Lögmannablaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 19

Lögmannablaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 19
19L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð augljóslega eru ekki tæk til efnismeðferðar eða síendurtekin álitaefni, sem fjöldi dóma liggur þegar fyrir um, svo hann geti beitt kröftum sínum í ríkari mæli að raunverulegum og mikilvægum álitaefnum um brot á ákvæðum sáttmálans. Kennarar á námskeiðinu eru tveir dómarar við Mannréttindadómstól Evrópu, John Hedigan frá Írlandi og Davíð Þór Björgvinsson núverandi dómari af hálfu Íslands og fyrrum prófessor við HR og HÍ. John Hedigan fæddist árið 1948 í Dublin og lauk lagaprófi þar. Hann fékk lögmannsréttindi árið 1976 og starfaði sem hæstaréttarlögmaður (barrister) á Írlandi til ársins 1990. Á árunum 1976 til 1980 var hann formaður Írlandsnefndar Amnesty International gegn pyndingum. Hann var formaður áfrýjunardómstóls í málefnum ríkis- starfsmanna frá 1992-1994. Árin 1991-1998 var hann formaður sjálfstæðrar ráðgjafanefndar um málefni geðsjúkra afbrotamanna í öryggisgæslu. Hann hefur verið dómari við Mannréttindadóm- stólinn frá 1998 og var endurkjörinn dómari þar árið 2004 til næstu sex ára. Vegna lögmannsstarfa sinna um árabil og sérþekkingar á mannréttinda- málum, auk dómarastarfsins við Mannréttinda- dómstólinn, hefur John Hedigan mikla innsýn og þekkingu á málefnum sem tengjast hlutverki og störfum lögmanns í rekstri mála fyrir dóm- stólnum. Davíð Þór Björgvinsson tók við starfi dómara við Mannréttindadómstólinn haustið 2004. Hann Á námskeiðinu verður einnig varpað ljósi á þann vanda sem Mannréttindadómstóllinn stendur nú frammi fyrir vegna stöðugt vaxandi kærufjölda og uppsöfnunar mála. Til að bregðast við þessu var 14. viðauki við sáttmálann samþykktur 13. maí 2004 og er stefnt að því að hann taki gildi á næsta ári. Með viðaukanum verður vinnulagi dómstóls- ins við ákvarðanir um meðferðarhæfi á kærum breytt nokkuð auk þess sem skilyrði fyrir meðferð- arhæfi kröfu verða þrengd. Með þessu er stefnt að því að bæta skilvirkni í málsmeðferð og stytta þann tíma sem dómstóllinn þarf að eyða í mál sem var áður prófessor við lagadeild HÍ og síðast próf- essor við HR. Hann starfaði einnig um nokkurra ára skeið sem aðstoðarmaður við EFTA-dómstól- inn í Luxembourg. Þótt námskeiðið hafi einkum hagnýtt gildi fyrir lögmenn á það erindi við alla sem hafa áhuga á starfsemi Mannréttindadómstólsins og vilja fá innsýn í viðfangsefni hans. Námskeiðið er haldið á Grand Hótel í Reykjavík föstudaginn 15. apríl nk. Það hefst kl. 13.30 og lýkur kl. 17.00. Mannréttinda- dómstóll Evrópu í Strasbourg.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.