sig varða. Virðing min fyrir LMFÍ hefur vaxið eftir því sem ég hef lært að þekkja félagið, hlut- verk þess og sögu betur. Ég hef sannfærst enn betur en áður um að félagið þjóni mikilvægu hlutverki. Það snýst ekki fyrst og fremst um lögmenn, heldur hlutverk þeirra sem skjól fyrir borgarana, ekki síst gagnvart ríkisvaldinu. Þessu hlutverki sínu geta lögmenn því aðeins gegnt að þeir séu sjálfstæðir og óháðir. Megintilgangur lögmannafélags- ins er því og hlýtur að verða að standa vörð um sjálfstæði lög- manna. Sjálfstæðir og óháðir lög- menn eru einfaldlega forsenda þess að ríki geti talist réttarríki. Þessi megintilgangur félagsins er líka helsta réttlætingin fyrir tilvist þess og skyldu- aðildinni að því. Enginn vafi er á því að heildin er í sterkari stöðu til þess að standa vörð um sjálfstæðið en hver lögmaður væri á eigin spýtur. Eins og menn ugglaust muna varð nokkur ágreiningur innan félagsins í byrjun árs 2004 vegna frumvarps til breytinga á lögmanna- lögum, svo sem það leit þá út. Óánægju gætti fyrst og fremst í hópi þeirra sem kallaðir hafa verið innanhússlögmenn, en þeir töldu ákveðin atriði í frumvarpinu vega að stöðu sinni. Í framhaldi af því var sett á laggirnar svokölluð 9 manna nefnd og henni falið að gaumgæfa nauðsynlega heild- arendurskoðun á lögmannalög- um. …hvernig félagsaðild og handhöfn lögmannsréttinda verði bezt fyrir komið og þar hafðar til hliðsjónar tilgangsskyldur félags- ins samkvæmt 2. gr. samþykkta þess. Nefndinni var gert að leggja tillögur sínar fyrir aðalfund 2005 og það mun hún gera. 16 1 / 2 0 0 5 PIST ILL FORMANNS: Gunnar Jónsson hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.